Hyggst bjóða ódýrari olíu 13. október 2005 19:15 Íslensk olíumiðlun ætlar að bjóða útgerðum olíu á lægra verði en keppinautarnir. Olíusala hófst hjá fyrirtækinu í dag, en það er með birgðastöð í Neskaupstað. Fyrirtækið er í eigu íslenskra aðila og danska fyrirtækisins Malik sem hefur í fimmtán ár sérhæft sig í olíusölu á hafi úti. Fyrsti farmurinn kom til landsins um helgina, á fjórða þúsund tonn, og í dag var svo opnað fyrir viðskiptavini. Íslensk olíumiðlun ætlar að vera með ódýrari olíu en keppinautarnir. Ólafur Kjartansson hjá Íslenskri olíumiðlun segir að félagið hafi það fram yfir keppinautana að það sigli beint til Neskaupstaðar og yfirbygging og kostnaður þess sé sáralítill miðað við keppinautana. Ólafur segir enn fremur að félagið flytja inn sömu olíu og aðrir. Strangt gæðaeftirlit sé hjá félaginu og viðskiptavinirnir og olíufyrirtækið haldi eftir sýni hvor um sig þannig að hægt verði að ganga úr skugga um að ekkert hafi verið að olíunni ef bilun kemur upp í vélum skipanna. Hann segir ekki áform um að koma upp birgðastöðvum víðar á landinu. Búið sé að koma upp einum tanki sem sé fjögur þúsund rúmmetrar, sem samsvari 3500 tonnum, og áður en hugað verði að öðrum stöðum verið öðrum tanki komið upp í Neskaupstað af sömu stærð ef markaðurinn kalli á það. Ólafur segir aðstöðuna í Neskaupstað góða. Þá segir hann engin áform um að hefja innflutning og sölu á bensíni eða dísilolíu. Ólafur segir að lengi hafi verið erfitt að komast inn á skipaolíumarkaðinn. Það sé hugsanlega auðveldara nú en áður en skýrsla Samkeppnisstofnunar hafi komið út. Mörg útgerðarfyrirtæki hafi haft langtímasamninga við olíufélögin en þeim hafi fækkað. Menn hafi brugðist við skýrslunni með því að leita eftir tilboðum til skemmri tíma og það henti Íslenskri olíumiðlun ágætlega. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Sjá meira
Íslensk olíumiðlun ætlar að bjóða útgerðum olíu á lægra verði en keppinautarnir. Olíusala hófst hjá fyrirtækinu í dag, en það er með birgðastöð í Neskaupstað. Fyrirtækið er í eigu íslenskra aðila og danska fyrirtækisins Malik sem hefur í fimmtán ár sérhæft sig í olíusölu á hafi úti. Fyrsti farmurinn kom til landsins um helgina, á fjórða þúsund tonn, og í dag var svo opnað fyrir viðskiptavini. Íslensk olíumiðlun ætlar að vera með ódýrari olíu en keppinautarnir. Ólafur Kjartansson hjá Íslenskri olíumiðlun segir að félagið hafi það fram yfir keppinautana að það sigli beint til Neskaupstaðar og yfirbygging og kostnaður þess sé sáralítill miðað við keppinautana. Ólafur segir enn fremur að félagið flytja inn sömu olíu og aðrir. Strangt gæðaeftirlit sé hjá félaginu og viðskiptavinirnir og olíufyrirtækið haldi eftir sýni hvor um sig þannig að hægt verði að ganga úr skugga um að ekkert hafi verið að olíunni ef bilun kemur upp í vélum skipanna. Hann segir ekki áform um að koma upp birgðastöðvum víðar á landinu. Búið sé að koma upp einum tanki sem sé fjögur þúsund rúmmetrar, sem samsvari 3500 tonnum, og áður en hugað verði að öðrum stöðum verið öðrum tanki komið upp í Neskaupstað af sömu stærð ef markaðurinn kalli á það. Ólafur segir aðstöðuna í Neskaupstað góða. Þá segir hann engin áform um að hefja innflutning og sölu á bensíni eða dísilolíu. Ólafur segir að lengi hafi verið erfitt að komast inn á skipaolíumarkaðinn. Það sé hugsanlega auðveldara nú en áður en skýrsla Samkeppnisstofnunar hafi komið út. Mörg útgerðarfyrirtæki hafi haft langtímasamninga við olíufélögin en þeim hafi fækkað. Menn hafi brugðist við skýrslunni með því að leita eftir tilboðum til skemmri tíma og það henti Íslenskri olíumiðlun ágætlega.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Sjá meira