Indiana-Detroit á Sýn í kvöld 15. maí 2005 00:01 Körfuboltaveislan heldur áfram í sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld, þegar við fáum að fylgjast með fjórða leik Indiana Pacers og Detroit Pistons í einvígi liðanna í undanúrslitum austurdeildarinnar, þar sem Indiana leiðir mjög óvænt 2-1. Fæstir bjuggust við að Indiana næði að velgja meisturunum undir uggum í seríunni og flestir voru meira að segja farnir að hlakka til að fylgjast með einvígi Miami og Detroit í úrslitum austurdeildarinnar. Lið Indiana hefur sett stórt strik í reikninginn hvað þetta varðar og hefur þaggað niður í öllum gagnrýnendum sínum allar götur síðan þeir slógust við leikmenn Pistons í haust. Reggie Miller hefur leitt sýna menn áfram í gegn um hverja hindrunina á fætur annari og þrátt fyrir að þeir Jermaine O´Neal og Jamaal Tinsley hafi verið að leika meiddir og Ron Artest sé í leikbanni, hefur liðið komið gríðarlega á óvart og unnið hvern leikinn á fætur öðrum. Enginn bjóst við að Indiana myndi vinna fleiri en einn eða tvo leiki gegn Detroit, en liðið hefur nú náð heimavallarréttinum af meisturunum og getur komið sér í afar þægilega stöðu með sigri á heimavelli sínum í kvöld. Lið Detroit virðist vera í miklum vandræðum þessa dagana og þó Richard Hamilton eigi í smávægilegum meiðslum, dugar það liðinu hvergi sem afsökun fyrir því að vera lentir undir gegn liði sem á ekki að vera þeim mikil hindrun á pappírunum. Leikurinn í kvöld er því alger lykilleikur fyrir bæði lið og okkar spá er sú að liðið sem vinnur í kvöld, verði það lið sem vinnur seríuna og fer í úrslit austursins. Litlir kærleikar eru á milli þessara liða eins og flestir vita og mikið má vera ef sýður ekki uppúr á einhverjum tímapunkti í leiknum í kvöld, því meistararnir vilja eflaust láta finna fyrir sér og sýna hvers þeir eru megnugir. Leikurinn í kvöld verður í beinni útsendingu á Sýn og hefst klukkan 19:30. NBA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Dýrlingarnir nældu í stig og verða því ekki einir slakastir í sögunni Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Sjá meira
Körfuboltaveislan heldur áfram í sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld, þegar við fáum að fylgjast með fjórða leik Indiana Pacers og Detroit Pistons í einvígi liðanna í undanúrslitum austurdeildarinnar, þar sem Indiana leiðir mjög óvænt 2-1. Fæstir bjuggust við að Indiana næði að velgja meisturunum undir uggum í seríunni og flestir voru meira að segja farnir að hlakka til að fylgjast með einvígi Miami og Detroit í úrslitum austurdeildarinnar. Lið Indiana hefur sett stórt strik í reikninginn hvað þetta varðar og hefur þaggað niður í öllum gagnrýnendum sínum allar götur síðan þeir slógust við leikmenn Pistons í haust. Reggie Miller hefur leitt sýna menn áfram í gegn um hverja hindrunina á fætur annari og þrátt fyrir að þeir Jermaine O´Neal og Jamaal Tinsley hafi verið að leika meiddir og Ron Artest sé í leikbanni, hefur liðið komið gríðarlega á óvart og unnið hvern leikinn á fætur öðrum. Enginn bjóst við að Indiana myndi vinna fleiri en einn eða tvo leiki gegn Detroit, en liðið hefur nú náð heimavallarréttinum af meisturunum og getur komið sér í afar þægilega stöðu með sigri á heimavelli sínum í kvöld. Lið Detroit virðist vera í miklum vandræðum þessa dagana og þó Richard Hamilton eigi í smávægilegum meiðslum, dugar það liðinu hvergi sem afsökun fyrir því að vera lentir undir gegn liði sem á ekki að vera þeim mikil hindrun á pappírunum. Leikurinn í kvöld er því alger lykilleikur fyrir bæði lið og okkar spá er sú að liðið sem vinnur í kvöld, verði það lið sem vinnur seríuna og fer í úrslit austursins. Litlir kærleikar eru á milli þessara liða eins og flestir vita og mikið má vera ef sýður ekki uppúr á einhverjum tímapunkti í leiknum í kvöld, því meistararnir vilja eflaust láta finna fyrir sér og sýna hvers þeir eru megnugir. Leikurinn í kvöld verður í beinni útsendingu á Sýn og hefst klukkan 19:30.
NBA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Dýrlingarnir nældu í stig og verða því ekki einir slakastir í sögunni Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Sjá meira