Átök í vændum um Íslandsbanka 1. júní 2005 00:01 Átök eru í vændum um yfirráð í Íslandsbanka og talið víst að Straumur búi sig undir lokaslaginn. Þetta er mat viðmælenda fréttastofunnar í ljósi hlutafjárkaupa æðstu yfirstjórnenda bankans í gær. Átök hafa verið innan Íslandsbanka um hríð og hefur armur tengdur Bjarna Ármannssyni forstjóra reynt að halda yfirráðum. Síðast í gær keyptu Bjarni og Einar Sveinsson stjórnarformaður, ásamt fimm framkvæmdastjórum bankans, hlut í bankanum fyrir 3,2 milljarða króna, en fyrir þá fjárhæð fékkst 1,8 prósent hlutafjárins í Íslandsbanka. Bjarni Ármannsson keypti fyrir ríflega 1300 milljónir og Einar Sveinsson fyrir ríflega 500 milljónir. Aðrir lykilstjórnendur keyptu fyrir um 226 milljónir hver. Greiningardeild KB banka benti í hálffimm fréttum sínum á að Þorgils Óttar Mathiesen, forstjóri Sjóvar, væri einnig í hópi kaupendanna og þótti það athyglisvert í ljósi þess að Sjóvá er nú aðeins í um þriðjungs eigu Íslandsbanka. Frank Öve Reite hjá Íslandsbanka í Noregi er annar kaupandi hlutafjár en hann var lengi vel einn nánasti samstarfsmaður norska auðmannsins Kjell Inge Rökke. Viðmælendur fréttastofunnar voru á því að kaupin væru til marks um að senn drægi til tíðinda í Íslandsbanka og töldu kaupin ýmist hluta af varnaraðgerðum Bjarna og núverandi stjórnenda, sem er næsta víst að héldu ekki vinnunni yrðu breytingar á meirihlutanum, eða að Bjarni og félagar teldu sig nú þegar hafa tapað og hefðu keypt í vissu um að gengið hækkaði þegar átökin hæfust. Þá gætu þeir haft eitthvað upp úr krafsinu. Íslandsbanki veitir lán fyrir kaupunum og því eru þau nokkuð áhættusöm þar sem gengi getur bæði hækkað og lækkað. Einn viðmælendi fréttastofunnar nefndi þann möguleika að Straumur lýsti því yfir að hafa misst áhugann. Þá gæti gengið lækkað og stjórnendur Íslandsbanka staðið illa að vígi með hlutabréf sem keypt voru á gengi sem talið er óraunhæft. Viðmælendur fréttastofunnar voru sammála um að Straumur, fjárfestingafélag sem Björgólfsfeðgarnir eiga stóran hlut í, sé í þeirri stöðu að geta ekki snúið aftur og muni því innan skamms hefja lokaslaginn um yfirráðin yfir Íslandsbanka, með það að markmiði að sameina hann Landsbankanum. Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, er í fríi en sagði í samtali við fréttastofuna að hann og aðrir meðfjárfestar litu á Íslandsbanka sem áhugaverða langtímafjárfestingu. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Átök eru í vændum um yfirráð í Íslandsbanka og talið víst að Straumur búi sig undir lokaslaginn. Þetta er mat viðmælenda fréttastofunnar í ljósi hlutafjárkaupa æðstu yfirstjórnenda bankans í gær. Átök hafa verið innan Íslandsbanka um hríð og hefur armur tengdur Bjarna Ármannssyni forstjóra reynt að halda yfirráðum. Síðast í gær keyptu Bjarni og Einar Sveinsson stjórnarformaður, ásamt fimm framkvæmdastjórum bankans, hlut í bankanum fyrir 3,2 milljarða króna, en fyrir þá fjárhæð fékkst 1,8 prósent hlutafjárins í Íslandsbanka. Bjarni Ármannsson keypti fyrir ríflega 1300 milljónir og Einar Sveinsson fyrir ríflega 500 milljónir. Aðrir lykilstjórnendur keyptu fyrir um 226 milljónir hver. Greiningardeild KB banka benti í hálffimm fréttum sínum á að Þorgils Óttar Mathiesen, forstjóri Sjóvar, væri einnig í hópi kaupendanna og þótti það athyglisvert í ljósi þess að Sjóvá er nú aðeins í um þriðjungs eigu Íslandsbanka. Frank Öve Reite hjá Íslandsbanka í Noregi er annar kaupandi hlutafjár en hann var lengi vel einn nánasti samstarfsmaður norska auðmannsins Kjell Inge Rökke. Viðmælendur fréttastofunnar voru á því að kaupin væru til marks um að senn drægi til tíðinda í Íslandsbanka og töldu kaupin ýmist hluta af varnaraðgerðum Bjarna og núverandi stjórnenda, sem er næsta víst að héldu ekki vinnunni yrðu breytingar á meirihlutanum, eða að Bjarni og félagar teldu sig nú þegar hafa tapað og hefðu keypt í vissu um að gengið hækkaði þegar átökin hæfust. Þá gætu þeir haft eitthvað upp úr krafsinu. Íslandsbanki veitir lán fyrir kaupunum og því eru þau nokkuð áhættusöm þar sem gengi getur bæði hækkað og lækkað. Einn viðmælendi fréttastofunnar nefndi þann möguleika að Straumur lýsti því yfir að hafa misst áhugann. Þá gæti gengið lækkað og stjórnendur Íslandsbanka staðið illa að vígi með hlutabréf sem keypt voru á gengi sem talið er óraunhæft. Viðmælendur fréttastofunnar voru sammála um að Straumur, fjárfestingafélag sem Björgólfsfeðgarnir eiga stóran hlut í, sé í þeirri stöðu að geta ekki snúið aftur og muni því innan skamms hefja lokaslaginn um yfirráðin yfir Íslandsbanka, með það að markmiði að sameina hann Landsbankanum. Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, er í fríi en sagði í samtali við fréttastofuna að hann og aðrir meðfjárfestar litu á Íslandsbanka sem áhugaverða langtímafjárfestingu.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira