Betra að reykja en vera of þungur 13. október 2005 19:15 "Ég lít svo á að þarna sé klárlega um mismunun að ræða," segir Friðjón Guðjohnsen kjörfaðir um ættleiðingarmál Lilju Sæmundsdóttur sem nú er fyrir dómstólum. Dómsmálaráðuneytið synjaði henni um að ættleiða barn frá Kína þar sem hún væri of þung. Friðjón og kona hans hafa ættleitt eitt barn frá útlöndum og hafa fengið forsamþykki ráðuneytisins um að ættleiða annað. Friðjón þekkir því ættleiðingaferlið vel. "Ráðuneytið notar meðal annars ákveðinn þyngdarstuðul, svokallaðan BMI stuðul, í vinnu sinni á umsóknunum," segir Friðjón. "Þessi stuðull er reiknaður út frá hæð og þyngd viðkomandi. Ef hann er utan þeirra marka sem þeir telja eðlileg, eða yfir 25, þá óskar ráðuneytið eftir frekari upplýsingum. Það sem mér finnst gagnrýni vert er að þá um leið er það þegar búið að leggja mat á umsækjendur, bara út frá þessum eina þætti. " Friðjón sagði að í bæði skiptin sem þau hjón hefðu sótt um að fá að ættleiða hefði ráðuneytið vakið sérstaka athygli barnaverndaryfirvalda á því að þau væru, að áliti þess, of þung. Hefði ráðuneytið beðið barnaverndaryfirvöld um að afla sérstakra upplýsinga um heilsufar þeirra. Þessara upplýsinga hefði átt að afla þar sem ráðuneytið teldi að þyngd yfir kjörþyngd væri áhættuþáttur ýmissa hjarta og æðasjúkdóma. "Ég spurði þá starfsmann ráðuneytisins sérstaklega um hvort óskað væri eftir sömu upplýsingum ef umsækjandi reykti og hann sagði að svo væri ekki. Spurt er sérstaklega hvort umsækjandi reyki í umsókninni um forsamþykki, þannig að ráðuneytinu á að vera kunnugt um það," segir Friðjón og vísar til útreikninga Hjartaverndar þar sem áhætta á hjarta- og æðasjúkdómum er talin margfalt meiri af völdum reykinga heldur en ofþyngdar. Hann bendir á að þeir starfsmenn ráðuneytisins sem skoði umsóknirnar séu að jafnaði lögfræðingar, sem hafi hvorki læknisfræðimenntun né aðra sérstaka menntun til þess að meta áhættuþætti hjarta og æðasjúkdóma. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
"Ég lít svo á að þarna sé klárlega um mismunun að ræða," segir Friðjón Guðjohnsen kjörfaðir um ættleiðingarmál Lilju Sæmundsdóttur sem nú er fyrir dómstólum. Dómsmálaráðuneytið synjaði henni um að ættleiða barn frá Kína þar sem hún væri of þung. Friðjón og kona hans hafa ættleitt eitt barn frá útlöndum og hafa fengið forsamþykki ráðuneytisins um að ættleiða annað. Friðjón þekkir því ættleiðingaferlið vel. "Ráðuneytið notar meðal annars ákveðinn þyngdarstuðul, svokallaðan BMI stuðul, í vinnu sinni á umsóknunum," segir Friðjón. "Þessi stuðull er reiknaður út frá hæð og þyngd viðkomandi. Ef hann er utan þeirra marka sem þeir telja eðlileg, eða yfir 25, þá óskar ráðuneytið eftir frekari upplýsingum. Það sem mér finnst gagnrýni vert er að þá um leið er það þegar búið að leggja mat á umsækjendur, bara út frá þessum eina þætti. " Friðjón sagði að í bæði skiptin sem þau hjón hefðu sótt um að fá að ættleiða hefði ráðuneytið vakið sérstaka athygli barnaverndaryfirvalda á því að þau væru, að áliti þess, of þung. Hefði ráðuneytið beðið barnaverndaryfirvöld um að afla sérstakra upplýsinga um heilsufar þeirra. Þessara upplýsinga hefði átt að afla þar sem ráðuneytið teldi að þyngd yfir kjörþyngd væri áhættuþáttur ýmissa hjarta og æðasjúkdóma. "Ég spurði þá starfsmann ráðuneytisins sérstaklega um hvort óskað væri eftir sömu upplýsingum ef umsækjandi reykti og hann sagði að svo væri ekki. Spurt er sérstaklega hvort umsækjandi reyki í umsókninni um forsamþykki, þannig að ráðuneytinu á að vera kunnugt um það," segir Friðjón og vísar til útreikninga Hjartaverndar þar sem áhætta á hjarta- og æðasjúkdómum er talin margfalt meiri af völdum reykinga heldur en ofþyngdar. Hann bendir á að þeir starfsmenn ráðuneytisins sem skoði umsóknirnar séu að jafnaði lögfræðingar, sem hafi hvorki læknisfræðimenntun né aðra sérstaka menntun til þess að meta áhættuþætti hjarta og æðasjúkdóma.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira