Undrast ekki vantrú á markmiðum 6. júní 2005 00:01 Forstöðumaður Íslandsbanka er ekki hissa á að almenningur hafi litla trú á að markmið Seðlabanka Íslands um að halda verðbólgunni í 2,5 prósentum haldist en fólk býst við að verðbólgan verði um 4 prósent næstu tólf mánuði. Þetta kemur fram í könnun sem IMG Gallup gerði fyrir Seðlabankann en bankinn býst við að verðbólgan verði þrjú prósent í ár og 3,6 prósent á næsta ári. Almenningur væntir þess hins vegar að verðbólgan verði um 4 prósent næstu tólf mánuðina. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka, segir ekki koma á óvart að fólk hafi vantrú á spá Seðlabankans. En hvers vegna? Ingólfur segir verðbólgan hafi verið yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans um langa hríð. Á þeim fjórum árum sem bankinn hafi verið með verðbólgumarkmið hafi verðbólgan verið yfir markmiðinu tvo þriðju hluta tímans og að meðaltali 4,2 prósent. Ingólfur segir útlitið í efnahagsmálum einnig hafa áhrif á verðbólguvæntingar. Nú sé vaxandi þensla á innlendum markaði og þegar litið sé til næstu tveggja ára megi reikna með því að þenslan verði enn meiri. Þá segir Ingólfur verðbólgumarkmið Seðlabankans ekki hafa staðist undanfarin ár. Fyrir því séu ýmsar ástæður. Þegar bankinn hafi tekið upp verðbólgumarkið hafi verið mikið ójanfnvægi á hagkerfinu, mikill viðskiptahalli, og komið hafi verið út úr fastgengiskerfi sem ekki hafi hentað þeim frjálsu fjármagnsflutningum sem verið hafi á þeim tíma. Það hafi verið eðlilegt að krónan myndi lækka og það myndi leiða til verðbólguskots sem Seðlabankinn hafi lítið getað gert í. Síðan hafi tekið við stærstu framkvæmdir Íslandssögunnar sem sé óvenjulegt ástand og erfitt að eiga við fyrir bankann, sérstaklega þegar hann hafi ekki ríki og sveitarfélög með sér. En hverju spáir greiningardeild Íslandsbanka? Ingólfur segir að deildin spái því að verðbólgan verði í ríflega þremur prósentum eftir 12 mánuði og 5,6 prósent yfir næsta ár sem talsvert langt yfir verðbólgumarkmiðum Seðlabankans. Innlent Viðskipti Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira
Forstöðumaður Íslandsbanka er ekki hissa á að almenningur hafi litla trú á að markmið Seðlabanka Íslands um að halda verðbólgunni í 2,5 prósentum haldist en fólk býst við að verðbólgan verði um 4 prósent næstu tólf mánuði. Þetta kemur fram í könnun sem IMG Gallup gerði fyrir Seðlabankann en bankinn býst við að verðbólgan verði þrjú prósent í ár og 3,6 prósent á næsta ári. Almenningur væntir þess hins vegar að verðbólgan verði um 4 prósent næstu tólf mánuðina. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka, segir ekki koma á óvart að fólk hafi vantrú á spá Seðlabankans. En hvers vegna? Ingólfur segir verðbólgan hafi verið yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans um langa hríð. Á þeim fjórum árum sem bankinn hafi verið með verðbólgumarkmið hafi verðbólgan verið yfir markmiðinu tvo þriðju hluta tímans og að meðaltali 4,2 prósent. Ingólfur segir útlitið í efnahagsmálum einnig hafa áhrif á verðbólguvæntingar. Nú sé vaxandi þensla á innlendum markaði og þegar litið sé til næstu tveggja ára megi reikna með því að þenslan verði enn meiri. Þá segir Ingólfur verðbólgumarkmið Seðlabankans ekki hafa staðist undanfarin ár. Fyrir því séu ýmsar ástæður. Þegar bankinn hafi tekið upp verðbólgumarkið hafi verið mikið ójanfnvægi á hagkerfinu, mikill viðskiptahalli, og komið hafi verið út úr fastgengiskerfi sem ekki hafi hentað þeim frjálsu fjármagnsflutningum sem verið hafi á þeim tíma. Það hafi verið eðlilegt að krónan myndi lækka og það myndi leiða til verðbólguskots sem Seðlabankinn hafi lítið getað gert í. Síðan hafi tekið við stærstu framkvæmdir Íslandssögunnar sem sé óvenjulegt ástand og erfitt að eiga við fyrir bankann, sérstaklega þegar hann hafi ekki ríki og sveitarfélög með sér. En hverju spáir greiningardeild Íslandsbanka? Ingólfur segir að deildin spái því að verðbólgan verði í ríflega þremur prósentum eftir 12 mánuði og 5,6 prósent yfir næsta ár sem talsvert langt yfir verðbólgumarkmiðum Seðlabankans.
Innlent Viðskipti Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira