Stjórnarslit hafi ekki verið nærri 31. maí 2005 00:01 Forsætisráðherra segir að aldrei hafi legið nærri stjórnarslitum vegna sölunnar á ríkisbönkunum. Hann segir úttekt Fréttablaðsins á einkavæðingunni innihalda rangfærslur sem hefði mátt leiðrétta með einu símtali, en aldrei hafi verið leitað eftir upplýsingum úr ráðuneytinu. Fréttablaðið hefur undanfarna fjóra daga birt greinar um söluna á hlut ríkisins í Landsbankanum og Búnaðarbankanum. Þar hefur meðal annars komið fram að Halldór Ásgrímsson hafi rætt við fulltrúa S-hópsins og Kaldbaks, sem báðir vildu eignast Búnaðarbankann haustið 2002, og hvatt þá til að sameinast um tilboð. Halldór segir ekkert óeðlilegt við þessi samskipti. Hann segir Jóhannes Geir Sigurgeirsson hafa leitað eftir samtali við sig en hann hafi ekki haft tíma í það, auk þess sem ráðherra var staddur á Selfossi, og beðið þá um að hringja í sig sem þeir hafi gert. Halldór segist hafa sagt að hann gæti lítið gert í málinu en farsælast væri ef þeir gætu sameinast í málinu. „Þeir gerðu það ekki og ég hafði engin frekari afskipti af því," segir Halldór. Halldór segist enn fremur hafa veitt ýmis samtöl í gegnum tíðina og það geri hann á hverjum einasta degi. Í úttektinni segir einnig að einkavæðingarnefnd hafi ekki verið látin vita af ákvörðun stjórnvalda um að selja Búnaðarbankann um leið og Landsbankann. Var eðlilegt að taka þannig fram fyrir hendurnar á nefndinni sem átti að sjá um einkavæðinguna? Halldór segir að það hafi alderu verið gert. Það liggi þó ljóst fyrir að ráðherrar taki endanlegar ákvarðanir en ekki embættismenn. Halldór segir það einnig „tóma vitleysu" að hann hafi hótað stjórnarslitum vegna málsins. „Allt þetta hefði verið hægt að leiðrétta með einu símtali en viðkomandi virðast ekki hafa haft áhuga á því," segir forsætisráðherra. Það fer ekki milli mála þegar umfjöllun um málið er skoðuð að ýjað er að því að stjórnarflokkarnir hafi verið að búa til þóknanlega kaupendur að bönkunum. Halldór neitar því og segir einfaldlega hafa verið auglýst eftir kaupendum. „Bankarnir voru að meirihluta seldir á almennum markaði. Síðan var ákveðið að leita að kjölfestufjárfestum inn í bankana. Fyrst var reynt að ná erlendum aðilum inn í bankana, sérstaklega árið 2001, það tókst ekki. Síðan kemur bréf frá þeim Samson-mönnum og það setur hlutina í gang á nýjan leik og þá eru bankarnir einfaldlega auglýstir,“ segir Halldór. Halldór segir fimm aðila hafa haft áhuga á málinu og einkavæðingarnefnd og sá erlendi banki sem hafi verið ráðgjafi í málinu, HSBC, hafi ráðlagt að rætt yrði við þrjá aðila og það hafi verið. Tveir þeirra hafi keypt bankana og það hafi allt verið gert samkvæmt ráðleggingum einkavæðingarnefndar og þess HSBC. Það sé sannleikurinn í málinu. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira
Forsætisráðherra segir að aldrei hafi legið nærri stjórnarslitum vegna sölunnar á ríkisbönkunum. Hann segir úttekt Fréttablaðsins á einkavæðingunni innihalda rangfærslur sem hefði mátt leiðrétta með einu símtali, en aldrei hafi verið leitað eftir upplýsingum úr ráðuneytinu. Fréttablaðið hefur undanfarna fjóra daga birt greinar um söluna á hlut ríkisins í Landsbankanum og Búnaðarbankanum. Þar hefur meðal annars komið fram að Halldór Ásgrímsson hafi rætt við fulltrúa S-hópsins og Kaldbaks, sem báðir vildu eignast Búnaðarbankann haustið 2002, og hvatt þá til að sameinast um tilboð. Halldór segir ekkert óeðlilegt við þessi samskipti. Hann segir Jóhannes Geir Sigurgeirsson hafa leitað eftir samtali við sig en hann hafi ekki haft tíma í það, auk þess sem ráðherra var staddur á Selfossi, og beðið þá um að hringja í sig sem þeir hafi gert. Halldór segist hafa sagt að hann gæti lítið gert í málinu en farsælast væri ef þeir gætu sameinast í málinu. „Þeir gerðu það ekki og ég hafði engin frekari afskipti af því," segir Halldór. Halldór segist enn fremur hafa veitt ýmis samtöl í gegnum tíðina og það geri hann á hverjum einasta degi. Í úttektinni segir einnig að einkavæðingarnefnd hafi ekki verið látin vita af ákvörðun stjórnvalda um að selja Búnaðarbankann um leið og Landsbankann. Var eðlilegt að taka þannig fram fyrir hendurnar á nefndinni sem átti að sjá um einkavæðinguna? Halldór segir að það hafi alderu verið gert. Það liggi þó ljóst fyrir að ráðherrar taki endanlegar ákvarðanir en ekki embættismenn. Halldór segir það einnig „tóma vitleysu" að hann hafi hótað stjórnarslitum vegna málsins. „Allt þetta hefði verið hægt að leiðrétta með einu símtali en viðkomandi virðast ekki hafa haft áhuga á því," segir forsætisráðherra. Það fer ekki milli mála þegar umfjöllun um málið er skoðuð að ýjað er að því að stjórnarflokkarnir hafi verið að búa til þóknanlega kaupendur að bönkunum. Halldór neitar því og segir einfaldlega hafa verið auglýst eftir kaupendum. „Bankarnir voru að meirihluta seldir á almennum markaði. Síðan var ákveðið að leita að kjölfestufjárfestum inn í bankana. Fyrst var reynt að ná erlendum aðilum inn í bankana, sérstaklega árið 2001, það tókst ekki. Síðan kemur bréf frá þeim Samson-mönnum og það setur hlutina í gang á nýjan leik og þá eru bankarnir einfaldlega auglýstir,“ segir Halldór. Halldór segir fimm aðila hafa haft áhuga á málinu og einkavæðingarnefnd og sá erlendi banki sem hafi verið ráðgjafi í málinu, HSBC, hafi ráðlagt að rætt yrði við þrjá aðila og það hafi verið. Tveir þeirra hafi keypt bankana og það hafi allt verið gert samkvæmt ráðleggingum einkavæðingarnefndar og þess HSBC. Það sé sannleikurinn í málinu.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira