Phoenix 1 - Dallas 1 12. maí 2005 00:01 Eftir stórsigur Phoenix í fyrsta leik liðanna, voru margir á því að lið Dallas ætti ekki möguleika á að veita þeim keppni í seríunni. Dallas minnti þó rækilega á sig í nótt þegar þeir náðu að sigra í öðrum leiknum í Phoenix 108-106 og jafna metin, ekki síst fyrir góðan leik fyrrum leikmanns Phoenix. Dirk Nowitzki og Michael Finley hjá Dallas voru ekki á því að láta fara svo illa með sig annan leikinn í röð og léku vel í gær. Finley, sem lék sín fyrstu ár í deildinni með Phoenix Suns, var frábær í gær og skoraði 31 stig, auk þess að eiga ágætar rispur í vörninni gegn Amare Stoudemire hjá Suns sem fór mikinn í fyrsta leiknum. Þá var Nowitzki ekki síður mikilvægur á lokasprettinum og setti niður sigurkörfuna nokkrum sekúndum fyrir leikslok."Ég vildi helst ná að taka mitt uppáhalds skot við endalínuna þarna í restina og þó það hafi ekki litið glæsilega út, datt það og ég er mjög sáttur," sagði Þjóðverjinn. "Ég náði bara nokkrum opnum skotum af því félagar mínir voru að leika mig uppi. Ég nýtti bara þau tækifæri sem ég fékk," sagði Finley, sem er öllum hnútum kunnugur í Arizona. Joe Johnson, leikmaður Phoenix, þurfti að yfirgefa völlinn í fyrri hálfleik, eftir grófa villu frá Jerry Stackhouse. Johnson lenti nánast á andlitinu eftir árekstur þeirra og kom ekki meira við sögu í leiknum. Phoenix liðið er með ansi þunnan varamannabekk og má illa við að missa menn í meiðsli, en Johnson hefur ekki misst úr leik í deildinni í 2 ár. Eric Dampier, miðherji Dallas, var skammaður af liðsfélögum sínum eftir hörmulega frammistöðu í fyrsta leiknum, en var öllu sprækari í gær. Hinn dagfarsprúði Nowitzki var fremstur í flokki í gagnrýninni á hinn silalega Dampier, sem var fenginn til Dallas í fyrra fyrir peningana sem félagið hafði eftir að hafa skipt Steve Nash frá félaginu. Eins og svo oft áður í vetur, brást Dampier við gagnrýninni og lék vel. Atkvæðamestir í Dallas:Michael Finley 31 stig (6 frák, hitti úr 5 af 6 þriggja stiga skotum), Dirk Nowitzki 23 stig (12 frák), Erick Dampier 15 stig (12 frák), Jason Terry 12 stig, Josh Howard 10 stig, Marquis Daniels 9 stig (8 frák), Jerry Stackhouse 8 stig.Atkvæðamestir hjá Phoenix:Amare Stoudemire 30 stig (16 frák), Steve Nash 23 stig (13 stoðs), Shawn Marion 23 stig (15 frák, 6 varin), Quentin Richardson 12 stig (7 frák), Jimmy Jackson 9 stig (5 stolnir), Joe Johnson 8 stig. NBA Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
Eftir stórsigur Phoenix í fyrsta leik liðanna, voru margir á því að lið Dallas ætti ekki möguleika á að veita þeim keppni í seríunni. Dallas minnti þó rækilega á sig í nótt þegar þeir náðu að sigra í öðrum leiknum í Phoenix 108-106 og jafna metin, ekki síst fyrir góðan leik fyrrum leikmanns Phoenix. Dirk Nowitzki og Michael Finley hjá Dallas voru ekki á því að láta fara svo illa með sig annan leikinn í röð og léku vel í gær. Finley, sem lék sín fyrstu ár í deildinni með Phoenix Suns, var frábær í gær og skoraði 31 stig, auk þess að eiga ágætar rispur í vörninni gegn Amare Stoudemire hjá Suns sem fór mikinn í fyrsta leiknum. Þá var Nowitzki ekki síður mikilvægur á lokasprettinum og setti niður sigurkörfuna nokkrum sekúndum fyrir leikslok."Ég vildi helst ná að taka mitt uppáhalds skot við endalínuna þarna í restina og þó það hafi ekki litið glæsilega út, datt það og ég er mjög sáttur," sagði Þjóðverjinn. "Ég náði bara nokkrum opnum skotum af því félagar mínir voru að leika mig uppi. Ég nýtti bara þau tækifæri sem ég fékk," sagði Finley, sem er öllum hnútum kunnugur í Arizona. Joe Johnson, leikmaður Phoenix, þurfti að yfirgefa völlinn í fyrri hálfleik, eftir grófa villu frá Jerry Stackhouse. Johnson lenti nánast á andlitinu eftir árekstur þeirra og kom ekki meira við sögu í leiknum. Phoenix liðið er með ansi þunnan varamannabekk og má illa við að missa menn í meiðsli, en Johnson hefur ekki misst úr leik í deildinni í 2 ár. Eric Dampier, miðherji Dallas, var skammaður af liðsfélögum sínum eftir hörmulega frammistöðu í fyrsta leiknum, en var öllu sprækari í gær. Hinn dagfarsprúði Nowitzki var fremstur í flokki í gagnrýninni á hinn silalega Dampier, sem var fenginn til Dallas í fyrra fyrir peningana sem félagið hafði eftir að hafa skipt Steve Nash frá félaginu. Eins og svo oft áður í vetur, brást Dampier við gagnrýninni og lék vel. Atkvæðamestir í Dallas:Michael Finley 31 stig (6 frák, hitti úr 5 af 6 þriggja stiga skotum), Dirk Nowitzki 23 stig (12 frák), Erick Dampier 15 stig (12 frák), Jason Terry 12 stig, Josh Howard 10 stig, Marquis Daniels 9 stig (8 frák), Jerry Stackhouse 8 stig.Atkvæðamestir hjá Phoenix:Amare Stoudemire 30 stig (16 frák), Steve Nash 23 stig (13 stoðs), Shawn Marion 23 stig (15 frák, 6 varin), Quentin Richardson 12 stig (7 frák), Jimmy Jackson 9 stig (5 stolnir), Joe Johnson 8 stig.
NBA Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira