Eurovision 2005 - Dagur 1 - Eldglæringar Pjetur Sigurðsson skrifar 12. maí 2005 08:00 Lokaundirbúningur að þátttöku Íslands í Eurovision er hafinn. Íslenska liðið er komið til Úkraínu og ég með. Hópurinn sem telur hátt á annan tuga manna eyddi deginum í gær í að komast á áfangastað, en það gekk þó ekki áfallalaust. Fall er fararheill, eins og máltækið segir og vonandi á það við um ferð Selmu Björnsdóttur og félaga á Eurovision sem haldin verður í Kænugarði í Úkraínu í næstu viku. Ferð íslensku sendinefndarinnar og undirritaðs sem viðhengi í formi blaðamanns og ljósmyndara 365 prentmiðla, var ekki gömul þegar eldingu laust niður í 757 Boeing flugvél Flugleiða eða á maður að segja FL Group?, þegar hún var í aðflugi að Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn. Það er skemmst frá því að segja að fjölmargir urðu æði óttaslegnir þó að fæstir létu á því bera en ekki gátu þó allir falið ótta sinn. Ég verð þó að segja fyrir minn smekk, þá hefði ég alveg viljað vera laus við þessa lífsreynslu, þó ekki mikil sé, og verð að viðurkenna að maður verður óttalega lítill í vél sem þessari í þrumuveðri, svo ekki sé talað um að eldingar skjóti sér í vængi vélarinnar. En jú þessar milljarða maskínur eiga að þola þetta. Þá var komið að næsta kafla ferðarinnar, sem var flug til Berlínar og ástandið ætlaði ekki að skána. Eitthvað hafði skandinavíska flugfélagið SAS misskilið brottfarartímann eða voru það tveir úr íslensku sendinefndinni sem höfðu gert það og er skemmst frá því að segja að skörugleg starfskona SAS ætlaði að skilja þá Gísla Martein og Svavar Örn eftir í Kaupmannahöfn og var ekki tauti við hana komandi. Jónatan Garðarson, fararstjóri íslenska hópsins, greip af festu inní og var búinn að hóta öllu illu, jafnvel stjórnmálaslitum Íslands við Norðurlöndin, en allt kom fyrir ekki. Hins vegar leyndist í stjórnklefa vélarinnar íslenskumælandi Dani, sem hafði búið lengst af sinnar ævi á Íslandi og náði að bera klæði á vopnin. Þeir félagar komust því með. Eftir skamma dvöl í Berlín var flogið með hinu virta úkraínska flugfélagi og var lent í Úkraínu þegar farið var að kvölda. Selma var ekki búinn að vera lengi á jörðu niðri þegar hún hóf að veita viðtöl og eiginhandaráritanir Kiev eða Kænugarður eins og margir Íslendingar kjósa að nefna hana, býður í myrkri næturinnar af sér sæmilega góðan þokka. Ég eins og svo margir Íslendingar hafa eflaust búið sér til margar skrítnar myndir af þessari borg og landi eins og svo mörgum öðrum austantjalds löndum. Ég er sekur um hugsanir um að maður sé þar hvergi óhultur, morð og rán séu þar á hverju horni og að eftir að dimma tekur heldur maður sig inni, dregur fyrir og læsir öllum hurðum og gluggum. Í gærkvöldi, á mínu fyrsta kvöldi í Kænugarði, lét ég hins vegar vaða, eins og sagt er. Ég yfirgaf íbúð mína sem er í miðborginni, skömmu eftir miðnætti til að heimsækja söluturn þar skammt frá og viti menn, það reyndi enginn að ræna mig og enginn að drepa mig. Ég held að við gefum þessu sjéns þar til annað kemur í ljós. Það verður þó að segjast að það verður að teljast vandamál hér í borg að það talar ekki kjaftur ensku, hvort sem það er maðurinn sem keyrði mig í íbúð mína, afgreiðslumanneskjan í söluturninum eða unga stúlkan sem ég spurði til vegar á veitingastað. Það gæti þó verið að einhver af hinum 47 milljónum íbúa þessa risastóra Evrópulands tali ensku, þó ekki væri nema smá hrafl. Ég held að við gefum þessu sjéns þar til annað kemur í ljós. Með þetta fór ég í háttinn og horfði á þær 42 rússnesku og úkraínsku sjónvarpsstöðvar sem í boði voru í sjónvarpstækinu mínu.©Pjetur Eurovision Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira
Lokaundirbúningur að þátttöku Íslands í Eurovision er hafinn. Íslenska liðið er komið til Úkraínu og ég með. Hópurinn sem telur hátt á annan tuga manna eyddi deginum í gær í að komast á áfangastað, en það gekk þó ekki áfallalaust. Fall er fararheill, eins og máltækið segir og vonandi á það við um ferð Selmu Björnsdóttur og félaga á Eurovision sem haldin verður í Kænugarði í Úkraínu í næstu viku. Ferð íslensku sendinefndarinnar og undirritaðs sem viðhengi í formi blaðamanns og ljósmyndara 365 prentmiðla, var ekki gömul þegar eldingu laust niður í 757 Boeing flugvél Flugleiða eða á maður að segja FL Group?, þegar hún var í aðflugi að Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn. Það er skemmst frá því að segja að fjölmargir urðu æði óttaslegnir þó að fæstir létu á því bera en ekki gátu þó allir falið ótta sinn. Ég verð þó að segja fyrir minn smekk, þá hefði ég alveg viljað vera laus við þessa lífsreynslu, þó ekki mikil sé, og verð að viðurkenna að maður verður óttalega lítill í vél sem þessari í þrumuveðri, svo ekki sé talað um að eldingar skjóti sér í vængi vélarinnar. En jú þessar milljarða maskínur eiga að þola þetta. Þá var komið að næsta kafla ferðarinnar, sem var flug til Berlínar og ástandið ætlaði ekki að skána. Eitthvað hafði skandinavíska flugfélagið SAS misskilið brottfarartímann eða voru það tveir úr íslensku sendinefndinni sem höfðu gert það og er skemmst frá því að segja að skörugleg starfskona SAS ætlaði að skilja þá Gísla Martein og Svavar Örn eftir í Kaupmannahöfn og var ekki tauti við hana komandi. Jónatan Garðarson, fararstjóri íslenska hópsins, greip af festu inní og var búinn að hóta öllu illu, jafnvel stjórnmálaslitum Íslands við Norðurlöndin, en allt kom fyrir ekki. Hins vegar leyndist í stjórnklefa vélarinnar íslenskumælandi Dani, sem hafði búið lengst af sinnar ævi á Íslandi og náði að bera klæði á vopnin. Þeir félagar komust því með. Eftir skamma dvöl í Berlín var flogið með hinu virta úkraínska flugfélagi og var lent í Úkraínu þegar farið var að kvölda. Selma var ekki búinn að vera lengi á jörðu niðri þegar hún hóf að veita viðtöl og eiginhandaráritanir Kiev eða Kænugarður eins og margir Íslendingar kjósa að nefna hana, býður í myrkri næturinnar af sér sæmilega góðan þokka. Ég eins og svo margir Íslendingar hafa eflaust búið sér til margar skrítnar myndir af þessari borg og landi eins og svo mörgum öðrum austantjalds löndum. Ég er sekur um hugsanir um að maður sé þar hvergi óhultur, morð og rán séu þar á hverju horni og að eftir að dimma tekur heldur maður sig inni, dregur fyrir og læsir öllum hurðum og gluggum. Í gærkvöldi, á mínu fyrsta kvöldi í Kænugarði, lét ég hins vegar vaða, eins og sagt er. Ég yfirgaf íbúð mína sem er í miðborginni, skömmu eftir miðnætti til að heimsækja söluturn þar skammt frá og viti menn, það reyndi enginn að ræna mig og enginn að drepa mig. Ég held að við gefum þessu sjéns þar til annað kemur í ljós. Það verður þó að segjast að það verður að teljast vandamál hér í borg að það talar ekki kjaftur ensku, hvort sem það er maðurinn sem keyrði mig í íbúð mína, afgreiðslumanneskjan í söluturninum eða unga stúlkan sem ég spurði til vegar á veitingastað. Það gæti þó verið að einhver af hinum 47 milljónum íbúa þessa risastóra Evrópulands tali ensku, þó ekki væri nema smá hrafl. Ég held að við gefum þessu sjéns þar til annað kemur í ljós. Með þetta fór ég í háttinn og horfði á þær 42 rússnesku og úkraínsku sjónvarpsstöðvar sem í boði voru í sjónvarpstækinu mínu.©Pjetur
Eurovision Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira