San Antonio 4 - Seattle 2 20. maí 2005 00:01 Eftir að hafa hitt skelfilega allan leikinn, hristi Tim Duncan af sér slenið í fjórða leikhlutanum og tryggði San Antonio sigur í sjötta leiknum við Seattle, 98-96 og farseðilinn í úrslit vesturdeildarinnar, þar sem þeir munu mæta sigurvegaranum úr einvígi Phoenix og Dallas. Duncan hitti úr 5 af 8 skotum sínum og skoraði 12 stig í lokaleikhlutanum í nótt, þar af sigurkörfuna eftir glæsilega sendingu frá Manu Ginobili, hálfri sekúndu áður en lokaflautan gall. Ray Allen fékk tækifæri til að skora í blálokin, en skot hans yfir Duncan um leið og flautan gall, skoppaði af hringnum og batt enda á ótrúlegt tímabil hjá liði Seattle, sem var eitt hið óvæntasta í deildinni í vetur. Flestir ef ekki allir sérfræðingar vestanhafs höfðu spáð liðinu kjallarasætinu í norðvesturriðlinum, en liðið lét það ekki á sig fá og sigraði mjög óvænt í riðlinum. Þeir mættu hinsvegar ofjörlum sínum þegar þeir fengu San Antonio í undanúrslitunum, en gáfu þeim hörkukeppni og töpuðu fyrsta heimaleik sínum í úrslitakeppninni í nótt og það mjög naumlega. Tim Duncan sneri sig á ökkla enn eina ferðina í síðari hálfleiknum og var tekinn útaf þar sem hann fór í skoðun hjá læknum. Hann tók hinsvegar ekki í mál að sitja á bekknum og heimtaði að fara inná aftur, sem átti eftir að koma liði hans til góða. "Hann hefði látið stúta mér ef ég hefði neitað að setja hann inná völlinn aftur," sagði Gregg Popovich, þjálfari Spurs. "Ég sá að hann var mikið meiddur og fóturinn á honum á eftir að verða ljótur á morgun, en það var ekki að ræða það fyrir hann að sitja á bekknum," sagði Popovich. "Ég vildi ekki fara útaf," sagði Tim Duncan um meiðsli sín. "Á miðað við hversu illa ég var að hitta, hefði það nú kannski verið betra. Öll þessi skot voru ágæt, ég var ekki að taka neitt sérstaklega erfið skot í leiknum, þau bara vildu ekki detta," sagði hann í lokin. "Það var hræðilegt að hitta ekki úr síðasta skotinu og ég á áræðanlega eftir að hugsa um það í allt sumar," sagði Ray Allen um misheppnaða tilraun sína á lokasekúndunum. "Ég sá samt eiginlega aldrei körfuna og ég get ekki annað en verið ánægður með tímabilið. Ég hef aldrei fundið fyrir eins mikilli nálægð áhorfenda eins og í vetur," sagði hann. Lið Seattle á stormasamt sumar framundan, því margir af lykilmönnum þeirra, sem og þjálfari þeirra Nate McMillan eru með lausa samninga og óvíst talið að þeir verði áfram hjá liðinu. Atkvæðamestir hjá Seattle:Ray Allen 25 stig, Antonio Daniels 22 stig, Jerome James 10 stig (8 frák), Luke Ridnour 10 stig, Damien Wilkins 10 stig, Nick Collison 8 stig.Atkvæðamestir hjá San Antonio:Tim Duncan 26 stig (9 frák, 5 stoðs), Tony Parker 14 stig, Robert Horry 14 stig, Manu Ginobili 13 stig (7 stoðs, 6 frák), Nazr Mohammed 12 stig (8 frák), Bruce Bowen 9 stig. NBA Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - KR | Baráttan um úrslitakeppnina í algleymingi Í beinni: Haukar - Valur | Meistararnir mæta föllnum Haukum Í beinni: Höttur - Þór Þ. | Geta stigið stórt skref í átt að úrslitakeppninni Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Í beinni: Panathinaikos - Fiorentina | Íslendingar í Aþenu Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Steig á úðara og meiddist á hné Benedikt hættur með kvennalandsliðið Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Gunnar kveður og Stefán tekur við Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Sjá meira
Eftir að hafa hitt skelfilega allan leikinn, hristi Tim Duncan af sér slenið í fjórða leikhlutanum og tryggði San Antonio sigur í sjötta leiknum við Seattle, 98-96 og farseðilinn í úrslit vesturdeildarinnar, þar sem þeir munu mæta sigurvegaranum úr einvígi Phoenix og Dallas. Duncan hitti úr 5 af 8 skotum sínum og skoraði 12 stig í lokaleikhlutanum í nótt, þar af sigurkörfuna eftir glæsilega sendingu frá Manu Ginobili, hálfri sekúndu áður en lokaflautan gall. Ray Allen fékk tækifæri til að skora í blálokin, en skot hans yfir Duncan um leið og flautan gall, skoppaði af hringnum og batt enda á ótrúlegt tímabil hjá liði Seattle, sem var eitt hið óvæntasta í deildinni í vetur. Flestir ef ekki allir sérfræðingar vestanhafs höfðu spáð liðinu kjallarasætinu í norðvesturriðlinum, en liðið lét það ekki á sig fá og sigraði mjög óvænt í riðlinum. Þeir mættu hinsvegar ofjörlum sínum þegar þeir fengu San Antonio í undanúrslitunum, en gáfu þeim hörkukeppni og töpuðu fyrsta heimaleik sínum í úrslitakeppninni í nótt og það mjög naumlega. Tim Duncan sneri sig á ökkla enn eina ferðina í síðari hálfleiknum og var tekinn útaf þar sem hann fór í skoðun hjá læknum. Hann tók hinsvegar ekki í mál að sitja á bekknum og heimtaði að fara inná aftur, sem átti eftir að koma liði hans til góða. "Hann hefði látið stúta mér ef ég hefði neitað að setja hann inná völlinn aftur," sagði Gregg Popovich, þjálfari Spurs. "Ég sá að hann var mikið meiddur og fóturinn á honum á eftir að verða ljótur á morgun, en það var ekki að ræða það fyrir hann að sitja á bekknum," sagði Popovich. "Ég vildi ekki fara útaf," sagði Tim Duncan um meiðsli sín. "Á miðað við hversu illa ég var að hitta, hefði það nú kannski verið betra. Öll þessi skot voru ágæt, ég var ekki að taka neitt sérstaklega erfið skot í leiknum, þau bara vildu ekki detta," sagði hann í lokin. "Það var hræðilegt að hitta ekki úr síðasta skotinu og ég á áræðanlega eftir að hugsa um það í allt sumar," sagði Ray Allen um misheppnaða tilraun sína á lokasekúndunum. "Ég sá samt eiginlega aldrei körfuna og ég get ekki annað en verið ánægður með tímabilið. Ég hef aldrei fundið fyrir eins mikilli nálægð áhorfenda eins og í vetur," sagði hann. Lið Seattle á stormasamt sumar framundan, því margir af lykilmönnum þeirra, sem og þjálfari þeirra Nate McMillan eru með lausa samninga og óvíst talið að þeir verði áfram hjá liðinu. Atkvæðamestir hjá Seattle:Ray Allen 25 stig, Antonio Daniels 22 stig, Jerome James 10 stig (8 frák), Luke Ridnour 10 stig, Damien Wilkins 10 stig, Nick Collison 8 stig.Atkvæðamestir hjá San Antonio:Tim Duncan 26 stig (9 frák, 5 stoðs), Tony Parker 14 stig, Robert Horry 14 stig, Manu Ginobili 13 stig (7 stoðs, 6 frák), Nazr Mohammed 12 stig (8 frák), Bruce Bowen 9 stig.
NBA Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - KR | Baráttan um úrslitakeppnina í algleymingi Í beinni: Haukar - Valur | Meistararnir mæta föllnum Haukum Í beinni: Höttur - Þór Þ. | Geta stigið stórt skref í átt að úrslitakeppninni Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Í beinni: Panathinaikos - Fiorentina | Íslendingar í Aþenu Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Steig á úðara og meiddist á hné Benedikt hættur með kvennalandsliðið Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Gunnar kveður og Stefán tekur við Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Sjá meira