Lagabreytingu þarf til 31. maí 2005 00:01 Héraðsdómari segir að breyta verði lögum til að losna við vonda nágranna. Fokið sé í flest skjól hjá þeim sem sæta brotum á húsfriði. Lögmaður Húseigandafélagsins segir löngu tímabært að taka á slíkum málum. Fjöldi útburðarmála fer fyrir dómstóla á hverju ári. Fyrir helgi var kveðinn upp dómur í einu slíku þar sem Félagsbústaðir, sem eru í eigu Reykjavíkurborgar, vildi segja leigjanda upp húsnæðinu eftir að nágrannar höfðu ítrekað kvartað undan hávaða. Dómari taldi að þrátt fyrir að ljóst væri að viðkomandi hafi verið með ónæði og hávaða hafi af tæknilegum ástæðum þurft að hafna útburði. Lögmaður húseigendafélagsins, Hrund Kristinsdóttir, segir að málinu verði áfrýjað. Hún segir þessi mál ætíð erfið og ástandið sé vægast sagt slæmt. Brotaþolar beri sönnunarbyrðina og til þess að geta sannað brotin þurfi afrit af lögregluskýrslum sem lögregla hefur ekki viljað afhenda svo glatt. Hrund segir í raun erfitt að skilja hvers vegna leigjendur sem ekki borga leigu eða skemma húsnæði fái að dvelja áfram í húsnæðinu. Og ekki dugi fyrir nágranna að selja húsnæði sitt því ekki sé hægt að losna við það öðruvísi en að láta vita af erfiðu nágrönnunum. Dómarinn í fyrrgreindu máli segir í niðurstöðu dóms síns að fokið sýnist í flest skjól þeirra sem sæta brotum á húsfriði. Lögregla neiti þeim um skýrslur sem lýsa tilefni útkalls á grundvelli persónuverndar hins brotlega en lögregluskýrslur hafi fram til þessa reynst sterkasta haldreipi þeirra sem brot á húsfriði þurfi að þola. Þá sé fólki fyrirmunað að sanna mál sitt með milliliðalausri sönnunarfærslu fyrir dómi eftir þeirri réttarframkvæmd sem ríkt hefur. Dómarinn segir að það séu stjórnarskrárvarin grundvallarmannréttindi að búa við frið á heimili sínu og þetta ástand knýi á um breytingar í málum af þessu tagi. Hrund vonar að málið verði til þess að breytingar fari nú að eiga sér stað. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Héraðsdómari segir að breyta verði lögum til að losna við vonda nágranna. Fokið sé í flest skjól hjá þeim sem sæta brotum á húsfriði. Lögmaður Húseigandafélagsins segir löngu tímabært að taka á slíkum málum. Fjöldi útburðarmála fer fyrir dómstóla á hverju ári. Fyrir helgi var kveðinn upp dómur í einu slíku þar sem Félagsbústaðir, sem eru í eigu Reykjavíkurborgar, vildi segja leigjanda upp húsnæðinu eftir að nágrannar höfðu ítrekað kvartað undan hávaða. Dómari taldi að þrátt fyrir að ljóst væri að viðkomandi hafi verið með ónæði og hávaða hafi af tæknilegum ástæðum þurft að hafna útburði. Lögmaður húseigendafélagsins, Hrund Kristinsdóttir, segir að málinu verði áfrýjað. Hún segir þessi mál ætíð erfið og ástandið sé vægast sagt slæmt. Brotaþolar beri sönnunarbyrðina og til þess að geta sannað brotin þurfi afrit af lögregluskýrslum sem lögregla hefur ekki viljað afhenda svo glatt. Hrund segir í raun erfitt að skilja hvers vegna leigjendur sem ekki borga leigu eða skemma húsnæði fái að dvelja áfram í húsnæðinu. Og ekki dugi fyrir nágranna að selja húsnæði sitt því ekki sé hægt að losna við það öðruvísi en að láta vita af erfiðu nágrönnunum. Dómarinn í fyrrgreindu máli segir í niðurstöðu dóms síns að fokið sýnist í flest skjól þeirra sem sæta brotum á húsfriði. Lögregla neiti þeim um skýrslur sem lýsa tilefni útkalls á grundvelli persónuverndar hins brotlega en lögregluskýrslur hafi fram til þessa reynst sterkasta haldreipi þeirra sem brot á húsfriði þurfi að þola. Þá sé fólki fyrirmunað að sanna mál sitt með milliliðalausri sönnunarfærslu fyrir dómi eftir þeirri réttarframkvæmd sem ríkt hefur. Dómarinn segir að það séu stjórnarskrárvarin grundvallarmannréttindi að búa við frið á heimili sínu og þetta ástand knýi á um breytingar í málum af þessu tagi. Hrund vonar að málið verði til þess að breytingar fari nú að eiga sér stað.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira