Íslandsbanki: Vill ekkert tjá sig 8. júní 2005 00:01 Einar Sveinsson, stjórnarformaður Íslandsbanka, vildi ekkert tjá sig um kaup Burðaráss á hlut Steinunnar Jónsdóttur í bankanum þegar fréttastofan náði sambandi við hann á sjöunda tímanum í kvöld en hann er á ráðstefnu í Álasundi á vegum bankans með Bjarna Ármannssyni, forstjóra Íslandsbanka. Hvorki náðist í Bjarna né Valgerði Sverrisdóttur viðskiptaráðherra. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði viðskipti dagsins hljóta að verða til þess að umræða um lög um dreifða eignaraðild og aðskilnað einkabanka- og fjárfestingabankastarfsemi lifnaði á ný. Kæmi til sameiningar Íslandsbanka og Landsbankans væri það ískyggileg samþjöppun. Burðarás keypti í dag 4,11% hlut Steinunnar Jónsdóttur í Íslandsbanka. Nafnvirði hlutanna var tæpar 540 milljónir króna en keypt var á genginu 13,6. Söluverðið er því tæpir 7,4 milljarðar króna. Kaupin breyta valdahlutföllum innan bankans verulega. Burðarás á 7,46% hlut í Íslandsbanka eftir viðskiptin í dag en Steinunn, eða eignarhaldsfélag hennar, Arkur ehf., var fyrir viðskiptin fjórði stærsti hluthafinn í bankanum. Fjárfestingarbankinn Straumur er enn langstærsti hluthafinn með rúmlega 21% hlut og Milestone ehf., eignarhaldsfélag Wernersbarna, á 7,88%. Burðarás er því orðinn þriðji stærsti hluthafinn með sín 7,46%. Samkvæmt öruggum heimildum fréttastofu náði Steinunn upphaflega samkomulagi við hóp tengdum Straumi um kaup á hlut sínum. Síðan ákvað hún að gefa fylkingu bankastjóra og stjórnarformanns einnig möguleika á kaupum á hlutnum. Báðum fylkingum var því gefinn frestur til klukkan hálfníu á mánudagsmorgun til að bjóða um átta milljarða í hlutinn en engin tilboð bárust. Eftir því sem fréttastofan kemst næst er hagnaður Steinunnar ríflega tveir og hálfur milljarður og hefur hún því grætt tæpar þrjú hundruð milljónir á mánuði frá því að hún keypti bréfin. Valdahlutföll í bankanum breytast verulega við kaupin í dag, Straumsfylkingunni í vil. Undanfarið hefur staðið yfir allt að því blóðug barátta á milli hennar og fylkingar stjórnarformanns bankans og forstjóra. Hlutur Straums og Burðaráss er nú um 28,9%. Leitt hefur verið líkum að því að kaupin gætu leitt til yfirtöku Landsbankans á Íslandsbanka en fyrirtæki í eigu Björgólfsfeðga eiga stóran hlut í Straumi. Friðrik Jóhannsson, forstjóri Burðaráss, harðneitar því hins vegar að nokkuð slíkt sé uppi á teningnum: kaupin tengist Straumi ekki á nokkurn hátt. Þá verði ekki boðið til hluthafafundar og yfirtaka sé alls ekki í burðarliðnum. Innlent Viðskipti Mest lesið „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Fleiri fréttir „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Sjá meira
Einar Sveinsson, stjórnarformaður Íslandsbanka, vildi ekkert tjá sig um kaup Burðaráss á hlut Steinunnar Jónsdóttur í bankanum þegar fréttastofan náði sambandi við hann á sjöunda tímanum í kvöld en hann er á ráðstefnu í Álasundi á vegum bankans með Bjarna Ármannssyni, forstjóra Íslandsbanka. Hvorki náðist í Bjarna né Valgerði Sverrisdóttur viðskiptaráðherra. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði viðskipti dagsins hljóta að verða til þess að umræða um lög um dreifða eignaraðild og aðskilnað einkabanka- og fjárfestingabankastarfsemi lifnaði á ný. Kæmi til sameiningar Íslandsbanka og Landsbankans væri það ískyggileg samþjöppun. Burðarás keypti í dag 4,11% hlut Steinunnar Jónsdóttur í Íslandsbanka. Nafnvirði hlutanna var tæpar 540 milljónir króna en keypt var á genginu 13,6. Söluverðið er því tæpir 7,4 milljarðar króna. Kaupin breyta valdahlutföllum innan bankans verulega. Burðarás á 7,46% hlut í Íslandsbanka eftir viðskiptin í dag en Steinunn, eða eignarhaldsfélag hennar, Arkur ehf., var fyrir viðskiptin fjórði stærsti hluthafinn í bankanum. Fjárfestingarbankinn Straumur er enn langstærsti hluthafinn með rúmlega 21% hlut og Milestone ehf., eignarhaldsfélag Wernersbarna, á 7,88%. Burðarás er því orðinn þriðji stærsti hluthafinn með sín 7,46%. Samkvæmt öruggum heimildum fréttastofu náði Steinunn upphaflega samkomulagi við hóp tengdum Straumi um kaup á hlut sínum. Síðan ákvað hún að gefa fylkingu bankastjóra og stjórnarformanns einnig möguleika á kaupum á hlutnum. Báðum fylkingum var því gefinn frestur til klukkan hálfníu á mánudagsmorgun til að bjóða um átta milljarða í hlutinn en engin tilboð bárust. Eftir því sem fréttastofan kemst næst er hagnaður Steinunnar ríflega tveir og hálfur milljarður og hefur hún því grætt tæpar þrjú hundruð milljónir á mánuði frá því að hún keypti bréfin. Valdahlutföll í bankanum breytast verulega við kaupin í dag, Straumsfylkingunni í vil. Undanfarið hefur staðið yfir allt að því blóðug barátta á milli hennar og fylkingar stjórnarformanns bankans og forstjóra. Hlutur Straums og Burðaráss er nú um 28,9%. Leitt hefur verið líkum að því að kaupin gætu leitt til yfirtöku Landsbankans á Íslandsbanka en fyrirtæki í eigu Björgólfsfeðga eiga stóran hlut í Straumi. Friðrik Jóhannsson, forstjóri Burðaráss, harðneitar því hins vegar að nokkuð slíkt sé uppi á teningnum: kaupin tengist Straumi ekki á nokkurn hátt. Þá verði ekki boðið til hluthafafundar og yfirtaka sé alls ekki í burðarliðnum.
Innlent Viðskipti Mest lesið „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Fleiri fréttir „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Sjá meira