Seattle 4 - Sacramento 1 4. maí 2005 00:01 Ray Allen hjá Seattle vildi ekki þurfa að fara aftur til Sacramento og leika fyrir framan óða áhorfendur þeirra. Það sást á leik hans og félaga hans í gær, þegar þeir slógu Sacramento úr keppni með 122-118 sigri, þrátt fyrir hetjulega baráttu gestanna frá Kaliforníu. Allen skoraði 30 stig í leiknum í nótt, en fékk næga hjálp frá félögum sínum í liði Seattle, sem nú er komið áfram í aðra umferð í fyrsta sinn síðan 1998 og mætir sigurvegaranum úr viðureign San Antonio og Denver. Mike Bibby lék vel fyrir Sacramento í gær og Peja Stojakovic skreið aldrei þessu vant úr felum og spilaði eins og hann getur best, en það nægði Sacramento ekki og þeir eru komnir í sumarfrí. "Við þurftum á framlagi alls liðsins að halda," sagði Nate McMillan, þjálfari Seattle. "Við vissum ekki hvaða herbragði þeir myndu beita til að halda aftur af Ray Allen og Rashard Lewis, svo að varamenn okkar stóðu sig með prýði og hjálpuðu okkur að vinna. "Einhver varð að tapa þessu einvígi og ég er ekki sáttur við að það skyldi vera okkar lið," sagði Mike Bibby. Sacramento lék hálfan leikinn án Cuttino Mobley, sem meiddist og þurfti að fara af velli. "Það er ekki hægt að einblína á tölur einstaka leikmanna, við töðuðum einvíginu. Við verðum að hrósa þeim. Þeir komu til Sacramento og stálu einum sigri, það nægði þeim," sagði Stojakovic, sem enn eitt árið olli liði sínu sárum vonbrigðum í úrslitakeppninni. "Strákarnir léku vel. Við vildum reyna að vera áræðnir í sóknarleiknum, en það var vörnin sem klikkaði. Við náðum aldrei að stöðva sóknarleik þeirra," sagði Rick Adelman, þjálfari Sacramento. Atkvæðamestir í liði Sacramento:Peja Stojakovic 38 stig, Mike Bibby 35 stig (10 stoðs), Brad Miller 14 stig (11 stoðs, 6 frák), Maurice Evans 13 stig, Kenny Thomas 7 stig (6 frák), Cuttino Mobley 6 stig.Atkvæðamestir í liði Seattle:Ray Allen 30 stig (6 stoðs) Rashard Lewis 24 stig (7 frák), Nick Collison 15 stig (9 frák), Antonio Daniels 14 stig (8 stoðs), Jerome James 11 stig (6 frák), Reggie Evans 10 stig, Luke Ridnour 10 stig (6 stoðs, 6 frák), Vladimir Radmanovic 6 stig. NBA Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Sjá meira
Ray Allen hjá Seattle vildi ekki þurfa að fara aftur til Sacramento og leika fyrir framan óða áhorfendur þeirra. Það sást á leik hans og félaga hans í gær, þegar þeir slógu Sacramento úr keppni með 122-118 sigri, þrátt fyrir hetjulega baráttu gestanna frá Kaliforníu. Allen skoraði 30 stig í leiknum í nótt, en fékk næga hjálp frá félögum sínum í liði Seattle, sem nú er komið áfram í aðra umferð í fyrsta sinn síðan 1998 og mætir sigurvegaranum úr viðureign San Antonio og Denver. Mike Bibby lék vel fyrir Sacramento í gær og Peja Stojakovic skreið aldrei þessu vant úr felum og spilaði eins og hann getur best, en það nægði Sacramento ekki og þeir eru komnir í sumarfrí. "Við þurftum á framlagi alls liðsins að halda," sagði Nate McMillan, þjálfari Seattle. "Við vissum ekki hvaða herbragði þeir myndu beita til að halda aftur af Ray Allen og Rashard Lewis, svo að varamenn okkar stóðu sig með prýði og hjálpuðu okkur að vinna. "Einhver varð að tapa þessu einvígi og ég er ekki sáttur við að það skyldi vera okkar lið," sagði Mike Bibby. Sacramento lék hálfan leikinn án Cuttino Mobley, sem meiddist og þurfti að fara af velli. "Það er ekki hægt að einblína á tölur einstaka leikmanna, við töðuðum einvíginu. Við verðum að hrósa þeim. Þeir komu til Sacramento og stálu einum sigri, það nægði þeim," sagði Stojakovic, sem enn eitt árið olli liði sínu sárum vonbrigðum í úrslitakeppninni. "Strákarnir léku vel. Við vildum reyna að vera áræðnir í sóknarleiknum, en það var vörnin sem klikkaði. Við náðum aldrei að stöðva sóknarleik þeirra," sagði Rick Adelman, þjálfari Sacramento. Atkvæðamestir í liði Sacramento:Peja Stojakovic 38 stig, Mike Bibby 35 stig (10 stoðs), Brad Miller 14 stig (11 stoðs, 6 frák), Maurice Evans 13 stig, Kenny Thomas 7 stig (6 frák), Cuttino Mobley 6 stig.Atkvæðamestir í liði Seattle:Ray Allen 30 stig (6 stoðs) Rashard Lewis 24 stig (7 frák), Nick Collison 15 stig (9 frák), Antonio Daniels 14 stig (8 stoðs), Jerome James 11 stig (6 frák), Reggie Evans 10 stig, Luke Ridnour 10 stig (6 stoðs, 6 frák), Vladimir Radmanovic 6 stig.
NBA Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Sjá meira