San Antonio 4 - Denver 1 5. maí 2005 00:01 San Antonio Spurs virkuðu dálítið þreyttir, en þeir kláruðu engu að síður verkefnið og hafa slegið lið Denver Nuggets út úr keppni 4-1. eftir 99-89 sigur á heimavelli sínum í nótt. Eftir að hafa tapað fyrsta leiknum í rimmu liðanna, voru margir á því að Denver myndi slá Spurs úr keppni, en fyrrum meistararnir létu ekki eitt tap fara með sig út af laginu og sýndu með fjórum sigurleikjum í röð, að þeir voru einfaldlega með sterkara lið. Spurs mæta nú Seattle Supersonics í næstu umferð úrslitakeppninnar. Sigur San Antonio í nótt var ekki stór og Denver hafði meira að segja forystu á tíma í þriðja leikhlutanum. Leikmenn San Antonio eru hinsvegar reyndir og varamennirnir Robert Horry og Glenn Robinson gerðu út um leikinn á lokakaflanum með góðum rispum. "Ég ætla nú bara að njóta þessa sigurs í kvöld," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio. "Það verður nægur tími til að hugsa um Seattle á morgun." "Mér fannst þessi leikur vera að þróast dálítið eins og fyrsti leikurinn. Við vorum bara að skiptast á körfum við þá, en svo náðum við nokkrum stoppum í vörninni og þá kom þetta," sagði Robert Horry hjá San Antonio, sem lék vel í sínum 180. leik í úrslitakeppninni á ferlinum og hann er nú jafnhliða Dennis Johnson hjá Boston í níunda sæti yfir þá leikmenn sem hafa leikið flesta leiki í úrslitakeppninni. Horry hefur unnið fimm meistaratitla á ferlinum, tvo með Houston og þrjá með Los Angeles Lakers, sem gerir hann að sigursælasta leikmanni sem spilar í deildinni í dag. Atkvæðamestir hjá Denver:Carmelo Anthony 25 stig, Andre Miller 16 stig (7 frák, 6 stoðs), Kenyon Martin 14 stig (6 frák), Earl Boykins 14 stig, Nene Hilario 11 stig, Marcus Camby 6 stig (10 frák).Atkvæðamestir hjá San Antonio:Tony Parker 21 stig (7 stoðs), Tim Duncan 18 stig (11 frák, 5 stoðs, 5 varin), Manu Ginobili 18 stig (9 frák), Robert Horry 17 stig, Glenn Robinson 7 stig. NBA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Þróttur | Sjóðheitir gestir í Fjarðabyggð Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Sjá meira
San Antonio Spurs virkuðu dálítið þreyttir, en þeir kláruðu engu að síður verkefnið og hafa slegið lið Denver Nuggets út úr keppni 4-1. eftir 99-89 sigur á heimavelli sínum í nótt. Eftir að hafa tapað fyrsta leiknum í rimmu liðanna, voru margir á því að Denver myndi slá Spurs úr keppni, en fyrrum meistararnir létu ekki eitt tap fara með sig út af laginu og sýndu með fjórum sigurleikjum í röð, að þeir voru einfaldlega með sterkara lið. Spurs mæta nú Seattle Supersonics í næstu umferð úrslitakeppninnar. Sigur San Antonio í nótt var ekki stór og Denver hafði meira að segja forystu á tíma í þriðja leikhlutanum. Leikmenn San Antonio eru hinsvegar reyndir og varamennirnir Robert Horry og Glenn Robinson gerðu út um leikinn á lokakaflanum með góðum rispum. "Ég ætla nú bara að njóta þessa sigurs í kvöld," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio. "Það verður nægur tími til að hugsa um Seattle á morgun." "Mér fannst þessi leikur vera að þróast dálítið eins og fyrsti leikurinn. Við vorum bara að skiptast á körfum við þá, en svo náðum við nokkrum stoppum í vörninni og þá kom þetta," sagði Robert Horry hjá San Antonio, sem lék vel í sínum 180. leik í úrslitakeppninni á ferlinum og hann er nú jafnhliða Dennis Johnson hjá Boston í níunda sæti yfir þá leikmenn sem hafa leikið flesta leiki í úrslitakeppninni. Horry hefur unnið fimm meistaratitla á ferlinum, tvo með Houston og þrjá með Los Angeles Lakers, sem gerir hann að sigursælasta leikmanni sem spilar í deildinni í dag. Atkvæðamestir hjá Denver:Carmelo Anthony 25 stig, Andre Miller 16 stig (7 frák, 6 stoðs), Kenyon Martin 14 stig (6 frák), Earl Boykins 14 stig, Nene Hilario 11 stig, Marcus Camby 6 stig (10 frák).Atkvæðamestir hjá San Antonio:Tony Parker 21 stig (7 stoðs), Tim Duncan 18 stig (11 frák, 5 stoðs, 5 varin), Manu Ginobili 18 stig (9 frák), Robert Horry 17 stig, Glenn Robinson 7 stig.
NBA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Þróttur | Sjóðheitir gestir í Fjarðabyggð Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Sjá meira