Erlent

Útilokar allar friðarviðræður

Nýr leiðtogi uppreisnarmanna í Tsjetsjeníu segir að þeir muni aldrei óska eftir friðarviðræðum við Rússa. Abdul-Khalim Sadulayev, sem tók við leiðtogahlutverkinu eftir að Aslan Maskhadov var drepinn í mars síðastliðnum, segir í yfirlýsingu sem birtist á tsjetsjenskri vefsíðu í dag að friðarumleitanir forvera síns hafi ekki skilað neinu og augljóst sé að rússnesk stjórnvöld hafi ekki hug á að slíðra sverðin. Tsjetsjenar hafi því ákveðið að gefa endanlega upp á bátinn allar hugsanlegar friðarviðræður í framtíðinni. Uppreisnarmenn Tsjetsjena hafa barist fyrir sjálfstæði héraðsins við rússneska herinn frá árinu 1994 og samkvæmt erlendum fréttamiðlum verður mannfall í átökum stríðsaðila nánast daglega.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×