Þörf á varanlegri lausn 10. maí 2005 00:01 Hjúkrunarfræðingur sem starfaði á geðdeild Landspítalans telur samfélaginu stafa hætta af sjúku fólki sem útskrifað hefur verið af geðdeild. Lögreglan í Reykjavík segir úrbóta þörf því oft lendi lögreglumenn í hættu í samskiptum við veikt fólk sem þurfi varanlegri lausn á sínum vanda en vist í fangaklefa. Hjúkrunarfræðingurinn sem starfaði á geðdeild Landspítalans segir að sjúklingarnir sem voru mest veikir, þ.e. þeir hættulegu, hafi að hennar mati, ekki fengið þá meðferð sem þeir þarfnist. Starfsfólkið hafi óttast þá á meðan þeir voru á deildinni. Hjúkrunarfræðingurinn hætti störfum á geðdeildinni vegna óánægju með úrræðaleysi kerfisins. Hún segir það einungis tímaspursmál hvenær þessir bráðveiku og hættulegu einstaklingar valdi stórkostlegum skaða. Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir að lögreglan hafi oft afskipti af einstaklingum sem séu veikir á geði. Yfirleitt sé farið með þá á geðdeild Landspítalans en ekki sé alltaf tekið við þeim. Karl segir að mismunandi skoðanir séu á því innan kerfisins hvað teljist hættulegir einstaklingar. Aðalatriðið sé að finna lausn. Einungis þurfi að horfa til atburða undanfarið til að sjá hve málið er alvarlegt. Þeir sem koma að umönnun geðsjúkra segja að um tuttugu manns sem telja megi hættulegt fái ekki viðeigandi meðferð og gangi því lausir. Karl Steinar segir að lögreglan hafi afskipti af sömu einstaklingum aftur og aftur þannig að út frá sjónarhóli lögreglunnar virðist þurfa ansi mikið til til þess að það sé fundin varanleg lausn þeim vanda sem einstaklingar glíma við. Aðspurður hvort lögreglumenn hafi lent í aðstæðum sem séu beinlínis hættulegar þegar þeir hafi nálgast geðsjúka menn segir Karl Steinar að það hafi þeir gert, ekki sé hægt að leyna því. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Sjá meira
Hjúkrunarfræðingur sem starfaði á geðdeild Landspítalans telur samfélaginu stafa hætta af sjúku fólki sem útskrifað hefur verið af geðdeild. Lögreglan í Reykjavík segir úrbóta þörf því oft lendi lögreglumenn í hættu í samskiptum við veikt fólk sem þurfi varanlegri lausn á sínum vanda en vist í fangaklefa. Hjúkrunarfræðingurinn sem starfaði á geðdeild Landspítalans segir að sjúklingarnir sem voru mest veikir, þ.e. þeir hættulegu, hafi að hennar mati, ekki fengið þá meðferð sem þeir þarfnist. Starfsfólkið hafi óttast þá á meðan þeir voru á deildinni. Hjúkrunarfræðingurinn hætti störfum á geðdeildinni vegna óánægju með úrræðaleysi kerfisins. Hún segir það einungis tímaspursmál hvenær þessir bráðveiku og hættulegu einstaklingar valdi stórkostlegum skaða. Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir að lögreglan hafi oft afskipti af einstaklingum sem séu veikir á geði. Yfirleitt sé farið með þá á geðdeild Landspítalans en ekki sé alltaf tekið við þeim. Karl segir að mismunandi skoðanir séu á því innan kerfisins hvað teljist hættulegir einstaklingar. Aðalatriðið sé að finna lausn. Einungis þurfi að horfa til atburða undanfarið til að sjá hve málið er alvarlegt. Þeir sem koma að umönnun geðsjúkra segja að um tuttugu manns sem telja megi hættulegt fái ekki viðeigandi meðferð og gangi því lausir. Karl Steinar segir að lögreglan hafi afskipti af sömu einstaklingum aftur og aftur þannig að út frá sjónarhóli lögreglunnar virðist þurfa ansi mikið til til þess að það sé fundin varanleg lausn þeim vanda sem einstaklingar glíma við. Aðspurður hvort lögreglumenn hafi lent í aðstæðum sem séu beinlínis hættulegar þegar þeir hafi nálgast geðsjúka menn segir Karl Steinar að það hafi þeir gert, ekki sé hægt að leyna því.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Sjá meira