San Antonio 3 - Denver 1 3. maí 2005 00:01 Liði Denver hefur ekki tekist að færa sér í nyt meiðslum hrjáða og slaka frammistöðu lykilmanna San Antonio í einvígi liðanna. Það var kom því ekki á óvart að Spurs færu með sigur af hólmi í framlengingu í nótt, því þeir fengu góða hjálp frá Tim Duncan og Tony Parker, sem hafa látið afar lítið fyrir sér fara fram að þessu. Tim Duncan skoraði 39 stig og hirti 14 fráköst, áður en hann fór af velli með 6 villur í framlengingunni, en það var litli maðurinn, Tony Parker sem tók upp þráðinn fyrir hann og leiddi Spurs til sigurs. Liðið á næsta leik á heimavelli og getur gert út um einvígið með sigri. Fjórði leikur liðanna þróaðist á svipaðan hátt og hinir fyrri og mikil barátta og mikið af vítaskotum litu dagsins ljós. Það væsir ekki um Spurs í slíkum leik og Denver liðið er komið ofan í djúpa holu. Þeir þurfa að vinna Spurs þrisvar í röð til að komast áfram. "Strákarnir voru á allan hátt frábærir í dag - þeir gáfust aldrei upp. Við höfum lent í ýmsu í vetur, en lendum alltaf á löppunum og vitum hvað við þurfum að gera til að ná árangri," sagði Duncan eftir leikinn. "Ef við klárum þetta ekki í næsta leik, verðum við að koma aftur hingað (til Denver) og við höfum engan áhuga á því," sagði Manu Ginobili, sem hefur að öðrum ólöstuðum verið besti maðurinn í einvígi liðanna, en áhorfendur bauluðu á hann í hvert sinn sem hann fékk boltann, því þeim þykir sóknarstíll hans bera vott af tuddaskap. "Ég heyrði áhorfendur baula í fyrsta fjórðungi, eftir það var kappið svo mikið að ég heyrði ekki nokkurn skapaðann hlut," sagði Argentínumaðurinn. "Nú er þetta bara orðið eins og í háskólaboltanum. Ef við töpum, þá erum við fallnir úr keppni," sagði George Karl, þjálfari Denver. Atkvæðamestir í liði San Antonio:Tim Duncan 39 stig (14 frák), Tony Parker 29 stig (7 stoðs), Manu Ginobili 24 stig (6 stoðs), Brent Barry 9 stig, Robert Horry 7 stig, Beno Udrih 6 stig, Nazr Mohammed 6 stig (7 frák).Atkvæðamestir hjá Denver:Earl Boykins 32 stig (5 stoðs), Carmelo Anthony 28 stig (7 frák, 5 stoðs), Kenyon Martin 12 (6 frák), Marcus Camby 12 stig (8 frák), Andre Miller 11 stig (7 frák), Nene Hilario 7 stig (7 frák), DeMarr Johnson 7 stig. NBA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Norris vann í Mónakó í fyrsta sinn Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Sjá meira
Liði Denver hefur ekki tekist að færa sér í nyt meiðslum hrjáða og slaka frammistöðu lykilmanna San Antonio í einvígi liðanna. Það var kom því ekki á óvart að Spurs færu með sigur af hólmi í framlengingu í nótt, því þeir fengu góða hjálp frá Tim Duncan og Tony Parker, sem hafa látið afar lítið fyrir sér fara fram að þessu. Tim Duncan skoraði 39 stig og hirti 14 fráköst, áður en hann fór af velli með 6 villur í framlengingunni, en það var litli maðurinn, Tony Parker sem tók upp þráðinn fyrir hann og leiddi Spurs til sigurs. Liðið á næsta leik á heimavelli og getur gert út um einvígið með sigri. Fjórði leikur liðanna þróaðist á svipaðan hátt og hinir fyrri og mikil barátta og mikið af vítaskotum litu dagsins ljós. Það væsir ekki um Spurs í slíkum leik og Denver liðið er komið ofan í djúpa holu. Þeir þurfa að vinna Spurs þrisvar í röð til að komast áfram. "Strákarnir voru á allan hátt frábærir í dag - þeir gáfust aldrei upp. Við höfum lent í ýmsu í vetur, en lendum alltaf á löppunum og vitum hvað við þurfum að gera til að ná árangri," sagði Duncan eftir leikinn. "Ef við klárum þetta ekki í næsta leik, verðum við að koma aftur hingað (til Denver) og við höfum engan áhuga á því," sagði Manu Ginobili, sem hefur að öðrum ólöstuðum verið besti maðurinn í einvígi liðanna, en áhorfendur bauluðu á hann í hvert sinn sem hann fékk boltann, því þeim þykir sóknarstíll hans bera vott af tuddaskap. "Ég heyrði áhorfendur baula í fyrsta fjórðungi, eftir það var kappið svo mikið að ég heyrði ekki nokkurn skapaðann hlut," sagði Argentínumaðurinn. "Nú er þetta bara orðið eins og í háskólaboltanum. Ef við töpum, þá erum við fallnir úr keppni," sagði George Karl, þjálfari Denver. Atkvæðamestir í liði San Antonio:Tim Duncan 39 stig (14 frák), Tony Parker 29 stig (7 stoðs), Manu Ginobili 24 stig (6 stoðs), Brent Barry 9 stig, Robert Horry 7 stig, Beno Udrih 6 stig, Nazr Mohammed 6 stig (7 frák).Atkvæðamestir hjá Denver:Earl Boykins 32 stig (5 stoðs), Carmelo Anthony 28 stig (7 frák, 5 stoðs), Kenyon Martin 12 (6 frák), Marcus Camby 12 stig (8 frák), Andre Miller 11 stig (7 frák), Nene Hilario 7 stig (7 frák), DeMarr Johnson 7 stig.
NBA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Norris vann í Mónakó í fyrsta sinn Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Sjá meira