Spennusaga frá Tsjernóbyl Egill Helgason skrifar 20. maí 2005 00:01 Martin Cruz Smith: Wolves Eat Dogs Þetta er fimmta bókin um Arkadi Renko, rússneska lögreglumanninn sem er söguhetja höfundarins Martin Cruz Smith – kom út í fyrra. Renko hefur lent í því að grafa upp frosin lík í Gorkígarðinum, verið sendur á verksmiðjutogara í Íshafinu, elst við málverk eftir Malevich, sinnt störfum á Kúbu Kastrós en er nú kominn til Tsjernóbyl til að rannsaka morð á tveimur rússneskum auðkýfingum. Renko er aðlaðandi gallagripur, enginn sandalaskandinavi með bumbu. Hann á í sífelldum útistöðum við umhverfi sitt, en er velviljaður og heiðarlegur undir ögn döpru yfirborðinu. Willliam Hurt lék hann í kvikmynd sem var gerð eftir sögunni Gorky Park – það var ekki illa valið. Þetta eru einhverjar bestu spennubækur sem um getur; allar með merkilegu og vel rannsökuðu pólitísku ívafi. Í raun draga þær upp furðu góða mynd af breytingunum í Rússlandi síðustu tvo áratugina eða svo. Cruz Smith er býsna glúrinn að fanga tíðarandann. Fyrsta bókin gerist á tíma Brésnefs, í bókinni Red Square tekur við upplausnartími mafíu og smákrimma þegar ófullburða markaður er að verða til og allt er til sölu. Nýjasta bókin lýsir svo tíma óligarkanna, ungra og eldklárra bisnessmanna sem svífast einskis. Þarna er líka að finna stórgóðar lýsingar á dauða svæðinu í kringum Tsjernobyl. Samkvæmt Cruz Smith er þar miklu meira líf en maður skyldi ætla; fólk sem stelst til að búa þar þrátt fyrir geislavirknina og villt náttúra sem leggst yfir svæðið. Áhugavert. Brotasilfur Silfur Egils Mest lesið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Fleiri fréttir Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Martin Cruz Smith: Wolves Eat Dogs Þetta er fimmta bókin um Arkadi Renko, rússneska lögreglumanninn sem er söguhetja höfundarins Martin Cruz Smith – kom út í fyrra. Renko hefur lent í því að grafa upp frosin lík í Gorkígarðinum, verið sendur á verksmiðjutogara í Íshafinu, elst við málverk eftir Malevich, sinnt störfum á Kúbu Kastrós en er nú kominn til Tsjernóbyl til að rannsaka morð á tveimur rússneskum auðkýfingum. Renko er aðlaðandi gallagripur, enginn sandalaskandinavi með bumbu. Hann á í sífelldum útistöðum við umhverfi sitt, en er velviljaður og heiðarlegur undir ögn döpru yfirborðinu. Willliam Hurt lék hann í kvikmynd sem var gerð eftir sögunni Gorky Park – það var ekki illa valið. Þetta eru einhverjar bestu spennubækur sem um getur; allar með merkilegu og vel rannsökuðu pólitísku ívafi. Í raun draga þær upp furðu góða mynd af breytingunum í Rússlandi síðustu tvo áratugina eða svo. Cruz Smith er býsna glúrinn að fanga tíðarandann. Fyrsta bókin gerist á tíma Brésnefs, í bókinni Red Square tekur við upplausnartími mafíu og smákrimma þegar ófullburða markaður er að verða til og allt er til sölu. Nýjasta bókin lýsir svo tíma óligarkanna, ungra og eldklárra bisnessmanna sem svífast einskis. Þarna er líka að finna stórgóðar lýsingar á dauða svæðinu í kringum Tsjernobyl. Samkvæmt Cruz Smith er þar miklu meira líf en maður skyldi ætla; fólk sem stelst til að búa þar þrátt fyrir geislavirknina og villt náttúra sem leggst yfir svæðið. Áhugavert.
Brotasilfur Silfur Egils Mest lesið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Fleiri fréttir Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira