Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Valur Páll Eiríksson skrifar 12. júlí 2025 11:01 Rúnar Kristinsson hefur mátt brosa yfir gengi Framara undanfarið. Hann er spenntur fyrir undanúrslitaleik dagsins. Vísir / Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var að störfum við að ferja leikmenn liðsins frá flugvellinum á Ísafirði á hótel Framara í miðbænum þegar Vísir náði tali af honum á ellefta tímanum í morgun. Fram mætir Vestra í undanúrslitum Mjólkurbikars karla í dag. „Liðið var að lenda á Ísafirði eftir flug frá Reykjavík í morgun, svo er það smá göngutúr áður en við hittumst á hótelinu, borðum um ellefu leytið svo förum við upp á völl og undirbúum okkur fyrir leikinn. Þetta er allt saman bara mjög þægilegt og gott,“ segir Rúnar í samtali við Vísi. Hann kom sjálfur vestur í gær. „Ég fór af stað í gær, það var ekki nóg af sætum í vélinni fyrir okkur. Ég fórnaði mér í þetta, fór hérna í gærkvöldi og gisti og tók út staðinn. Það var voða notalegt, fallegt hérna og gott veður. Það verður glæsilegt að spila hérna í dag í fallegu veðri og vonandi verður fullt af fólki.“ Fram hefur ekki farið í bikarúrslit síðan árið 2013 og fáir í liðinu farið svo langt í keppninni. Rúnar sjálfur þekkir vel til, hafandi stýrt KR til bikartitils í þrígang; 2011, 2012 og 2014. Aðspurður um hvort sérstök stemning hafi verið á æfingum í vikunni segir Rúnar: „Auðvitað held ég að það sé mikil tilhlökkun í leikmönnum en við höfum reynt að halda spennustiginu niðri. Eðlilega er mikil spenna í hópnum þegar menn eiga möguleika á því að fara í bikarúrslit, þeir eru fáir sem hafa tekið þátt í bikarúrslitaleik á Laugardalsvellinum. Það er draumur okkar og þessara drengja að koma Fram aftur í bikarúrslit.“ Framarar hafa verið á góðum skriði í Bestu deildinni og sitja í fjórða sæti, Vestramenn hafa aftur á móti tapað fjórum af síðustu fimm og gengið brösuglega undanfarið eftir góða byrjun. En hefur það áhrif í dag? „Ég held það ekki. Maður hefur oft stillt því upp þannig að þetta er nýtt mót og nýir möguleikar. Það eru bara ein úrslit sem koma þér áfram, það er bara sigur. Bikarkeppnin er skemmtileg hvað það varðar að þú færð bara eitt tækifæri í hvert skipti,“ segir Rúnar. Vestri og Fram mætast klukkan 14:00 í dag. Leikurinn verður sýndur á RÚV en lýst beint hér á Vísi. Fram Vestri Mjólkurbikar karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira
„Liðið var að lenda á Ísafirði eftir flug frá Reykjavík í morgun, svo er það smá göngutúr áður en við hittumst á hótelinu, borðum um ellefu leytið svo förum við upp á völl og undirbúum okkur fyrir leikinn. Þetta er allt saman bara mjög þægilegt og gott,“ segir Rúnar í samtali við Vísi. Hann kom sjálfur vestur í gær. „Ég fór af stað í gær, það var ekki nóg af sætum í vélinni fyrir okkur. Ég fórnaði mér í þetta, fór hérna í gærkvöldi og gisti og tók út staðinn. Það var voða notalegt, fallegt hérna og gott veður. Það verður glæsilegt að spila hérna í dag í fallegu veðri og vonandi verður fullt af fólki.“ Fram hefur ekki farið í bikarúrslit síðan árið 2013 og fáir í liðinu farið svo langt í keppninni. Rúnar sjálfur þekkir vel til, hafandi stýrt KR til bikartitils í þrígang; 2011, 2012 og 2014. Aðspurður um hvort sérstök stemning hafi verið á æfingum í vikunni segir Rúnar: „Auðvitað held ég að það sé mikil tilhlökkun í leikmönnum en við höfum reynt að halda spennustiginu niðri. Eðlilega er mikil spenna í hópnum þegar menn eiga möguleika á því að fara í bikarúrslit, þeir eru fáir sem hafa tekið þátt í bikarúrslitaleik á Laugardalsvellinum. Það er draumur okkar og þessara drengja að koma Fram aftur í bikarúrslit.“ Framarar hafa verið á góðum skriði í Bestu deildinni og sitja í fjórða sæti, Vestramenn hafa aftur á móti tapað fjórum af síðustu fimm og gengið brösuglega undanfarið eftir góða byrjun. En hefur það áhrif í dag? „Ég held það ekki. Maður hefur oft stillt því upp þannig að þetta er nýtt mót og nýir möguleikar. Það eru bara ein úrslit sem koma þér áfram, það er bara sigur. Bikarkeppnin er skemmtileg hvað það varðar að þú færð bara eitt tækifæri í hvert skipti,“ segir Rúnar. Vestri og Fram mætast klukkan 14:00 í dag. Leikurinn verður sýndur á RÚV en lýst beint hér á Vísi.
Fram Vestri Mjólkurbikar karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira