Slapp ótrúlega vel í ljótu slysi 24. maí 2005 00:01 Maðurinn sem slapp ótrúlega vel eftir að vörubíll hans valt á Þjórsárdalsvegi á sunnudag hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Þetta er í annað skiptið á ævinni sem hann sleppur svona vel frá alvarlegu slysi. Björn Bragi Sævarsson vörubílstjóri fékk að fara heim af sjúkrahúsi í dag og telja læknarnir að hann muni ná sér að fullu. Hann rifbeinsbrotnaði, brákaðist á hrygg, annað herðablaðið brotnaði auk þess sem þrír tindar á hryggnum brotnuðu. Miðað við hversu mikið bíllinn skemmdist þykir hann hafa sloppið ótrúlega vel. Það er ekki í fyrsta skipti því þegar hann var sex ára varð hann undir dráttarvél. Við það skekktist á honum mjöðmin en annað ekki. Síðasta sunnudagsmorgunn þegar slysið varð var Björn Bragi að fara með sand til Hrauneyja en hvað gerðist? Björn Bragi segist hafa ekið upp á hæð og fengið morgunsólina beint framan í sig. Áður en hann hafi vitað hafi hann verið kominn út af veginum en hann hafi reynt að beygja inn á hann aftur en hafi verið alltof seinn. Bíllinn hafi stungist út af og hann hafi fundið eitthvað stingast í bakið á sér og í kjölfarið hafi hann skollið á framrúðunni. Síðan muni hann ekki meira fyrr en hann hafi vaknað fyrir utan bílinn. Björn Bragi segir að þá hafi hann hvorki heyrt né séð og ekki fundið fyrir neinu og því hafi hann haldið stutta stund að hann væri dáinn. Í kjölfarið hafi hann þreifað á sjálfum sér og fundið að hann væri nokkurn veginn í lagi. Björn Bragi beið eftir því að fá sjónina aftur en hún kom smátt og smátt. Síðan reyndi hann að finna símann sinn en fann í staðinn annan skóinn og fór í hann. Eins vafði hann handklæði sem hann sá um höfuðið á sér og lagði á stað. Björn segist hafa hlaupið eftir veginum því hann hafi orðið hræddur um að missa meðvitund eða að honum blæddi út. Eftir nokkra metra hafi hann misst skóinn en hann hafi ekki þorað að stoppa og klæða sig í hann heldur hafi hann haldið áfram. Nokkru síðar stöðvaði hann til pissa og fór að þá að finna virkilega til í líkamanum auk þess sem kuldinn var farinn að bíta. En hann hugsaði ekki um annað en að komast alla leið. Björn Bragi segir að síðasta brekkan áður en hann kom að bænum þar sem hann lét vita af sér hafi verið mjög erfið enda hafi sársaukinn þá verið mjög mikill. Hann hafi þó vitað innst inn þá að hann myndi hafa það af. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Maðurinn sem slapp ótrúlega vel eftir að vörubíll hans valt á Þjórsárdalsvegi á sunnudag hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Þetta er í annað skiptið á ævinni sem hann sleppur svona vel frá alvarlegu slysi. Björn Bragi Sævarsson vörubílstjóri fékk að fara heim af sjúkrahúsi í dag og telja læknarnir að hann muni ná sér að fullu. Hann rifbeinsbrotnaði, brákaðist á hrygg, annað herðablaðið brotnaði auk þess sem þrír tindar á hryggnum brotnuðu. Miðað við hversu mikið bíllinn skemmdist þykir hann hafa sloppið ótrúlega vel. Það er ekki í fyrsta skipti því þegar hann var sex ára varð hann undir dráttarvél. Við það skekktist á honum mjöðmin en annað ekki. Síðasta sunnudagsmorgunn þegar slysið varð var Björn Bragi að fara með sand til Hrauneyja en hvað gerðist? Björn Bragi segist hafa ekið upp á hæð og fengið morgunsólina beint framan í sig. Áður en hann hafi vitað hafi hann verið kominn út af veginum en hann hafi reynt að beygja inn á hann aftur en hafi verið alltof seinn. Bíllinn hafi stungist út af og hann hafi fundið eitthvað stingast í bakið á sér og í kjölfarið hafi hann skollið á framrúðunni. Síðan muni hann ekki meira fyrr en hann hafi vaknað fyrir utan bílinn. Björn Bragi segir að þá hafi hann hvorki heyrt né séð og ekki fundið fyrir neinu og því hafi hann haldið stutta stund að hann væri dáinn. Í kjölfarið hafi hann þreifað á sjálfum sér og fundið að hann væri nokkurn veginn í lagi. Björn Bragi beið eftir því að fá sjónina aftur en hún kom smátt og smátt. Síðan reyndi hann að finna símann sinn en fann í staðinn annan skóinn og fór í hann. Eins vafði hann handklæði sem hann sá um höfuðið á sér og lagði á stað. Björn segist hafa hlaupið eftir veginum því hann hafi orðið hræddur um að missa meðvitund eða að honum blæddi út. Eftir nokkra metra hafi hann misst skóinn en hann hafi ekki þorað að stoppa og klæða sig í hann heldur hafi hann haldið áfram. Nokkru síðar stöðvaði hann til pissa og fór að þá að finna virkilega til í líkamanum auk þess sem kuldinn var farinn að bíta. En hann hugsaði ekki um annað en að komast alla leið. Björn Bragi segir að síðasta brekkan áður en hann kom að bænum þar sem hann lét vita af sér hafi verið mjög erfið enda hafi sársaukinn þá verið mjög mikill. Hann hafi þó vitað innst inn þá að hann myndi hafa það af.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira