Segir samráð haft við íbúa 1. maí 2005 00:01 Þétting byggðar í Reykjavík veldur víða óánægju þar sem íbúar vilja yfirleitt fremur útsýni og græn svæði en að það sé þrengt að húsum þeirra. Formaður skipulagsnefndar borgarinnar segir unnið að málum í samráði við íbúa. Íbúar við Gullengi í Grafarvogi og Íbúasamtök Grafarvogs eru ósáttir við fyrirhugaða byggingu og benda á að útsýni úr íbúðunum á svæðinu hverfi ef blokkir verða byggðar þar. Þá benda þeir á að helst vilji þeir græn svæði því þau séu síður en svo nógu víða á svæðinu. Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsnefndar Reykjavíkurborgar, segir það koma nokkuð á óvart að einhver hluti íbúa, sem stígi fram í fréttum, skuli tala fyrir því að við Gullengi verði bensínstöð í samræmi við aðalskipulag. Það samráð sem haft hafi verið við íbúa á svæðinu á frumstigi hafi bent til þess að jafnvel þó að ýmsir vildu helst sjá grænt svæði á umræddum stað væri nokkur samhljómur meðal íbúa um að reisa fremur íbúðir en bensínstöð og bílastæði fyrir stóra bíla eins og núverandi skipulag geri ráð fyrir. En er þá ekkert að marka aðalskipulag Reykjavíkurborgar og geta menn hringlað til með þau eins og mönnum sýnist? Dagur neitar því og segir sérstakar leikreglur gilda um það hvernig farið skuli með skipulagið. Menn setji fram grunnhugmyndir sem séu bornar undir hagsmunaaðila sem búi á svæðinu og þeim gefist kostur á að gera sínar athugasemdir. Síðan sé unnið úr þeim og málið auglýst. Þar sé þetta mál statt núna. Ekki er um einsdæmi að ræða en í fréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá óánægðum íbúum við Sóltún, Mánatún og Borgartún en þeir mótmæla fyrirhugaðri 12 hæða byggingu sem ekki var gert ráð fyrir í skipulagi sem samþykkt var árið 2002. Dagur segir að reynt hafi verið finna turninum stað á reitnum þannig að hann skyggi ekki á umhverfið og verði ekki til lýta en almennt telji borgaryfirvöld að það sé til góða fyrir svæðið að fjölga íbúðum þar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Sjá meira
Þétting byggðar í Reykjavík veldur víða óánægju þar sem íbúar vilja yfirleitt fremur útsýni og græn svæði en að það sé þrengt að húsum þeirra. Formaður skipulagsnefndar borgarinnar segir unnið að málum í samráði við íbúa. Íbúar við Gullengi í Grafarvogi og Íbúasamtök Grafarvogs eru ósáttir við fyrirhugaða byggingu og benda á að útsýni úr íbúðunum á svæðinu hverfi ef blokkir verða byggðar þar. Þá benda þeir á að helst vilji þeir græn svæði því þau séu síður en svo nógu víða á svæðinu. Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsnefndar Reykjavíkurborgar, segir það koma nokkuð á óvart að einhver hluti íbúa, sem stígi fram í fréttum, skuli tala fyrir því að við Gullengi verði bensínstöð í samræmi við aðalskipulag. Það samráð sem haft hafi verið við íbúa á svæðinu á frumstigi hafi bent til þess að jafnvel þó að ýmsir vildu helst sjá grænt svæði á umræddum stað væri nokkur samhljómur meðal íbúa um að reisa fremur íbúðir en bensínstöð og bílastæði fyrir stóra bíla eins og núverandi skipulag geri ráð fyrir. En er þá ekkert að marka aðalskipulag Reykjavíkurborgar og geta menn hringlað til með þau eins og mönnum sýnist? Dagur neitar því og segir sérstakar leikreglur gilda um það hvernig farið skuli með skipulagið. Menn setji fram grunnhugmyndir sem séu bornar undir hagsmunaaðila sem búi á svæðinu og þeim gefist kostur á að gera sínar athugasemdir. Síðan sé unnið úr þeim og málið auglýst. Þar sé þetta mál statt núna. Ekki er um einsdæmi að ræða en í fréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá óánægðum íbúum við Sóltún, Mánatún og Borgartún en þeir mótmæla fyrirhugaðri 12 hæða byggingu sem ekki var gert ráð fyrir í skipulagi sem samþykkt var árið 2002. Dagur segir að reynt hafi verið finna turninum stað á reitnum þannig að hann skyggi ekki á umhverfið og verði ekki til lýta en almennt telji borgaryfirvöld að það sé til góða fyrir svæðið að fjölga íbúðum þar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Sjá meira