Detroit 2 - Philadelphia 1 30. apríl 2005 00:01 Nordic Photos/Getty Images Larry Brown, þjálfari Detroit Pistons, þekkir Allen Iverson hjá Philadelphia betur en flestir, eftir að hann þjálfaði hann í sex ár og gat því varað leikmenn sína við því að Iverson kæmi ákveðinn til leiks í nótt. Þeir áttu hinsvegar engin svör við stórleik hans og Iverson leiddi sína menn til sigurs 115-104. Allen Iverson fór á kostum í leiknum í nótt og skoraði 37 stig og átti 15 stoðsendingar og var eins og endranær, maðurinn á bak við sigur sinna manna. Þegar leikurinn var í járnum í fjórða leikhlutanum, keyrði Iverson inn í hindrun sem Rasheed Wallace setti á hann, með þeim afleiðingum að sá stutti lá eftir vankaður í gólfinu. Í næstu sókn keyrði hann inn í teginn hjá Pistons, dró að sér tvo varnarmenn og sendi boltann út fyrir þriggja stiga línuna, þar sem Andre Iquodala stóð galopinn og setti niður skot sitt, sem sneri leiknum endanlega á band Philadelphia. Iverson átti fimm stoðsendingar í fjórða leikhlutanum. "Iverson var ótrúlegur í kvöld. Ég þjálfaði hann hérna um árið þegar við fórum í úrslitin, sama ár og hann var valinn leikmaður ársins, en ég held að þetta hafi verði besti leikur hans í úrslitakeppni á ferlinum. Það er erfitt að vita nákvæmlega hvað hann mun gera, en geta ekkert gert í því. Okkar takmark er líka að reyna að halda aftur af öllum hinum leikmönnum liðsins, það getur enginn stöðvað Allen Iverson," sagði Larry Brown eftir leikinn. Detroit leiðir í einvíginu 2-1 og næsti leikur fer einnig fram í Philadelphia. Ben Wallace, miðherji Detroit, átti besta leik sinn á ferlinum í nótt og skoraði 29 stig og hirti 16 fráköst, en það dugði meisturunum ekki í leiknum, enda fengu þeir aðeins 2 stig frá varamönnum sínum allan leikinn. Atkvæðamestir í liði Detroit:Ben Wallace 29 stig (16 frák), Richard Hamilton 24 stig (12 stoðs), Tayshaun Prince 19 stig (5 frák, 5 stoðs), Rasheed Wallace 15 stig, Chauncey Billups 15 stig (6 frák, 8 stoðs).Atkvæðamestir hjá Philadelphia:Allen Iverson 37 stig (15 stoðs), Chris Webber 19 stig (6 frák), Rodney Rogers 15 stig, Samuel Dalembert 14 (10 frák), Andre Iquodala 13 stig (5 stolnir), Kyle Korver 9 stig, Marc Jackson 6 stig. NBA Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Sjá meira
Larry Brown, þjálfari Detroit Pistons, þekkir Allen Iverson hjá Philadelphia betur en flestir, eftir að hann þjálfaði hann í sex ár og gat því varað leikmenn sína við því að Iverson kæmi ákveðinn til leiks í nótt. Þeir áttu hinsvegar engin svör við stórleik hans og Iverson leiddi sína menn til sigurs 115-104. Allen Iverson fór á kostum í leiknum í nótt og skoraði 37 stig og átti 15 stoðsendingar og var eins og endranær, maðurinn á bak við sigur sinna manna. Þegar leikurinn var í járnum í fjórða leikhlutanum, keyrði Iverson inn í hindrun sem Rasheed Wallace setti á hann, með þeim afleiðingum að sá stutti lá eftir vankaður í gólfinu. Í næstu sókn keyrði hann inn í teginn hjá Pistons, dró að sér tvo varnarmenn og sendi boltann út fyrir þriggja stiga línuna, þar sem Andre Iquodala stóð galopinn og setti niður skot sitt, sem sneri leiknum endanlega á band Philadelphia. Iverson átti fimm stoðsendingar í fjórða leikhlutanum. "Iverson var ótrúlegur í kvöld. Ég þjálfaði hann hérna um árið þegar við fórum í úrslitin, sama ár og hann var valinn leikmaður ársins, en ég held að þetta hafi verði besti leikur hans í úrslitakeppni á ferlinum. Það er erfitt að vita nákvæmlega hvað hann mun gera, en geta ekkert gert í því. Okkar takmark er líka að reyna að halda aftur af öllum hinum leikmönnum liðsins, það getur enginn stöðvað Allen Iverson," sagði Larry Brown eftir leikinn. Detroit leiðir í einvíginu 2-1 og næsti leikur fer einnig fram í Philadelphia. Ben Wallace, miðherji Detroit, átti besta leik sinn á ferlinum í nótt og skoraði 29 stig og hirti 16 fráköst, en það dugði meisturunum ekki í leiknum, enda fengu þeir aðeins 2 stig frá varamönnum sínum allan leikinn. Atkvæðamestir í liði Detroit:Ben Wallace 29 stig (16 frák), Richard Hamilton 24 stig (12 stoðs), Tayshaun Prince 19 stig (5 frák, 5 stoðs), Rasheed Wallace 15 stig, Chauncey Billups 15 stig (6 frák, 8 stoðs).Atkvæðamestir hjá Philadelphia:Allen Iverson 37 stig (15 stoðs), Chris Webber 19 stig (6 frák), Rodney Rogers 15 stig, Samuel Dalembert 14 (10 frák), Andre Iquodala 13 stig (5 stolnir), Kyle Korver 9 stig, Marc Jackson 6 stig.
NBA Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Sjá meira