Eurovision 2005 - Dagur 6 - Íslendingum fjölgar Pjetur Sigurðsson skrifar 16. maí 2005 00:01 Ég skellti mér í göngutúr um miðborg Kænugarðs í fylgd með Selmu Björnsdóttur og Jónatans Garðarsson og hann var einkar ánægjulegur. Ég hafði mælt mér mót við þau þar sem ég ætlaði að mynda Selmu í Kænugarðsumhverfi, en að göngutúrnum loknum settumst við Selma niður á ítölskum veitingastað þar sem við fengum okkur að borða. Úti að borða með Selmu, það er nú ekki amalegt. Þegar við vorum að klára kom Rúnar Freyr Gíslason, eiginmaður Selmu, en hann kom til landsins í gær ásamt foreldrum Selmu. Hann var nú svo óheppinn að taskan hans týndist, en hann bindur þó miklar vonir við að hún finnist. Í það minnsta er honum talin trú um það. Þá er Logi Bergmann Eiðsson fréttamaður sjónvarps á svæðinu mættur til starfa og þá er Sverrir Vilhelmsson ljósmyndari Morgunblaðsins einnig að lenda, þannig að íslendingum er farið að fjölga, en ég held þó að þeir verði ekki fleiri. Núna er ég að fara í partí hjá borgarstjóranum í Kænugarði en hann býður öllum skráðum þátttakendum til keppni í einhverri glæsilegri höll hér í borg og verður það eflaust mjög gaman. Ég ætla aðeins að þusa meira út af þessari hvítrússnesku peningavél sem Angelica heitir, en það má ekki gerast að íslendingar gefi þessu lagi stig. Ég skora á mannskapinn. Það á ekki að vera hægt að kaupa sér þennan titil og ef að það gerist þá getum við og aðrar litlar þjóðir hætt þessu og stofnað þá Evrópusöngvakeppni smáþjóða, sambærilega við þá sem gert er í íþróttunum. Góð hugmynd, því þar vinnum við alltaf. Eurovision Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Ég skellti mér í göngutúr um miðborg Kænugarðs í fylgd með Selmu Björnsdóttur og Jónatans Garðarsson og hann var einkar ánægjulegur. Ég hafði mælt mér mót við þau þar sem ég ætlaði að mynda Selmu í Kænugarðsumhverfi, en að göngutúrnum loknum settumst við Selma niður á ítölskum veitingastað þar sem við fengum okkur að borða. Úti að borða með Selmu, það er nú ekki amalegt. Þegar við vorum að klára kom Rúnar Freyr Gíslason, eiginmaður Selmu, en hann kom til landsins í gær ásamt foreldrum Selmu. Hann var nú svo óheppinn að taskan hans týndist, en hann bindur þó miklar vonir við að hún finnist. Í það minnsta er honum talin trú um það. Þá er Logi Bergmann Eiðsson fréttamaður sjónvarps á svæðinu mættur til starfa og þá er Sverrir Vilhelmsson ljósmyndari Morgunblaðsins einnig að lenda, þannig að íslendingum er farið að fjölga, en ég held þó að þeir verði ekki fleiri. Núna er ég að fara í partí hjá borgarstjóranum í Kænugarði en hann býður öllum skráðum þátttakendum til keppni í einhverri glæsilegri höll hér í borg og verður það eflaust mjög gaman. Ég ætla aðeins að þusa meira út af þessari hvítrússnesku peningavél sem Angelica heitir, en það má ekki gerast að íslendingar gefi þessu lagi stig. Ég skora á mannskapinn. Það á ekki að vera hægt að kaupa sér þennan titil og ef að það gerist þá getum við og aðrar litlar þjóðir hætt þessu og stofnað þá Evrópusöngvakeppni smáþjóða, sambærilega við þá sem gert er í íþróttunum. Góð hugmynd, því þar vinnum við alltaf.
Eurovision Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira