Lykilstjórnendur fá lán 3. júní 2005 00:01 Íslandsbanki lánar lykilstjórnendum bankans rúma þrjá milljarða til að auka við hlut sinn í bankanum. Kaupverðið hefur enn ekki verið innt af hendi en bréfin hafa hækkað um fimmtíu milljónir frá því á mánudag þegar kaupin voru innsigluð. Arðsemi fjárfestingarinnar er háð áframhaldandi áhuga Straums og átökum um yfirráð í Íslandsbanka. Verði af frekari áhlaupum á bankann má búast við að bréfin hækki gríðarlega í verði og stjórnendurnir græði sem því nemur. Straumur á átján prósent í bankanum og er sá hlutur um þrjátíu og fimm milljarða virði og sérfræðingar telja líklegt að þeir reyni að komast alla leið. Að öðrum kosti þyrftu þeir að selja með verulegum afslætti. Kaup stjórnenda bankans eru gerð með framvirkum samningum og er kaupverðið greitt með vöxtum þann 4. júlí. Einn heimildarmaður fréttastofu segir að allt bendi til þess að það dragi til tíðinda jafnvel fyrir þá dagsetningu og núverandi stjórnendur gangi þá út með umtalsvert meira eigið fé en þeir gerðu annars. Samtals hafa bréfin hækkað um tæpar fimmtíu milljónir á tveimur dögum síðan kaupin voru ákveðin. Þar af hefur Bjarni Ármannsson forstjóri hagnast um tuttugu. Bjarni keypti fyrir ríflega 1300 milljónir og Einar Sveinsson stjórnarformaður fyrir ríflega 500 milljónir. Aðrir fimm lykilstjórnendur keyptu fyrir um 226 milljónir hver. Ákvæði í lögum um fjármálafyrirtæki kveða á um að ekki megi lána framkvæmdastjórum fjármálafyrirtækja og stjórnarformönnum án þess að samþykki stjórnar liggi fyrir. Um aðra starfsmenn gilda innri reglur bankans. Bjarni benti á í þessu sambandi að greiðslan yrði ekki innt af hendi fyrr en 4. júlí en skýrði það ekki frekar. Stjórnarmaður í Íslandsbanka sem fréttastofan ræddi við sagði málið ekki hafa verið rætt í stjórninni þar sem engin fundur hefði verið haldinn síðan það kom upp. Hann taldi að þetta lán yrði borið undir stjórnina fyrir 4. júlí og gerði ekki athugasemdir við það. Sérfræðingur sem rætt var við sagði hins vegar að framvirkir samningar væru í sjálfu sér lán. Ef bankinn hefði haft milligöngu um viðskiptin tæki hann áhættuna. Bjarni Ármannsson segir hins vegar að seljandinn, sem sé ekki bankinn, veiti greiðslufrest og taki áhættuna í þessu tilfelli. Ragnar Hafliðason, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins, vildi ekki upplýsa hvort málið væri til skoðunar þar. Innlent Viðskipti Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Íslandsbanki lánar lykilstjórnendum bankans rúma þrjá milljarða til að auka við hlut sinn í bankanum. Kaupverðið hefur enn ekki verið innt af hendi en bréfin hafa hækkað um fimmtíu milljónir frá því á mánudag þegar kaupin voru innsigluð. Arðsemi fjárfestingarinnar er háð áframhaldandi áhuga Straums og átökum um yfirráð í Íslandsbanka. Verði af frekari áhlaupum á bankann má búast við að bréfin hækki gríðarlega í verði og stjórnendurnir græði sem því nemur. Straumur á átján prósent í bankanum og er sá hlutur um þrjátíu og fimm milljarða virði og sérfræðingar telja líklegt að þeir reyni að komast alla leið. Að öðrum kosti þyrftu þeir að selja með verulegum afslætti. Kaup stjórnenda bankans eru gerð með framvirkum samningum og er kaupverðið greitt með vöxtum þann 4. júlí. Einn heimildarmaður fréttastofu segir að allt bendi til þess að það dragi til tíðinda jafnvel fyrir þá dagsetningu og núverandi stjórnendur gangi þá út með umtalsvert meira eigið fé en þeir gerðu annars. Samtals hafa bréfin hækkað um tæpar fimmtíu milljónir á tveimur dögum síðan kaupin voru ákveðin. Þar af hefur Bjarni Ármannsson forstjóri hagnast um tuttugu. Bjarni keypti fyrir ríflega 1300 milljónir og Einar Sveinsson stjórnarformaður fyrir ríflega 500 milljónir. Aðrir fimm lykilstjórnendur keyptu fyrir um 226 milljónir hver. Ákvæði í lögum um fjármálafyrirtæki kveða á um að ekki megi lána framkvæmdastjórum fjármálafyrirtækja og stjórnarformönnum án þess að samþykki stjórnar liggi fyrir. Um aðra starfsmenn gilda innri reglur bankans. Bjarni benti á í þessu sambandi að greiðslan yrði ekki innt af hendi fyrr en 4. júlí en skýrði það ekki frekar. Stjórnarmaður í Íslandsbanka sem fréttastofan ræddi við sagði málið ekki hafa verið rætt í stjórninni þar sem engin fundur hefði verið haldinn síðan það kom upp. Hann taldi að þetta lán yrði borið undir stjórnina fyrir 4. júlí og gerði ekki athugasemdir við það. Sérfræðingur sem rætt var við sagði hins vegar að framvirkir samningar væru í sjálfu sér lán. Ef bankinn hefði haft milligöngu um viðskiptin tæki hann áhættuna. Bjarni Ármannsson segir hins vegar að seljandinn, sem sé ekki bankinn, veiti greiðslufrest og taki áhættuna í þessu tilfelli. Ragnar Hafliðason, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins, vildi ekki upplýsa hvort málið væri til skoðunar þar.
Innlent Viðskipti Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira