Eurovision 2005 - Dagur 8 - Stóra stundin nálgast Pjetur Sigurðsson skrifar 18. maí 2005 00:01 Það styttist í ósköpin en forkeppnin er á morgun og það er ekki laust við að ég beri ákveðinn kvíða í brjósti fyrir hönd Selmu. Það var rennsli á prógraminu í dag og var talsverð eftirvænting í hópnum að virða fyrir sér búning Selmu á sviðinu. Það er ekki laust við að hann hafi komið á óvart og mér persónulega fannst hann ekki í anda Selmu, en það skal þó tekið fram að ég er langt frá því að vera einhver tískulögga og þaðan af síður talin hafa vit á þeim. Það er mikið af spekingum hér á svæðinu og þeir fullyrða að þessi búningur, ef hann er notaður muni gera útslagið og Selma komist ekki áfram, en mér finnst það þó full dramatískt. Söngurinn og atriðið hlýtur að skipta þar mestu máli. Þetta er þó allt í skoðun og ég veit að hún er með fleiri búninga og tekur þetta allt til skoðunar. Það er ég viss um og við verðum að treysta Selmu til að taka rétta ákvörðun. Þá hef ég fregnir af því að Selma hafi verið ánægð með sönginn og dansatriðið, en það er þó örlítið áhyggjuefni að ljósin eru ekki enn farin að virka sem skyldi í atriði hennar. Ég frá því ég kom til þessa ágæta lands haft allan vara á mér gagnvart innfæddum og ávalt passað upp á myndavélar, tölvuna og annað dót sem ég er með. Grunur minn um maðk í mysunni hefur verið staðfestur eins og ég hef áður sagt frá hafa ýmsir hlutir frá íslenska hópnum og í gær var fartölvu eins úr íslensku sendinefndinni stolið af borði í blaðamannamiðstöðinni þar sem enn var fullt af fólki og öryggisgæsla á að vera til fyrirmyndar. Þetta er náttúrulega algerlega óþolandi og það er vont að geta ekki treyst nokkrum kjafti fyrir einu eða neinu. Það er ekki gott að vantreysta fólki endalaust. Svona einfaldir hlutir geta kallað fram heimþrá þó svo sé ekki í mínu tilfelli, en ég væri þó alveg til í að vera heima þar sem hún Guðrún, sambýliskona á afmæli á morgun fimmtudaginn 19. júní. Það þýðir ekkert að vera að vola þetta, bara bíta á jaxlinn og halda áfram að treysta engum. Áfram Ísland Eurovision Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Sjá meira
Það styttist í ósköpin en forkeppnin er á morgun og það er ekki laust við að ég beri ákveðinn kvíða í brjósti fyrir hönd Selmu. Það var rennsli á prógraminu í dag og var talsverð eftirvænting í hópnum að virða fyrir sér búning Selmu á sviðinu. Það er ekki laust við að hann hafi komið á óvart og mér persónulega fannst hann ekki í anda Selmu, en það skal þó tekið fram að ég er langt frá því að vera einhver tískulögga og þaðan af síður talin hafa vit á þeim. Það er mikið af spekingum hér á svæðinu og þeir fullyrða að þessi búningur, ef hann er notaður muni gera útslagið og Selma komist ekki áfram, en mér finnst það þó full dramatískt. Söngurinn og atriðið hlýtur að skipta þar mestu máli. Þetta er þó allt í skoðun og ég veit að hún er með fleiri búninga og tekur þetta allt til skoðunar. Það er ég viss um og við verðum að treysta Selmu til að taka rétta ákvörðun. Þá hef ég fregnir af því að Selma hafi verið ánægð með sönginn og dansatriðið, en það er þó örlítið áhyggjuefni að ljósin eru ekki enn farin að virka sem skyldi í atriði hennar. Ég frá því ég kom til þessa ágæta lands haft allan vara á mér gagnvart innfæddum og ávalt passað upp á myndavélar, tölvuna og annað dót sem ég er með. Grunur minn um maðk í mysunni hefur verið staðfestur eins og ég hef áður sagt frá hafa ýmsir hlutir frá íslenska hópnum og í gær var fartölvu eins úr íslensku sendinefndinni stolið af borði í blaðamannamiðstöðinni þar sem enn var fullt af fólki og öryggisgæsla á að vera til fyrirmyndar. Þetta er náttúrulega algerlega óþolandi og það er vont að geta ekki treyst nokkrum kjafti fyrir einu eða neinu. Það er ekki gott að vantreysta fólki endalaust. Svona einfaldir hlutir geta kallað fram heimþrá þó svo sé ekki í mínu tilfelli, en ég væri þó alveg til í að vera heima þar sem hún Guðrún, sambýliskona á afmæli á morgun fimmtudaginn 19. júní. Það þýðir ekkert að vera að vola þetta, bara bíta á jaxlinn og halda áfram að treysta engum. Áfram Ísland
Eurovision Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Sjá meira