San Antonio 3 - Seattle 2 18. maí 2005 00:01 Nate McMillan, þjálfari Seattle brýndi fyrir sínum mönnum að byrja fyrsta og þriðja fjórðung af krafti í leiknum í nótt, en leikmenn hans brugðust við með því að gera hið andstæða. San Antonio náði fljótt forystu í leiknum og vann nokkuð auðveldan sigur 103-90. Seattle hitti ekki úr fyrstu sjö skotum sínum í leiknum á meðan heimamenn í San Antonio fóru mikinn frá fyrstu mínútu eins og jafnan þegra þeir leika heima. Manu Ginobili var settur aftur í byrjunarliðið og svaraði því með því að skora 39 stig í leiknum og var hreint út sagt frábær í sóknarleiknum. Spurs fengu líka góða hjálp frá miðherja sínum Nazr Mohammed sem átti óvænt framlag í sóknarleiknum og Bruce Bowen hafði aðal skyttu Seattle í strangri gæslu, því Ray Allen skoraði aðeins 19 stig í leiknum. Sonics léku án Rashard Lewis sem er enn meiddur, en það er von manna að hann verði klár í slaginn í næsta leik, sem verður í Seattle. Það verður sannkallaður úrslitaleikur fyrir Seattle, því nú dugir Spurs að vinna einn leik til að komast í úrslit vesturdeildarinnar. "Mér var mikið í mun að koma með mikla baráttu inn í leikinn og mér er slétt sama hvort það er af bekknum eða byrjunarliðinu. Ég vildi bara keyra mikið að körfunni og reyna að skapa hluti fyrir okkur," sagði Manu Ginobili, sem er að spila æ stærri rullu í liði San Antonio. "Manu var frábær og leiddi okkur í gegn um leikinn. Við Tony (Parker) vorum ekki að ná okkur sérstaklega á strik í leiknum, svo að Manu var okkur ómetanlegur í leiknum," sagði Tim Duncan hjá Spurs eftir leikinn. Atkvæðamestir hjá San Antonio:Manu Ginobili 39 stig (6 stoðs), Tim Duncan 20 stig (14 frák), Nazr Mohammed 19 stig (7 frák), Tony Parker 11 stig, Bruce Bowen 8 stig.Atkvæðamestir hjá Seattle:Ray Allen 19 stig (6 stoðs), Antonio Daniels 17 stig, Nick Collison 14 stig, Luke Ridnour 12 stig (6 frák), Jerome James 10 stig. NBA Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
Nate McMillan, þjálfari Seattle brýndi fyrir sínum mönnum að byrja fyrsta og þriðja fjórðung af krafti í leiknum í nótt, en leikmenn hans brugðust við með því að gera hið andstæða. San Antonio náði fljótt forystu í leiknum og vann nokkuð auðveldan sigur 103-90. Seattle hitti ekki úr fyrstu sjö skotum sínum í leiknum á meðan heimamenn í San Antonio fóru mikinn frá fyrstu mínútu eins og jafnan þegra þeir leika heima. Manu Ginobili var settur aftur í byrjunarliðið og svaraði því með því að skora 39 stig í leiknum og var hreint út sagt frábær í sóknarleiknum. Spurs fengu líka góða hjálp frá miðherja sínum Nazr Mohammed sem átti óvænt framlag í sóknarleiknum og Bruce Bowen hafði aðal skyttu Seattle í strangri gæslu, því Ray Allen skoraði aðeins 19 stig í leiknum. Sonics léku án Rashard Lewis sem er enn meiddur, en það er von manna að hann verði klár í slaginn í næsta leik, sem verður í Seattle. Það verður sannkallaður úrslitaleikur fyrir Seattle, því nú dugir Spurs að vinna einn leik til að komast í úrslit vesturdeildarinnar. "Mér var mikið í mun að koma með mikla baráttu inn í leikinn og mér er slétt sama hvort það er af bekknum eða byrjunarliðinu. Ég vildi bara keyra mikið að körfunni og reyna að skapa hluti fyrir okkur," sagði Manu Ginobili, sem er að spila æ stærri rullu í liði San Antonio. "Manu var frábær og leiddi okkur í gegn um leikinn. Við Tony (Parker) vorum ekki að ná okkur sérstaklega á strik í leiknum, svo að Manu var okkur ómetanlegur í leiknum," sagði Tim Duncan hjá Spurs eftir leikinn. Atkvæðamestir hjá San Antonio:Manu Ginobili 39 stig (6 stoðs), Tim Duncan 20 stig (14 frák), Nazr Mohammed 19 stig (7 frák), Tony Parker 11 stig, Bruce Bowen 8 stig.Atkvæðamestir hjá Seattle:Ray Allen 19 stig (6 stoðs), Antonio Daniels 17 stig, Nick Collison 14 stig, Luke Ridnour 12 stig (6 frák), Jerome James 10 stig.
NBA Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira