Ræddi metið við son Tryggva: „Myndi skipta mig miklu máli að ná þessu meti“ Aron Guðmundsson skrifar 15. júní 2025 10:02 Patrick Pedersen nálgast markamet Tryggva Guðmundssonar upp á 131 mark í efstu deild. Vísir/Samsett mynd Það er ekki bara á æfingum þar sem að Valsarinn Patrick Pedersen hefur skorað mörkin. Í efstu deild eru mörk hans orðin alls 127 talsins. Pedersen hefur verið í fanta formi það sem af er tímabili í Bestu deildinni og nálgast markamet efstu deildar óðfluga. Pedersen á aðeins fjögur mörk í markamet Tryggva Guðmundssonar (131 mark í efstu deild) sem Patrick viðurkennir að vita ekki mikið um. „Ekki mikið en ég spilaði með syni hans, Guðmundi Andra, og við höfum aðeins rætt þetta. Hann var ekki ánægður með að ég ætlaði mér að spila lengur á Íslandi,“ sagði Patrick sem skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við Val fyrir tímabilið. „Það myndi skipta mig miklu máli að ná þessu meti. Þetta er stórt met að eiga. Vonandi næ ég því áður en tímabilinu lýkur. Ég setti það sem mitt persónulega markmið fyrir tímabilið að ná þessu meti, vonandi rætist það. Aðal einbeiting mín fer hins vegar á að hjálpa liðinu að vinna eins marga leiki og mögulegt er og vonandi keppa um Íslandsmeistaratitilinn.“ „Allt í lagi að setja pressu á þennan mann“ Og þessi sýn rímar við það sem Haukur Páll, fyrrverandi liðsfélagi Patricks og núverandi aðstoðarþjálfari Vals segir okkur um Danann knáa, hann sé fyrst og fremst liðsmaður. „Hann myndi alla daga velja það að skora núll mörk og vinna eitthvað. Hann hefur hins vegar bara það mikil gæði að hann skorar líka. Ef að hann er ekki í besta færinu þá finnur hann liðsfélaga sem mögulega skorar. Hann er ekki þessi eigingjarni framherji, þvílíkur liðsmaður.“ Sérðu fyrir þér að hann slái markametið? „Já ég býst við því,“ svarar Haukur Páll. „Jú það er allt í lagi að setja pressu á þennan mann. Hann hefur verið með pressu áður á sér en skilar alltaf sínu. Jú eigum við ekki að segja að hann slái þetta markamet. Ef það kemur ekki í ár þá kemur það á næsta ári. En við vonum svo innileg að það komi í ár.“ Fjallað var um markametið í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá hér fyrir ofan. Fljótlega eftir að það fór í loftið skoraði Patrick tvennu gegn Stjörnunni, sem hækkaði markafjölda hans upp í 127 mörk. Besta deild karla Valur Íslenski boltinn Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Sjá meira
Pedersen á aðeins fjögur mörk í markamet Tryggva Guðmundssonar (131 mark í efstu deild) sem Patrick viðurkennir að vita ekki mikið um. „Ekki mikið en ég spilaði með syni hans, Guðmundi Andra, og við höfum aðeins rætt þetta. Hann var ekki ánægður með að ég ætlaði mér að spila lengur á Íslandi,“ sagði Patrick sem skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við Val fyrir tímabilið. „Það myndi skipta mig miklu máli að ná þessu meti. Þetta er stórt met að eiga. Vonandi næ ég því áður en tímabilinu lýkur. Ég setti það sem mitt persónulega markmið fyrir tímabilið að ná þessu meti, vonandi rætist það. Aðal einbeiting mín fer hins vegar á að hjálpa liðinu að vinna eins marga leiki og mögulegt er og vonandi keppa um Íslandsmeistaratitilinn.“ „Allt í lagi að setja pressu á þennan mann“ Og þessi sýn rímar við það sem Haukur Páll, fyrrverandi liðsfélagi Patricks og núverandi aðstoðarþjálfari Vals segir okkur um Danann knáa, hann sé fyrst og fremst liðsmaður. „Hann myndi alla daga velja það að skora núll mörk og vinna eitthvað. Hann hefur hins vegar bara það mikil gæði að hann skorar líka. Ef að hann er ekki í besta færinu þá finnur hann liðsfélaga sem mögulega skorar. Hann er ekki þessi eigingjarni framherji, þvílíkur liðsmaður.“ Sérðu fyrir þér að hann slái markametið? „Já ég býst við því,“ svarar Haukur Páll. „Jú það er allt í lagi að setja pressu á þennan mann. Hann hefur verið með pressu áður á sér en skilar alltaf sínu. Jú eigum við ekki að segja að hann slái þetta markamet. Ef það kemur ekki í ár þá kemur það á næsta ári. En við vonum svo innileg að það komi í ár.“ Fjallað var um markametið í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá hér fyrir ofan. Fljótlega eftir að það fór í loftið skoraði Patrick tvennu gegn Stjörnunni, sem hækkaði markafjölda hans upp í 127 mörk.
Besta deild karla Valur Íslenski boltinn Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki