Seattle 4 - Sacramento 1 4. maí 2005 00:01 Ray Allen hjá Seattle vildi ekki þurfa að fara aftur til Sacramento og leika fyrir framan óða áhorfendur þeirra. Það sást á leik hans og félaga hans í gær, þegar þeir slógu Sacramento úr keppni með 122-118 sigri, þrátt fyrir hetjulega baráttu gestanna frá Kaliforníu. Allen skoraði 30 stig í leiknum í nótt, en fékk næga hjálp frá félögum sínum í liði Seattle, sem nú er komið áfram í aðra umferð í fyrsta sinn síðan 1998 og mætir sigurvegaranum úr viðureign San Antonio og Denver. Mike Bibby lék vel fyrir Sacramento í gær og Peja Stojakovic skreið aldrei þessu vant úr felum og spilaði eins og hann getur best, en það nægði Sacramento ekki og þeir eru komnir í sumarfrí. "Við þurftum á framlagi alls liðsins að halda," sagði Nate McMillan, þjálfari Seattle. "Við vissum ekki hvaða herbragði þeir myndu beita til að halda aftur af Ray Allen og Rashard Lewis, svo að varamenn okkar stóðu sig með prýði og hjálpuðu okkur að vinna. "Einhver varð að tapa þessu einvígi og ég er ekki sáttur við að það skyldi vera okkar lið," sagði Mike Bibby. Sacramento lék hálfan leikinn án Cuttino Mobley, sem meiddist og þurfti að fara af velli. "Það er ekki hægt að einblína á tölur einstaka leikmanna, við töðuðum einvíginu. Við verðum að hrósa þeim. Þeir komu til Sacramento og stálu einum sigri, það nægði þeim," sagði Stojakovic, sem enn eitt árið olli liði sínu sárum vonbrigðum í úrslitakeppninni. "Strákarnir léku vel. Við vildum reyna að vera áræðnir í sóknarleiknum, en það var vörnin sem klikkaði. Við náðum aldrei að stöðva sóknarleik þeirra," sagði Rick Adelman, þjálfari Sacramento. Atkvæðamestir í liði Sacramento:Peja Stojakovic 38 stig, Mike Bibby 35 stig (10 stoðs), Brad Miller 14 stig (11 stoðs, 6 frák), Maurice Evans 13 stig, Kenny Thomas 7 stig (6 frák), Cuttino Mobley 6 stig.Atkvæðamestir í liði Seattle:Ray Allen 30 stig (6 stoðs) Rashard Lewis 24 stig (7 frák), Nick Collison 15 stig (9 frák), Antonio Daniels 14 stig (8 stoðs), Jerome James 11 stig (6 frák), Reggie Evans 10 stig, Luke Ridnour 10 stig (6 stoðs, 6 frák), Vladimir Radmanovic 6 stig. NBA Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
Ray Allen hjá Seattle vildi ekki þurfa að fara aftur til Sacramento og leika fyrir framan óða áhorfendur þeirra. Það sást á leik hans og félaga hans í gær, þegar þeir slógu Sacramento úr keppni með 122-118 sigri, þrátt fyrir hetjulega baráttu gestanna frá Kaliforníu. Allen skoraði 30 stig í leiknum í nótt, en fékk næga hjálp frá félögum sínum í liði Seattle, sem nú er komið áfram í aðra umferð í fyrsta sinn síðan 1998 og mætir sigurvegaranum úr viðureign San Antonio og Denver. Mike Bibby lék vel fyrir Sacramento í gær og Peja Stojakovic skreið aldrei þessu vant úr felum og spilaði eins og hann getur best, en það nægði Sacramento ekki og þeir eru komnir í sumarfrí. "Við þurftum á framlagi alls liðsins að halda," sagði Nate McMillan, þjálfari Seattle. "Við vissum ekki hvaða herbragði þeir myndu beita til að halda aftur af Ray Allen og Rashard Lewis, svo að varamenn okkar stóðu sig með prýði og hjálpuðu okkur að vinna. "Einhver varð að tapa þessu einvígi og ég er ekki sáttur við að það skyldi vera okkar lið," sagði Mike Bibby. Sacramento lék hálfan leikinn án Cuttino Mobley, sem meiddist og þurfti að fara af velli. "Það er ekki hægt að einblína á tölur einstaka leikmanna, við töðuðum einvíginu. Við verðum að hrósa þeim. Þeir komu til Sacramento og stálu einum sigri, það nægði þeim," sagði Stojakovic, sem enn eitt árið olli liði sínu sárum vonbrigðum í úrslitakeppninni. "Strákarnir léku vel. Við vildum reyna að vera áræðnir í sóknarleiknum, en það var vörnin sem klikkaði. Við náðum aldrei að stöðva sóknarleik þeirra," sagði Rick Adelman, þjálfari Sacramento. Atkvæðamestir í liði Sacramento:Peja Stojakovic 38 stig, Mike Bibby 35 stig (10 stoðs), Brad Miller 14 stig (11 stoðs, 6 frák), Maurice Evans 13 stig, Kenny Thomas 7 stig (6 frák), Cuttino Mobley 6 stig.Atkvæðamestir í liði Seattle:Ray Allen 30 stig (6 stoðs) Rashard Lewis 24 stig (7 frák), Nick Collison 15 stig (9 frák), Antonio Daniels 14 stig (8 stoðs), Jerome James 11 stig (6 frák), Reggie Evans 10 stig, Luke Ridnour 10 stig (6 stoðs, 6 frák), Vladimir Radmanovic 6 stig.
NBA Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira