San Antonio 4 - Denver 1 5. maí 2005 00:01 San Antonio Spurs virkuðu dálítið þreyttir, en þeir kláruðu engu að síður verkefnið og hafa slegið lið Denver Nuggets út úr keppni 4-1. eftir 99-89 sigur á heimavelli sínum í nótt. Eftir að hafa tapað fyrsta leiknum í rimmu liðanna, voru margir á því að Denver myndi slá Spurs úr keppni, en fyrrum meistararnir létu ekki eitt tap fara með sig út af laginu og sýndu með fjórum sigurleikjum í röð, að þeir voru einfaldlega með sterkara lið. Spurs mæta nú Seattle Supersonics í næstu umferð úrslitakeppninnar. Sigur San Antonio í nótt var ekki stór og Denver hafði meira að segja forystu á tíma í þriðja leikhlutanum. Leikmenn San Antonio eru hinsvegar reyndir og varamennirnir Robert Horry og Glenn Robinson gerðu út um leikinn á lokakaflanum með góðum rispum. "Ég ætla nú bara að njóta þessa sigurs í kvöld," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio. "Það verður nægur tími til að hugsa um Seattle á morgun." "Mér fannst þessi leikur vera að þróast dálítið eins og fyrsti leikurinn. Við vorum bara að skiptast á körfum við þá, en svo náðum við nokkrum stoppum í vörninni og þá kom þetta," sagði Robert Horry hjá San Antonio, sem lék vel í sínum 180. leik í úrslitakeppninni á ferlinum og hann er nú jafnhliða Dennis Johnson hjá Boston í níunda sæti yfir þá leikmenn sem hafa leikið flesta leiki í úrslitakeppninni. Horry hefur unnið fimm meistaratitla á ferlinum, tvo með Houston og þrjá með Los Angeles Lakers, sem gerir hann að sigursælasta leikmanni sem spilar í deildinni í dag. Atkvæðamestir hjá Denver:Carmelo Anthony 25 stig, Andre Miller 16 stig (7 frák, 6 stoðs), Kenyon Martin 14 stig (6 frák), Earl Boykins 14 stig, Nene Hilario 11 stig, Marcus Camby 6 stig (10 frák).Atkvæðamestir hjá San Antonio:Tony Parker 21 stig (7 stoðs), Tim Duncan 18 stig (11 frák, 5 stoðs, 5 varin), Manu Ginobili 18 stig (9 frák), Robert Horry 17 stig, Glenn Robinson 7 stig. NBA Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Sjá meira
San Antonio Spurs virkuðu dálítið þreyttir, en þeir kláruðu engu að síður verkefnið og hafa slegið lið Denver Nuggets út úr keppni 4-1. eftir 99-89 sigur á heimavelli sínum í nótt. Eftir að hafa tapað fyrsta leiknum í rimmu liðanna, voru margir á því að Denver myndi slá Spurs úr keppni, en fyrrum meistararnir létu ekki eitt tap fara með sig út af laginu og sýndu með fjórum sigurleikjum í röð, að þeir voru einfaldlega með sterkara lið. Spurs mæta nú Seattle Supersonics í næstu umferð úrslitakeppninnar. Sigur San Antonio í nótt var ekki stór og Denver hafði meira að segja forystu á tíma í þriðja leikhlutanum. Leikmenn San Antonio eru hinsvegar reyndir og varamennirnir Robert Horry og Glenn Robinson gerðu út um leikinn á lokakaflanum með góðum rispum. "Ég ætla nú bara að njóta þessa sigurs í kvöld," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio. "Það verður nægur tími til að hugsa um Seattle á morgun." "Mér fannst þessi leikur vera að þróast dálítið eins og fyrsti leikurinn. Við vorum bara að skiptast á körfum við þá, en svo náðum við nokkrum stoppum í vörninni og þá kom þetta," sagði Robert Horry hjá San Antonio, sem lék vel í sínum 180. leik í úrslitakeppninni á ferlinum og hann er nú jafnhliða Dennis Johnson hjá Boston í níunda sæti yfir þá leikmenn sem hafa leikið flesta leiki í úrslitakeppninni. Horry hefur unnið fimm meistaratitla á ferlinum, tvo með Houston og þrjá með Los Angeles Lakers, sem gerir hann að sigursælasta leikmanni sem spilar í deildinni í dag. Atkvæðamestir hjá Denver:Carmelo Anthony 25 stig, Andre Miller 16 stig (7 frák, 6 stoðs), Kenyon Martin 14 stig (6 frák), Earl Boykins 14 stig, Nene Hilario 11 stig, Marcus Camby 6 stig (10 frák).Atkvæðamestir hjá San Antonio:Tony Parker 21 stig (7 stoðs), Tim Duncan 18 stig (11 frák, 5 stoðs, 5 varin), Manu Ginobili 18 stig (9 frák), Robert Horry 17 stig, Glenn Robinson 7 stig.
NBA Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Sjá meira