Erlent

Hlýddu kalli Castro

Kúbverjar í tugþúsundatali hlýddu kalli síns aldna leiðtoga, Fidel Castro, og fjölmenntu fyrir utan bandaríska sendiráðið í Havana í morgun til að krefjast framsals kúbverska flóttamannsins Luis Posada. Posada er sakaður um hafa orðið sjötíu og þremur að bana árið 1976 þegar sprengja grandaði farþegaflugvél frá Venesúela. Leynd var nýlega aflétt af bandarískum skjölum sem sýna að Posada var í þjónustu bandarísku leyniþjónustunnar CIA þar til nokkrum mánuðum fyrir sprengjuárásina. Castro segir George Bush sýna tvískinnung með því að standa í allsherjar stríði gegn hryðjuverkum á erlendum vettvangi en lyfta ekki fingri gegn Posada í eigin heimalandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×