Miami 4 - New Jersey 0 2. maí 2005 00:01 NordicPhotos/GettyImages Dwayne Wade sá til þess að Miami Heat sópaði liði New Jersey Nets úr keppni 4-0 í gær, þrátt fyrir að Shaquille O´Neal væri á annari löppinni. Wade skoraði 34 stig í 110-97 sigri Miami í gær og nú fær stóri maðurinn að minnsta kosti viku til að jafna sig af meiðslum sínum. Það er ansi langt síðan Shaquille O´Neal hefur leikið hálfan leik án þess að skora stig, en það gerðist í nótt, því tröllið virtist vera í miklum vandræðum með meiðslin sem hann hlaut í einum af síðustu leikjum tímabilsins. Það kom þó ekki að sök, því Dwayne Wade og félagar hans í Miami liðinu voru í góðum gír og kláruðu dæmið. Þrátt fyrir að Wade hafi farið á kostum í einvíginu við Nets, var grundvallarmunurinn á liðunum dýptin, því varamannabekkur Nets var einfaldlega of þunnur og liðið þurfti að treysta á of fáa menn til að bera sóknarleikinn. Shaquille O´Neal hresstist örlítið í síðari hálfleiknum í gær og skoraði þar 17 stig, sem flest komu eftir sendingu frá Wade, inn á milli þess sem hann skoraði körfur sjálfur í öllum regnbogans litum. Wade komst í mjög nafntogaðan hóp í einvíginu við Nets, en aðeins sex aðrir leikmenn í sögu NBA hafa skorað yfir 25 stig að meðaltali, gefið 8 stoðsendingar, hirt 6 fráköst og hitt yfir 50% í seríu í úrslitakeppninni. Það eru þeir Wilt Chamberlain, Larry Bird, Magic Johnson, Bob Cousy, Oscar Robertson og nú síðast Michael Jordan, sem eru í þessum hópi og þeir eru allir í heiðurshöllinni. "Hann hefur verið súperstjarna í allan vetur og meira að segja í fyrravetur líka. Það er bara fyrst núna sem þið eruð að taka eftir því," sagði Shaquille O´Neal við blaðamenn um félaga sinn Wade. "Venjulega gefast lið upp þegar þau lenda undir eins og við gerðum í þessu einvígi, en mínir menn neituðu að gefast upp og börðust og börðust. Þegar við sóttum að Miami, lyftu þeir leik sínum einfaldlegar á hærra plan og við höfðum ekki svör við því," sagði Lawrence Frank, þjálfari New Jersey eftir leikinn. Atkvæðamestir í liði Miami:Dwayne Wade 34 stig (9 stoðs), Eddie Jones 21 stig, Shaquille O´Neal 17 stig (8 frák), Alonzo Mourning 11 stig, Keyon Dooling 11 stig, Damon Jones 10 stig.Atkvæðamestir í liði New Jersey:Jason Kidd 25 stig (7 stoðs), Vince Carter 23 stig (10 frák, hitti úr 6 af 22 skotum), Richard Jefferson 17 stig (6 frák, 6 stoðs), Nenad Krstic 17 stig (6 frák), Clifford Robinson 8 stig. NBA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Norris vann í Mónakó í fyrsta sinn Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Sjá meira
Dwayne Wade sá til þess að Miami Heat sópaði liði New Jersey Nets úr keppni 4-0 í gær, þrátt fyrir að Shaquille O´Neal væri á annari löppinni. Wade skoraði 34 stig í 110-97 sigri Miami í gær og nú fær stóri maðurinn að minnsta kosti viku til að jafna sig af meiðslum sínum. Það er ansi langt síðan Shaquille O´Neal hefur leikið hálfan leik án þess að skora stig, en það gerðist í nótt, því tröllið virtist vera í miklum vandræðum með meiðslin sem hann hlaut í einum af síðustu leikjum tímabilsins. Það kom þó ekki að sök, því Dwayne Wade og félagar hans í Miami liðinu voru í góðum gír og kláruðu dæmið. Þrátt fyrir að Wade hafi farið á kostum í einvíginu við Nets, var grundvallarmunurinn á liðunum dýptin, því varamannabekkur Nets var einfaldlega of þunnur og liðið þurfti að treysta á of fáa menn til að bera sóknarleikinn. Shaquille O´Neal hresstist örlítið í síðari hálfleiknum í gær og skoraði þar 17 stig, sem flest komu eftir sendingu frá Wade, inn á milli þess sem hann skoraði körfur sjálfur í öllum regnbogans litum. Wade komst í mjög nafntogaðan hóp í einvíginu við Nets, en aðeins sex aðrir leikmenn í sögu NBA hafa skorað yfir 25 stig að meðaltali, gefið 8 stoðsendingar, hirt 6 fráköst og hitt yfir 50% í seríu í úrslitakeppninni. Það eru þeir Wilt Chamberlain, Larry Bird, Magic Johnson, Bob Cousy, Oscar Robertson og nú síðast Michael Jordan, sem eru í þessum hópi og þeir eru allir í heiðurshöllinni. "Hann hefur verið súperstjarna í allan vetur og meira að segja í fyrravetur líka. Það er bara fyrst núna sem þið eruð að taka eftir því," sagði Shaquille O´Neal við blaðamenn um félaga sinn Wade. "Venjulega gefast lið upp þegar þau lenda undir eins og við gerðum í þessu einvígi, en mínir menn neituðu að gefast upp og börðust og börðust. Þegar við sóttum að Miami, lyftu þeir leik sínum einfaldlegar á hærra plan og við höfðum ekki svör við því," sagði Lawrence Frank, þjálfari New Jersey eftir leikinn. Atkvæðamestir í liði Miami:Dwayne Wade 34 stig (9 stoðs), Eddie Jones 21 stig, Shaquille O´Neal 17 stig (8 frák), Alonzo Mourning 11 stig, Keyon Dooling 11 stig, Damon Jones 10 stig.Atkvæðamestir í liði New Jersey:Jason Kidd 25 stig (7 stoðs), Vince Carter 23 stig (10 frák, hitti úr 6 af 22 skotum), Richard Jefferson 17 stig (6 frák, 6 stoðs), Nenad Krstic 17 stig (6 frák), Clifford Robinson 8 stig.
NBA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Norris vann í Mónakó í fyrsta sinn Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Sjá meira