Tónlist og teygjur fara vel saman 24. maí 2005 00:01 Margir sjá fyrir sér að það að spila á hljóðfæri sé ekkert sérstaklega erfið vinna líkamlega en þær Herdís Anna Jónsdóttir og Rósa Guðmundsdóttir, hljóðfæraleikarar við Sinfóníuhljómsveit Íslands, vilja aldeilis ekki meina það. "Atvinnuhljóðfæraleikari þarf að vera í sama formi og ólympíufari. Það sagði sjúkraþjálfarinn okkar að minnsta kosti," segir Herdís ákveðin. "Við þurfum að þekkja hverja taug og hvert vöðvaknippi til að geta sinnt okkar starfi sem skyldi og geta haldið hljóðfærinu tímunum saman í sömu stellingu." Og því er það að í kaffitímanum á virkum morgnum klukkan ellefu breytist stóri salurinn í Háskólabíó í smástund úr hljómsveitaræfingasvæði í jógastöð, með teygjum og öndunaræfingum undir stjórn þeirra Rósu og Herdísar. "Hugsaðu þér ef áttatíu blaðamenn og aðrir sem vinna við tölvu þyrftu að vélrita nákvæmlega í takt, á sama hraða og vera búin á nákvæmlega sama tíma, og fylgjast með stjórnanda allan tímann að auki. Hljóðfæraleikari í hljómsveit getur ekki stoppað og velt fyrir sér hvernig er best að gera eitthvað, eða ákveðið að standa aðeins á fætur og teygja úr sér eða fara á klósettið. Þetta veldur heilmikilli streitu og spennu hjá hljóðfæraleikurum." Þær stöllur efast ekki um að teygjurnar hafi bætt hljóminn í hljómsveitinni. "Því betur sem þú nærð að slaka, því betur nær hljóðfærið þitt að hljóma," segir Rósa. "Svo er þetta líka gott fyrir starfsandann í hljómsveitinni." Þær segja gestastjórnendur mjög hrifna af teygjuframtakinu. "Ashkenazy fannst þetta alveg frábært og teygði með af mikilli einbeitingu. Við höfum ekki hitt neinn stjórnanda sem hefur kynnst hópteygjum annars staðar, svo þetta virðist vera einstakt framtak hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands," segir Herdís. "Við ættum að fara í teygjutrúboð." En hverjir skyldu vera duglegastir að teygja? "Fólk er misduglegt en það fer ekkert eftir hljóðfærunum. Ef það er ekki teygt, sem stundum vill vera, þá taka blásararnir það hins vegar helst nærri sér og koma og skamma okkur." Kaffihléinu er lokið og nýteygðir hljóðfæraleikarar taka til starfa að nýju. Blaðamaður laumast til að gera teygjur frammi á gangi við undirleik Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Heilsa Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Margir sjá fyrir sér að það að spila á hljóðfæri sé ekkert sérstaklega erfið vinna líkamlega en þær Herdís Anna Jónsdóttir og Rósa Guðmundsdóttir, hljóðfæraleikarar við Sinfóníuhljómsveit Íslands, vilja aldeilis ekki meina það. "Atvinnuhljóðfæraleikari þarf að vera í sama formi og ólympíufari. Það sagði sjúkraþjálfarinn okkar að minnsta kosti," segir Herdís ákveðin. "Við þurfum að þekkja hverja taug og hvert vöðvaknippi til að geta sinnt okkar starfi sem skyldi og geta haldið hljóðfærinu tímunum saman í sömu stellingu." Og því er það að í kaffitímanum á virkum morgnum klukkan ellefu breytist stóri salurinn í Háskólabíó í smástund úr hljómsveitaræfingasvæði í jógastöð, með teygjum og öndunaræfingum undir stjórn þeirra Rósu og Herdísar. "Hugsaðu þér ef áttatíu blaðamenn og aðrir sem vinna við tölvu þyrftu að vélrita nákvæmlega í takt, á sama hraða og vera búin á nákvæmlega sama tíma, og fylgjast með stjórnanda allan tímann að auki. Hljóðfæraleikari í hljómsveit getur ekki stoppað og velt fyrir sér hvernig er best að gera eitthvað, eða ákveðið að standa aðeins á fætur og teygja úr sér eða fara á klósettið. Þetta veldur heilmikilli streitu og spennu hjá hljóðfæraleikurum." Þær stöllur efast ekki um að teygjurnar hafi bætt hljóminn í hljómsveitinni. "Því betur sem þú nærð að slaka, því betur nær hljóðfærið þitt að hljóma," segir Rósa. "Svo er þetta líka gott fyrir starfsandann í hljómsveitinni." Þær segja gestastjórnendur mjög hrifna af teygjuframtakinu. "Ashkenazy fannst þetta alveg frábært og teygði með af mikilli einbeitingu. Við höfum ekki hitt neinn stjórnanda sem hefur kynnst hópteygjum annars staðar, svo þetta virðist vera einstakt framtak hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands," segir Herdís. "Við ættum að fara í teygjutrúboð." En hverjir skyldu vera duglegastir að teygja? "Fólk er misduglegt en það fer ekkert eftir hljóðfærunum. Ef það er ekki teygt, sem stundum vill vera, þá taka blásararnir það hins vegar helst nærri sér og koma og skamma okkur." Kaffihléinu er lokið og nýteygðir hljóðfæraleikarar taka til starfa að nýju. Blaðamaður laumast til að gera teygjur frammi á gangi við undirleik Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Heilsa Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira