Í mál við ríkið vegna eignaupptöku 11. maí 2005 00:01 Hópur manna, sem eiga og reka félög sem stunda fasteignasölu á almennum markaði, hefur falið lögmanni sínum að höfða mál á hendur ríkinu vegna ákvæða í nýjum lögum um fasteignasölur. Þá hefur lögmaðurinn sent erindi fyrir hönd hópsins til Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra og allherjarnefndar Alþingis. "Í erindinu var kvartað yfir tilteknum ákvæðum í lögunum," sagði Halldór H. Backman hæstaréttarlögmaður, sem fer með mál hópsins. "Um var að ræða eignarréttarákvæði laganna, svo og gildistöku ákvæðis um löggildingu. Síðarnefnda ákvæðið átti að taka gildi áður en mönnum var mögulegt að ljúka réttindaöflun. Leyst var úr því með bráðabirgðaákvæði um daginn og þeim veitt undanþága um eignarráð sem eru á námskeiði til öflunar löggildingarréttinda." Halldór sagði, að vandi vegna löggildingarkröfunnar væri þó ekki leystur hvað alla umbjóðendur sína varðaði. Sumir hverjir hefðu starfað að fasteignasölu um árabil, en uppfylltu nú ekki inntökuskilyrði, til að mynda um stúdentspróf. "Hitt er öllu alvarlegra, að ákvæði laganna um eignarráð fela í sér raunverulega eignaupptöku að mati umbjóðenda minna, því í umræddu ákvæði segir, að sé "...fasteignasala stunduð í nafni félags og skal þá fasteignasalinn eiga meiri hluta í því." Þetta þýðir að menn sem hafa eignast og rekið fasteignasölu um lengri eða skemmri tíma verða að selja fyrirtæki sitt," sagði Halldór. "Þó svo menn hefðu tök á því að afla sér réttinda til að mega eiga fyrirtækið, þá er hlutaféð sem slíkt orðið nánast verðlaust vegna þessara takmarkana á eignarhaldi. Með öðrum orðum, það er ekki hægt að selja þetta hverjum sem er eftir gildistöku laganna. Það er ólögmætt og brot á stjórnarskránni að svipta menn rétti sem þeir hafa aflað sér, en slík svipting kristallast einmitt í lögunum gagnvart umbjóðendum mínum." Halldór kvaðst vera að undurbúa málssókn á hendur ríkinu fyrir hönd hópsins. Þar yrði gerð krafa um að ofangreind ákvæði lagananna yrðu dæmd ólögmæt með hliðsjón af stjórnarskránni. Til vara yrði fallist á bótaskyldu ríkisins á grundvelli stjórnarskrárinnar, þar sem um væri að ræða brot á ákvæðum hennar um eignarrétt og atvinnufrelsi. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
Hópur manna, sem eiga og reka félög sem stunda fasteignasölu á almennum markaði, hefur falið lögmanni sínum að höfða mál á hendur ríkinu vegna ákvæða í nýjum lögum um fasteignasölur. Þá hefur lögmaðurinn sent erindi fyrir hönd hópsins til Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra og allherjarnefndar Alþingis. "Í erindinu var kvartað yfir tilteknum ákvæðum í lögunum," sagði Halldór H. Backman hæstaréttarlögmaður, sem fer með mál hópsins. "Um var að ræða eignarréttarákvæði laganna, svo og gildistöku ákvæðis um löggildingu. Síðarnefnda ákvæðið átti að taka gildi áður en mönnum var mögulegt að ljúka réttindaöflun. Leyst var úr því með bráðabirgðaákvæði um daginn og þeim veitt undanþága um eignarráð sem eru á námskeiði til öflunar löggildingarréttinda." Halldór sagði, að vandi vegna löggildingarkröfunnar væri þó ekki leystur hvað alla umbjóðendur sína varðaði. Sumir hverjir hefðu starfað að fasteignasölu um árabil, en uppfylltu nú ekki inntökuskilyrði, til að mynda um stúdentspróf. "Hitt er öllu alvarlegra, að ákvæði laganna um eignarráð fela í sér raunverulega eignaupptöku að mati umbjóðenda minna, því í umræddu ákvæði segir, að sé "...fasteignasala stunduð í nafni félags og skal þá fasteignasalinn eiga meiri hluta í því." Þetta þýðir að menn sem hafa eignast og rekið fasteignasölu um lengri eða skemmri tíma verða að selja fyrirtæki sitt," sagði Halldór. "Þó svo menn hefðu tök á því að afla sér réttinda til að mega eiga fyrirtækið, þá er hlutaféð sem slíkt orðið nánast verðlaust vegna þessara takmarkana á eignarhaldi. Með öðrum orðum, það er ekki hægt að selja þetta hverjum sem er eftir gildistöku laganna. Það er ólögmætt og brot á stjórnarskránni að svipta menn rétti sem þeir hafa aflað sér, en slík svipting kristallast einmitt í lögunum gagnvart umbjóðendum mínum." Halldór kvaðst vera að undurbúa málssókn á hendur ríkinu fyrir hönd hópsins. Þar yrði gerð krafa um að ofangreind ákvæði lagananna yrðu dæmd ólögmæt með hliðsjón af stjórnarskránni. Til vara yrði fallist á bótaskyldu ríkisins á grundvelli stjórnarskrárinnar, þar sem um væri að ræða brot á ákvæðum hennar um eignarrétt og atvinnufrelsi.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira