Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. nóvember 2024 20:02 Maya Rudolph í gervi Kamölu Harris, ásamt Kamölu Harris sjálfri í sjónvarpssal Saturday Night Live í gærkvöldi. Kamala Harris mælist með óvænt forskot á Donald Trump í ríki sem hann hefur hingað til unnið örugglega í forsetakosningum. Sagnfræðingur og fyrrverandi diplómati í Bandaríkjunum telur að úrslit kosninganna gætu sveiflast afgerandi í aðra hvora áttina. Óvænt atriði með Harris í skemmtiþætti hefur reitt repúblikana til reiði. New York Times og Siena-háskólinn, sem þykja með þeim áreiðanlegustu í bransanum, birtu í dag síðustu könnun sína fyrir forsetakosningarnar á þriðjudag. Hún sýnir fylgið í sveifluríkjunum sjö, ríkjunum þar sem niðurstöður kosninganna munu ráðast. Harris bætir örlítið við sig og leiðir í Wisconsin, Nevada, Norður-Karólínu og Georgíu, Trump hefur undanfarið haft örlítið forskot í þeim þremur síðarnefndu. Fylgið er hins vegar hnífjafnt í Pennsylvaníu og Michigan, hið síðarnefnda hefur verið talið öruggasta sveifluríki Harris, og Trump leiðir með fjórum prósentum í Arizona. Áfram er staðan því hnífjöfn og innan skekkjumarka. Niðurstöðurnar eru settar fram grafískt í fréttinni hér fyrir neðan. Í Iowa, djúprauðu ríki sem Trump hefur unnið örugglega í síðustu tveimur kosningum, mældist Harris skyndilega með þriggja prósenta forskot í nýrri könnun. Niðurstöðurnar þykja afar merkilegar, þó að þeim sé tekið með fyrirvara. Mögulega lýsi þær víðtækari þróun Harris í vil. Erlingur Erlingsson sagnfræðingur og fyrrverandi diplómati í Bandaríkjunum fór yfir stöðuna á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hann sagði að allt þar til í gær hafi Trump verið í betri stöðu. „En svo kom á óvart þessi Iowa-könnun, þar sem Harris stekkur allt í einu fram úr þarna í ríki sem er alls ekki eitt af þessum sveifluríkjum. En ég held að stærra spurningamerkið sé í kringum allar þessar kannanir, eru þær nákvæmar? Þær brugðust náttúrulega eins og frægt er 2016,“ segir Erlingur. Hann bendir jafnframt á að kannanir 2020 hafi spáð Joe Biden talsvert meira forskoti en kom upp úr kjörkössum en í kosningum fyrir tveimur árum hafi Demókrötum svo verið spáð mun lakara gengi en raunin varð. „Þannig að nú situr maður og veltir fyrir sér, hvar er skekkjan? Það gæti þýtt að úrslitin muni sveiflast mjög í aðra hverja áttina.“ Æsispennandi lokasprettur er framundan hjá frambjóðendunum. Þau voru bæði í Norður-Karólínu í gær og Harris dúkkaði svo óvænt upp í skemmtiþættinum Saturday Night Live, sem er í beinni frá New York. Repúblikanar risu í kjölfarið upp á afturlappirnar; það að Trump hafi ekki fengið boð í þáttinn segja þeir skýrt brot á jafnræðisreglu um tíma frambjóðenda í sjónvarpi og fjölmiðlum. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Skoðanakannanir Kamala Harris Hollywood Tengdar fréttir Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump „Takk fyrir að bjarga lífi mínu!“ segir vinalegur maður á sextugsaldri um leið og hann skýst inn í hótel-lyftuna á leið niður í móttökuna. Hetjudáðin sem ég afrekaði var að troða fætinum á milli hurðanna þegar þær voru í þann mund að lokast svo maðurinn kæmist með. 3. nóvember 2024 12:16 „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir „Ég er bara komin með nóg af þessu,“ svarar ung kona á bak við afgreiðsluborðið á veitingastað nærri hótelinu mínu, þegar ég spyr hvers vegna hún ætlar ekki að kjósa. 2. nóvember 2024 15:03 Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrata segir ummæli Donald Trump um að hann ætli að vernda konur „sama þótt þær vilji það eða ekki“ móðgun við alla. Harris segir þessi ummæli sýna að hann skilji ekki umboð kvenna, yfirráð þeirra eða rétt þeirra og getu til að taka ákvarðanir um sitt eigið líf, þar á meðal líkama sína. 1. nóvember 2024 07:26 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
New York Times og Siena-háskólinn, sem þykja með þeim áreiðanlegustu í bransanum, birtu í dag síðustu könnun sína fyrir forsetakosningarnar á þriðjudag. Hún sýnir fylgið í sveifluríkjunum sjö, ríkjunum þar sem niðurstöður kosninganna munu ráðast. Harris bætir örlítið við sig og leiðir í Wisconsin, Nevada, Norður-Karólínu og Georgíu, Trump hefur undanfarið haft örlítið forskot í þeim þremur síðarnefndu. Fylgið er hins vegar hnífjafnt í Pennsylvaníu og Michigan, hið síðarnefnda hefur verið talið öruggasta sveifluríki Harris, og Trump leiðir með fjórum prósentum í Arizona. Áfram er staðan því hnífjöfn og innan skekkjumarka. Niðurstöðurnar eru settar fram grafískt í fréttinni hér fyrir neðan. Í Iowa, djúprauðu ríki sem Trump hefur unnið örugglega í síðustu tveimur kosningum, mældist Harris skyndilega með þriggja prósenta forskot í nýrri könnun. Niðurstöðurnar þykja afar merkilegar, þó að þeim sé tekið með fyrirvara. Mögulega lýsi þær víðtækari þróun Harris í vil. Erlingur Erlingsson sagnfræðingur og fyrrverandi diplómati í Bandaríkjunum fór yfir stöðuna á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hann sagði að allt þar til í gær hafi Trump verið í betri stöðu. „En svo kom á óvart þessi Iowa-könnun, þar sem Harris stekkur allt í einu fram úr þarna í ríki sem er alls ekki eitt af þessum sveifluríkjum. En ég held að stærra spurningamerkið sé í kringum allar þessar kannanir, eru þær nákvæmar? Þær brugðust náttúrulega eins og frægt er 2016,“ segir Erlingur. Hann bendir jafnframt á að kannanir 2020 hafi spáð Joe Biden talsvert meira forskoti en kom upp úr kjörkössum en í kosningum fyrir tveimur árum hafi Demókrötum svo verið spáð mun lakara gengi en raunin varð. „Þannig að nú situr maður og veltir fyrir sér, hvar er skekkjan? Það gæti þýtt að úrslitin muni sveiflast mjög í aðra hverja áttina.“ Æsispennandi lokasprettur er framundan hjá frambjóðendunum. Þau voru bæði í Norður-Karólínu í gær og Harris dúkkaði svo óvænt upp í skemmtiþættinum Saturday Night Live, sem er í beinni frá New York. Repúblikanar risu í kjölfarið upp á afturlappirnar; það að Trump hafi ekki fengið boð í þáttinn segja þeir skýrt brot á jafnræðisreglu um tíma frambjóðenda í sjónvarpi og fjölmiðlum.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Skoðanakannanir Kamala Harris Hollywood Tengdar fréttir Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump „Takk fyrir að bjarga lífi mínu!“ segir vinalegur maður á sextugsaldri um leið og hann skýst inn í hótel-lyftuna á leið niður í móttökuna. Hetjudáðin sem ég afrekaði var að troða fætinum á milli hurðanna þegar þær voru í þann mund að lokast svo maðurinn kæmist með. 3. nóvember 2024 12:16 „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir „Ég er bara komin með nóg af þessu,“ svarar ung kona á bak við afgreiðsluborðið á veitingastað nærri hótelinu mínu, þegar ég spyr hvers vegna hún ætlar ekki að kjósa. 2. nóvember 2024 15:03 Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrata segir ummæli Donald Trump um að hann ætli að vernda konur „sama þótt þær vilji það eða ekki“ móðgun við alla. Harris segir þessi ummæli sýna að hann skilji ekki umboð kvenna, yfirráð þeirra eða rétt þeirra og getu til að taka ákvarðanir um sitt eigið líf, þar á meðal líkama sína. 1. nóvember 2024 07:26 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump „Takk fyrir að bjarga lífi mínu!“ segir vinalegur maður á sextugsaldri um leið og hann skýst inn í hótel-lyftuna á leið niður í móttökuna. Hetjudáðin sem ég afrekaði var að troða fætinum á milli hurðanna þegar þær voru í þann mund að lokast svo maðurinn kæmist með. 3. nóvember 2024 12:16
„Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir „Ég er bara komin með nóg af þessu,“ svarar ung kona á bak við afgreiðsluborðið á veitingastað nærri hótelinu mínu, þegar ég spyr hvers vegna hún ætlar ekki að kjósa. 2. nóvember 2024 15:03
Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrata segir ummæli Donald Trump um að hann ætli að vernda konur „sama þótt þær vilji það eða ekki“ móðgun við alla. Harris segir þessi ummæli sýna að hann skilji ekki umboð kvenna, yfirráð þeirra eða rétt þeirra og getu til að taka ákvarðanir um sitt eigið líf, þar á meðal líkama sína. 1. nóvember 2024 07:26