Miami 3 - Washington 0 13. október 2005 19:12 Lið Washington er að breytast í gólfmottu fyrir Dwayne Wade og félaga í Miami Heat, sem unnu sannfærandi sigur 102-95 á útivelli í nótt og það án Shaquille O´Neal, sem er enn að berjast við meiðsli á læri og verður jafnvel ekki með í næsta leik. O´Neal missti af sínum fyrsta leik í úrslitakeppni á ferlinum í nótt, en hann hefur leikið 164 leiki í keppninni á ferlinum. Honum var ráðlagt að hvíla af læknum og því gekk hann til félaga síns Alonzo Mourning fyrir leikinn og sagði "við þurfum á þér að halda í kvöld." Mourning svaraði kallinu og skoraði 14 stig og hirti 13 fráköst og var allt í öllu í varnarleiknum hjá Miami, þrátt fyrir að vera ekki í góðu leikformi. Mourning hefur verið lengi frá keppni vegna nýrnasjúkdóms, en hann var Miami afar mikilvægur í nótt, eins og reyndar alla úrslitakeppnina. Dwayne Wade átti góðan leik fyrir Miami og skoraði 31 stig í leiknum. Hann tapaði 8 boltum í leiknum, en var mikilvægur sínu liði eins og alltaf. Washington er nú komið ofan í djúpa holu í einvíginu, því ekkert lið í sögu úrslitakeppninnar hefur komið til baka og unnið 7 leikja seríu eftir að hafa lent undir 3-0. Ekki er sagan frekar á bandi höfuðborgarliðsins þegar litið er til þess að Eddie Jordan, þjálfari Wizards hefur tapað öllum 14 leikjum sínum á móti Miami á ferlinum. "Þeir voru að spila án Shaq og við náðum ekki að nýta okkur það. Við verðum að vera miklu grimmari en þetta ef við ætlum að vinna þá," sagði Jared Jeffries hjá Wizards. Atkvæðamestir hjá liði Washington:Antawn Jamison 21 stig, Gilbert Arenas 20 stig (14 stoðs), Larry Hughes 19 stig (7 frák), Juan Dixon 16 stig, Brendan Haywood 15 stig (8 frák).Atkvæðamestir hjá Miami:Dwayne Wade 31 stig (9 frák, 6 stoðs, 8 tapaðir boltar), Damon Jones 16 stig, Eddie Jones 16 stig, Alonzo Mourning 14 stig (13 frák), Udonis Haslem 12 stig (12 frák), Keyon Dooling 9 stig. NBA Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
Lið Washington er að breytast í gólfmottu fyrir Dwayne Wade og félaga í Miami Heat, sem unnu sannfærandi sigur 102-95 á útivelli í nótt og það án Shaquille O´Neal, sem er enn að berjast við meiðsli á læri og verður jafnvel ekki með í næsta leik. O´Neal missti af sínum fyrsta leik í úrslitakeppni á ferlinum í nótt, en hann hefur leikið 164 leiki í keppninni á ferlinum. Honum var ráðlagt að hvíla af læknum og því gekk hann til félaga síns Alonzo Mourning fyrir leikinn og sagði "við þurfum á þér að halda í kvöld." Mourning svaraði kallinu og skoraði 14 stig og hirti 13 fráköst og var allt í öllu í varnarleiknum hjá Miami, þrátt fyrir að vera ekki í góðu leikformi. Mourning hefur verið lengi frá keppni vegna nýrnasjúkdóms, en hann var Miami afar mikilvægur í nótt, eins og reyndar alla úrslitakeppnina. Dwayne Wade átti góðan leik fyrir Miami og skoraði 31 stig í leiknum. Hann tapaði 8 boltum í leiknum, en var mikilvægur sínu liði eins og alltaf. Washington er nú komið ofan í djúpa holu í einvíginu, því ekkert lið í sögu úrslitakeppninnar hefur komið til baka og unnið 7 leikja seríu eftir að hafa lent undir 3-0. Ekki er sagan frekar á bandi höfuðborgarliðsins þegar litið er til þess að Eddie Jordan, þjálfari Wizards hefur tapað öllum 14 leikjum sínum á móti Miami á ferlinum. "Þeir voru að spila án Shaq og við náðum ekki að nýta okkur það. Við verðum að vera miklu grimmari en þetta ef við ætlum að vinna þá," sagði Jared Jeffries hjá Wizards. Atkvæðamestir hjá liði Washington:Antawn Jamison 21 stig, Gilbert Arenas 20 stig (14 stoðs), Larry Hughes 19 stig (7 frák), Juan Dixon 16 stig, Brendan Haywood 15 stig (8 frák).Atkvæðamestir hjá Miami:Dwayne Wade 31 stig (9 frák, 6 stoðs, 8 tapaðir boltar), Damon Jones 16 stig, Eddie Jones 16 stig, Alonzo Mourning 14 stig (13 frák), Udonis Haslem 12 stig (12 frák), Keyon Dooling 9 stig.
NBA Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira