Innlent

Ríkið standi aðeins að Rás 1

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra og fyrrverandi menntamálaráðherra, kemst ansi nálægt því að taka undir með þeim félögum sínum í Sjálfstæðisflokknum sem vilja selja Ríkisútvarpið í pistli á heimasíðu sinni í dag. Þar segir Björn orðrétt: „Þróunin á fjölmiðlamarkaði og sérstaklega innan ríkisútvarpsins er smátt og smátt að sannfæra mig um, að ríkið eigi í mesta lagi að láta við það eitt sitja að standa fjárhagslega (með framlagi á fjárlögum) að baki rás 1. Hvergi hefur þjónusta við almenning versnað með því að sleppa hönd ríkisins af henni.“ Og Björn er opinn fyrir þeim möguleika að einkavæða orkufyrirtækin líka, en þá aðeins að því tilskildu að því fylgdu greiðslur til þjóðarinnar fyrir auðlindanýtingu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×