D´Antoni þjálfari ársins í NBA 11. maí 2005 00:01 Mike D´Antoni, þjálfari Phoenix Suns, var í gær valinn þjálfari ársins í NBA-körfuboltanum. D´Antoni fékk 326 atkvæði frá íþróttafréttamönnum en Rick Carlisle hjá Indiana 241 atkvæði. Þriðji í kjörinu varð Nate McMillan, þjálfari Seattle. Það kom fáum á óvart að D´Antoni skyldi verða fyrir valinu í ár, því hann stýrði liði Phoenix til eins mesta viðsnúnings í sögu NBA. Phoenix varð efst alla liða í deildinni í ár með 62 sigra og 20 töp, en það var 33 leikja viðsnúningur frá tímabilinu á undan. Mestu munaði um komu þeirra Steve Nash og Quentin Richardson, en D´Antoni skipti algerlega um leikstíl þegar leikstjórnandinn Nash gekk til liðs við félagið og skilaboðin voru einföld. Keyrum upp hraðann. Þessi leikstíll liðsins gekk fullkomlega upp og liðið skoraði allra liða mest í vetur, eða 110 stig að meðaltali, sem er það hæsta í mörg ár í deildinni. Efasemdamenn blésu á þessa leikaðferð og sögðu liðið aldrei geta náð árangri í úrslitakeppninni með stórskotalið sitt, en annað hefur komið á daginn. Phoenix hefur spilað liða skemmtilegasta boltann í vetur og ekki er ólíklegt að önnur lið muni reyna þessa leikaðferð næsta vetur. D´Antoni segist einfaldlega treysta leikmönnum sínum og leyfir þeim að hafa mikið að segja um leikaðferð liðsins og telur það nýta styrk þess best. Þetta hefur líka gert það að verkum að hann hefur ótakmarkaða virðingu leikmanna sinna, sem elska að spila fyrir hann og leggja sig alltaf alla fram á vellinum. NBA Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Sjá meira
Mike D´Antoni, þjálfari Phoenix Suns, var í gær valinn þjálfari ársins í NBA-körfuboltanum. D´Antoni fékk 326 atkvæði frá íþróttafréttamönnum en Rick Carlisle hjá Indiana 241 atkvæði. Þriðji í kjörinu varð Nate McMillan, þjálfari Seattle. Það kom fáum á óvart að D´Antoni skyldi verða fyrir valinu í ár, því hann stýrði liði Phoenix til eins mesta viðsnúnings í sögu NBA. Phoenix varð efst alla liða í deildinni í ár með 62 sigra og 20 töp, en það var 33 leikja viðsnúningur frá tímabilinu á undan. Mestu munaði um komu þeirra Steve Nash og Quentin Richardson, en D´Antoni skipti algerlega um leikstíl þegar leikstjórnandinn Nash gekk til liðs við félagið og skilaboðin voru einföld. Keyrum upp hraðann. Þessi leikstíll liðsins gekk fullkomlega upp og liðið skoraði allra liða mest í vetur, eða 110 stig að meðaltali, sem er það hæsta í mörg ár í deildinni. Efasemdamenn blésu á þessa leikaðferð og sögðu liðið aldrei geta náð árangri í úrslitakeppninni með stórskotalið sitt, en annað hefur komið á daginn. Phoenix hefur spilað liða skemmtilegasta boltann í vetur og ekki er ólíklegt að önnur lið muni reyna þessa leikaðferð næsta vetur. D´Antoni segist einfaldlega treysta leikmönnum sínum og leyfir þeim að hafa mikið að segja um leikaðferð liðsins og telur það nýta styrk þess best. Þetta hefur líka gert það að verkum að hann hefur ótakmarkaða virðingu leikmanna sinna, sem elska að spila fyrir hann og leggja sig alltaf alla fram á vellinum.
NBA Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Sjá meira