Molar dagsins 12. maí 2005 00:01 Joe Johnson, leikmaður Phoenix Suns, getur að öllum líkindum ekki leikið með liði sínu í þriðja leiknum við Dallas Mavericks í úrslitakeppninni vegna meiðsla og Jerry Sloan, þjálfari Utah Jazz mun halda áfram að þjálfa liðið næsta vetur eftir vangaveltur um að setjast í helgan stein. Joe Johnson meiddist í öðrum leik Phoenix og Dallas í nótt, þegar hann lenti bókstaflega á andlitinu eftir að hafa stokkið upp að körfunni. Hann brákaði bein í andliti sínu, rétt neðan við augað og sauma þurfti sex spor til að stöðva blæðinguna sem fylgdi í kjölfarið. Dómari leiksins dæmdi tæknivillu á Dallas og Johnson hitti úr öðru af tveimur vítaskotum sem hann fékk í kjölfarið, en var svo fluttur beint á sjúkrahús. Johnson mun fara í aðgerð vegna meiðslanna, en forráðamenn liðsins reikna með því að hann missi ekki meira úr en þriðja leikinn og verði því tilbúinn þegar liðin spila síðari leik sinn Dallas á sunnudag eða mánudag. Sloan áfram hjá Jazz Harðjaxlinn Jerry Sloan, sem lauk sínu 17. tímabili í þjálfarastólnum hjá Utah Jazz á dögunum, mun halda áfram hjá félaginu, eftir að hafa staðfest það á blaðamannafundi í Salt Lake City í dag. Enginn þjálfari í stærstu hópíþróttagreinunum í Bandaríkjunum hefur verið nálægt því eins lengi við stjórnvölinn hjá sama liðinu og Jerry Sloan. Hann er sjötti sigursælasti þjálfari í sögu NBA deildarinnar og mjög virtur meðal leikmanna og þjálfara. Árið í ár var honum þó ekki eftirminnilegt, nema ef vera skyldi vegna þess að það var hið fyrsta sem liðið er með taphlutfall síðan hann tók við þjálfuninni á sínum tíma og því höfðu margir verið að gera því skóna að hann myndi hætta í sumar. "Hérna vil ég vera og ég er þakklátur félaginu að vilja fá mig aftur, eftir öll töpin í vetur;" sagði hinn hógværi þjálfari á blaðamannafundinum.Jerry Sloan heldur að öllum líkindum áfram að segja dómurum í deildinni til syndanna á næsta ári, ef marka má fréttir frá Bandaríkjunumreuters NBA Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Fleiri fréttir Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Sjá meira
Joe Johnson, leikmaður Phoenix Suns, getur að öllum líkindum ekki leikið með liði sínu í þriðja leiknum við Dallas Mavericks í úrslitakeppninni vegna meiðsla og Jerry Sloan, þjálfari Utah Jazz mun halda áfram að þjálfa liðið næsta vetur eftir vangaveltur um að setjast í helgan stein. Joe Johnson meiddist í öðrum leik Phoenix og Dallas í nótt, þegar hann lenti bókstaflega á andlitinu eftir að hafa stokkið upp að körfunni. Hann brákaði bein í andliti sínu, rétt neðan við augað og sauma þurfti sex spor til að stöðva blæðinguna sem fylgdi í kjölfarið. Dómari leiksins dæmdi tæknivillu á Dallas og Johnson hitti úr öðru af tveimur vítaskotum sem hann fékk í kjölfarið, en var svo fluttur beint á sjúkrahús. Johnson mun fara í aðgerð vegna meiðslanna, en forráðamenn liðsins reikna með því að hann missi ekki meira úr en þriðja leikinn og verði því tilbúinn þegar liðin spila síðari leik sinn Dallas á sunnudag eða mánudag. Sloan áfram hjá Jazz Harðjaxlinn Jerry Sloan, sem lauk sínu 17. tímabili í þjálfarastólnum hjá Utah Jazz á dögunum, mun halda áfram hjá félaginu, eftir að hafa staðfest það á blaðamannafundi í Salt Lake City í dag. Enginn þjálfari í stærstu hópíþróttagreinunum í Bandaríkjunum hefur verið nálægt því eins lengi við stjórnvölinn hjá sama liðinu og Jerry Sloan. Hann er sjötti sigursælasti þjálfari í sögu NBA deildarinnar og mjög virtur meðal leikmanna og þjálfara. Árið í ár var honum þó ekki eftirminnilegt, nema ef vera skyldi vegna þess að það var hið fyrsta sem liðið er með taphlutfall síðan hann tók við þjálfuninni á sínum tíma og því höfðu margir verið að gera því skóna að hann myndi hætta í sumar. "Hérna vil ég vera og ég er þakklátur félaginu að vilja fá mig aftur, eftir öll töpin í vetur;" sagði hinn hógværi þjálfari á blaðamannafundinum.Jerry Sloan heldur að öllum líkindum áfram að segja dómurum í deildinni til syndanna á næsta ári, ef marka má fréttir frá Bandaríkjunumreuters
NBA Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Fleiri fréttir Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Sjá meira