Miami 0 - Detroit 1 24. maí 2005 00:01 Meistarar Detroit Pistons hafa stundum orð á því að lið þeirra hafi ekki fengið þá virðingu áhorfenda og fjölmiðlamanna sem meistaraliði sæmir. Þeir njóta hinsvegar virðingar mótherja sinna á vellinum, ekki síst eftir leiki eins og gær þegar þeir lögðu Miami 90-81 í fyrsta leik liðanna í úrslitum austurdeildarinnar. Það var fyrst og fremst harður varnarleikur og skipulagður sóknarleikur sem skóp sigur meistaranna í Miami í nótt og þeir hafa nú tryggt sér heimavallarréttinn í eivíginu. Larry Brown þjálfari Detroit, sýndi snilli sína gær og uppstillingar hans í vörn og sókn ollu Miami gríðarlegum vandræðum. Brown hefur greinilega unnið heimavinnuna sína eins og venjulega, því eftir að Shaquille O´Neal hafði skorað úr fyrstu fjórum skotum sínum í leiknum, var hann nánast klipptur út og fékk lítið úr að moða eftir það. Sömu sögu var að segja um ungstirnið Dwayne Wade, en hann mátti sín lítils gegn hörkuvörn Tayshaun Prince á löngum köflum og hitti mjög illa. Ljóst er að Shaquille O´Neal getur auðvitað ekki beitt sér að fullu fyrir Miami og það varð ekki ljóst fyrr en rétt fyrir leikinn hvort hann myndi spila. Möguleikar Miami í einvíginu byggjast mikið á því hvort tröllið nær að hrista af sér meiðsli sín, en það verður að teljast býsna ólíklegt úr þessu og því þarf Flórídaliðið nú á öllu sínu að halda ef ekki á illa að fara fyrir þeim gegn frábæru og vel samstilltu liði meistaranna. "Þeir gerðu vel í að finna auðveldar lausnir á móti okkur í varnarleiknum, en án þess að taka nokkuð frá þeim, held ég þó að það hafi verið þolinmæði þeirra og nýting á færum sem gerði útslagið í leiknum í kvöld. Við náðum ekki að gera sömu hluti og þeir voru að gera," sagði Stan Van Gundy þjálfari Miami eftir leikinn. Eftir að Detroit hafði verið skrefinu á undan í leiknum lengst af, náði Miami að jafna leikinn í 80-80, en þá var eins og það væri reynsla meistaranna sem réði úrslitum. "Við höfum verið í þessari aðstöðu áður og þegar staðan er jöfn og lítið eftir af leiknum, er það reynsla okkar sem meistaraliðs sem vegur þungt og þá detta skotin okkar," sagði Chauncey Billups hjá Detroit. Atkvæðamestir hjá Miami:Eddie Jones 22 stig (8 frák), Shaquille O´Neal 20 stig (5 frák), Dwayne Wade 16 stig (6 frák, hitti úr 7 af 25 skotum), Keyon Dooling 8 stig, Udonis Haslem 6 stig (6 frák).Atkvæðamestir hjá Detroit:Rasheed Wallace 20 stig (10 frák), Chauncey Billups 18 stig (5 stoðs), Rip Hamilton 16 stig (5 stoðs), Ben Wallace 13 stig (13 frák), Tayshaun Prince 13 stig, Antonio McDyess 10 stig (6 frák). NBA Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sjá meira
Meistarar Detroit Pistons hafa stundum orð á því að lið þeirra hafi ekki fengið þá virðingu áhorfenda og fjölmiðlamanna sem meistaraliði sæmir. Þeir njóta hinsvegar virðingar mótherja sinna á vellinum, ekki síst eftir leiki eins og gær þegar þeir lögðu Miami 90-81 í fyrsta leik liðanna í úrslitum austurdeildarinnar. Það var fyrst og fremst harður varnarleikur og skipulagður sóknarleikur sem skóp sigur meistaranna í Miami í nótt og þeir hafa nú tryggt sér heimavallarréttinn í eivíginu. Larry Brown þjálfari Detroit, sýndi snilli sína gær og uppstillingar hans í vörn og sókn ollu Miami gríðarlegum vandræðum. Brown hefur greinilega unnið heimavinnuna sína eins og venjulega, því eftir að Shaquille O´Neal hafði skorað úr fyrstu fjórum skotum sínum í leiknum, var hann nánast klipptur út og fékk lítið úr að moða eftir það. Sömu sögu var að segja um ungstirnið Dwayne Wade, en hann mátti sín lítils gegn hörkuvörn Tayshaun Prince á löngum köflum og hitti mjög illa. Ljóst er að Shaquille O´Neal getur auðvitað ekki beitt sér að fullu fyrir Miami og það varð ekki ljóst fyrr en rétt fyrir leikinn hvort hann myndi spila. Möguleikar Miami í einvíginu byggjast mikið á því hvort tröllið nær að hrista af sér meiðsli sín, en það verður að teljast býsna ólíklegt úr þessu og því þarf Flórídaliðið nú á öllu sínu að halda ef ekki á illa að fara fyrir þeim gegn frábæru og vel samstilltu liði meistaranna. "Þeir gerðu vel í að finna auðveldar lausnir á móti okkur í varnarleiknum, en án þess að taka nokkuð frá þeim, held ég þó að það hafi verið þolinmæði þeirra og nýting á færum sem gerði útslagið í leiknum í kvöld. Við náðum ekki að gera sömu hluti og þeir voru að gera," sagði Stan Van Gundy þjálfari Miami eftir leikinn. Eftir að Detroit hafði verið skrefinu á undan í leiknum lengst af, náði Miami að jafna leikinn í 80-80, en þá var eins og það væri reynsla meistaranna sem réði úrslitum. "Við höfum verið í þessari aðstöðu áður og þegar staðan er jöfn og lítið eftir af leiknum, er það reynsla okkar sem meistaraliðs sem vegur þungt og þá detta skotin okkar," sagði Chauncey Billups hjá Detroit. Atkvæðamestir hjá Miami:Eddie Jones 22 stig (8 frák), Shaquille O´Neal 20 stig (5 frák), Dwayne Wade 16 stig (6 frák, hitti úr 7 af 25 skotum), Keyon Dooling 8 stig, Udonis Haslem 6 stig (6 frák).Atkvæðamestir hjá Detroit:Rasheed Wallace 20 stig (10 frák), Chauncey Billups 18 stig (5 stoðs), Rip Hamilton 16 stig (5 stoðs), Ben Wallace 13 stig (13 frák), Tayshaun Prince 13 stig, Antonio McDyess 10 stig (6 frák).
NBA Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sjá meira