Trúnaðarloforð réttlæti ekki lygi 28. maí 2005 00:01 Íþróttamenn, kaupsýslumenn, stjórnmálamenn, blaðamenn, - það er sama hvar gripið er niður, í öllum stéttum þjóðfélagsins má finna dæmi um menn sem reyna að ljúga sig úr vandræðum. Loforð um trúnað réttlætir þó ekki lygi, að mati siðfræðings á sviði viðskipta. Stóru olíufélögin eru nýbúin að borga sektir fyrir ólögmætt verðsamráð og að taka samkeppni úr sambandi. Nýráðinn fréttastjóri Útvarpsins mundi ekki til þess að hafa hitt formann útvarpsráðs daginn áður en hann hugðist hefja störf. Útgefendur Blaðsins könnuðust ekki við krógann á undirbúningsstigi. Eldri dæmi má tiltaka sem orðið hafa tilefni fréttaumfjöllunar. Verðbréfamiðlari fjárfesti fyrir stórt fyrirtæki í Landsbankanum en gaf annað í skyn, að um einstaklinga væri að ræða. Stjórnarformaður Reyðaráls játaði að hann hefði sagt ósatt um samningaviðræður við Norsk Hydro. Hann sagði ekki hægt að segja alltaf strax frá öllu sem gerist. Nýjasta dæmið er Guðjón Þórðarson sem fór frá Keflavík til að þjálfa Notts County. Í Íslandi í dag sagðist hann ekki hafa talað við Notts County. Ketil Berg Magnússon, viðskiptasiðfræðingur sem kennir við Háskólann í Reykjavík, segir að ýmsar ástæður kunni að liggja að baki ósannsögli, til að mynda klaufaskapur. Það sé ekki alltaf vilji til að brjóta eðlilegar samskiptareglur. Hann segir menn með slíkar forsendur grafa undan viðskiptum. Þeim sé alveg sama um aðra og þar sem viðskipti gangi út á samskipti og traust er einn mikilvægasti þátturinn í viðskiptum grafi þeir undan því að þau geti átt sér stað eðlilega. Það hafi mun víðtækari áhrif en í einstökum tilfellum. Í raun séu menn að grafa undan hugmyndinni um viðskipti. En getur verið réttlætanlegt að segja ósatt til að virða trúnað? Ketill segir aðrar leiðir til að verja trúnað en að ljúga. Menn geti í langflestum tilfellum neitað að gefa upp upplýsingar án þess að ljúga. Erlendis hefur komið í ljós að margir sem stunda viðskipti telja að það gildi ekki sömu reglur á því sviði og í daglegu lífi. Ketill segir menn halda að þeir megi blekkja eins og í póker. Ketill segir enn fremur að með aukinni þjálfun þeirra sem stunda viðskipti í að horfa á athafnir sínar út frá fleiri sjónarhornum en sínu verði þeir hæfari í að átta sig á því að lygi er alls ekki réttlætanleg í viðskiptum hún geti skaðað ekki bara orðspor viðskiptamanna heldur hugmyndina um viðskipti. Afsökunin: „Þetta er bara bisness,“ haldi því ekki vatni. Í Hávamálum segir að launa skuli lausung við lygi. Ósannsögli rýrir traust. Það er hverju orði sannara og hún er talin hafa bæði smitandi og afsiðandi áhrif. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Íþróttamenn, kaupsýslumenn, stjórnmálamenn, blaðamenn, - það er sama hvar gripið er niður, í öllum stéttum þjóðfélagsins má finna dæmi um menn sem reyna að ljúga sig úr vandræðum. Loforð um trúnað réttlætir þó ekki lygi, að mati siðfræðings á sviði viðskipta. Stóru olíufélögin eru nýbúin að borga sektir fyrir ólögmætt verðsamráð og að taka samkeppni úr sambandi. Nýráðinn fréttastjóri Útvarpsins mundi ekki til þess að hafa hitt formann útvarpsráðs daginn áður en hann hugðist hefja störf. Útgefendur Blaðsins könnuðust ekki við krógann á undirbúningsstigi. Eldri dæmi má tiltaka sem orðið hafa tilefni fréttaumfjöllunar. Verðbréfamiðlari fjárfesti fyrir stórt fyrirtæki í Landsbankanum en gaf annað í skyn, að um einstaklinga væri að ræða. Stjórnarformaður Reyðaráls játaði að hann hefði sagt ósatt um samningaviðræður við Norsk Hydro. Hann sagði ekki hægt að segja alltaf strax frá öllu sem gerist. Nýjasta dæmið er Guðjón Þórðarson sem fór frá Keflavík til að þjálfa Notts County. Í Íslandi í dag sagðist hann ekki hafa talað við Notts County. Ketil Berg Magnússon, viðskiptasiðfræðingur sem kennir við Háskólann í Reykjavík, segir að ýmsar ástæður kunni að liggja að baki ósannsögli, til að mynda klaufaskapur. Það sé ekki alltaf vilji til að brjóta eðlilegar samskiptareglur. Hann segir menn með slíkar forsendur grafa undan viðskiptum. Þeim sé alveg sama um aðra og þar sem viðskipti gangi út á samskipti og traust er einn mikilvægasti þátturinn í viðskiptum grafi þeir undan því að þau geti átt sér stað eðlilega. Það hafi mun víðtækari áhrif en í einstökum tilfellum. Í raun séu menn að grafa undan hugmyndinni um viðskipti. En getur verið réttlætanlegt að segja ósatt til að virða trúnað? Ketill segir aðrar leiðir til að verja trúnað en að ljúga. Menn geti í langflestum tilfellum neitað að gefa upp upplýsingar án þess að ljúga. Erlendis hefur komið í ljós að margir sem stunda viðskipti telja að það gildi ekki sömu reglur á því sviði og í daglegu lífi. Ketill segir menn halda að þeir megi blekkja eins og í póker. Ketill segir enn fremur að með aukinni þjálfun þeirra sem stunda viðskipti í að horfa á athafnir sínar út frá fleiri sjónarhornum en sínu verði þeir hæfari í að átta sig á því að lygi er alls ekki réttlætanleg í viðskiptum hún geti skaðað ekki bara orðspor viðskiptamanna heldur hugmyndina um viðskipti. Afsökunin: „Þetta er bara bisness,“ haldi því ekki vatni. Í Hávamálum segir að launa skuli lausung við lygi. Ósannsögli rýrir traust. Það er hverju orði sannara og hún er talin hafa bæði smitandi og afsiðandi áhrif.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira