Lögmaður kennir endurskoðanda um 12. júní 2005 00:01 "Þetta eru mistök sem eiga sér stað hjá endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte&Touche, sem byggði athuganir sínar um eignarhlut fyrirtækjanna á eldri gögnum," segir Kristinn Hallgrímsson lögmaður, sem annaðist upplýsingagjöf fyrir hönd S-hópsins til framkvæmdanefndar um einkavæðingu. Í bréfi sem Kristinn ritaði framkvæmdanefndinni 2. september 2002 kemur fram að Hesteyri ehf. sé að fullu í eigu Kaupfélags Skagfirðinga en samkvæmt tilkynningu til Kauphallar Íslands 16. ágúst sama ár kemur fram að Hesteyri sé auk Kaupfélags Skagfirðinga að helmingi í eigu Skinneyjar-Þinganess hf., sem er í eigu fjölskyldu Halldórs Ásgrímssonar. Hæfi forsætisráðherra er nú til athugunar hjá Ríkisendurskoðun, meðal annars vegna tengsla Skinneyjar-Þinganess við Hesteyri. Ástæða þess að bréfin voru rituð var óskir framkvæmdanefndarinnar um að skýrð yrðu ýmis atriði sem sneru að eignaraðild þeirra sem hugðust kaupa bankana. Kristinn segir að það sé hans mat að þessi ranga upplýsingagjöf hafi ekki orðið til neins skaða þar sem umrætt bréf hafi verið ritað vegna áhuga S-hópsins á Landsbankanum, sem hafi síðar verið seldur öðrum aðilum eins og kunnugt sé, auk þess sem það hafi verið almenn og opinber vitneskja hverjir ættu Hesteyri. Kristinn ritaði framkvæmdanefndinni bréf öðru sinni 31. október 2002, þegar hópurinn sóttist eftir kaupum á Búnaðarbankanum, sem hann síðar eignaðist. Í því bréfi er Hesteyrar ekki getið sem dótturfélags Kaupfélags Skagfirðinga enda var fyrirtækið þá ekki lengur að helmingshluta í eigu Kaupfélags Skagfirðinga á móti Skinney-Þinganesi, heldur hafði Kaupfélag Skagfirðinga selt hlut sinn til Fiskiðju Skagfirðinga, sem er dótturfélag Kaupfélagsins. Ekki náðist í forsvarsmenn Deloitte&Touche í gær. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira
"Þetta eru mistök sem eiga sér stað hjá endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte&Touche, sem byggði athuganir sínar um eignarhlut fyrirtækjanna á eldri gögnum," segir Kristinn Hallgrímsson lögmaður, sem annaðist upplýsingagjöf fyrir hönd S-hópsins til framkvæmdanefndar um einkavæðingu. Í bréfi sem Kristinn ritaði framkvæmdanefndinni 2. september 2002 kemur fram að Hesteyri ehf. sé að fullu í eigu Kaupfélags Skagfirðinga en samkvæmt tilkynningu til Kauphallar Íslands 16. ágúst sama ár kemur fram að Hesteyri sé auk Kaupfélags Skagfirðinga að helmingi í eigu Skinneyjar-Þinganess hf., sem er í eigu fjölskyldu Halldórs Ásgrímssonar. Hæfi forsætisráðherra er nú til athugunar hjá Ríkisendurskoðun, meðal annars vegna tengsla Skinneyjar-Þinganess við Hesteyri. Ástæða þess að bréfin voru rituð var óskir framkvæmdanefndarinnar um að skýrð yrðu ýmis atriði sem sneru að eignaraðild þeirra sem hugðust kaupa bankana. Kristinn segir að það sé hans mat að þessi ranga upplýsingagjöf hafi ekki orðið til neins skaða þar sem umrætt bréf hafi verið ritað vegna áhuga S-hópsins á Landsbankanum, sem hafi síðar verið seldur öðrum aðilum eins og kunnugt sé, auk þess sem það hafi verið almenn og opinber vitneskja hverjir ættu Hesteyri. Kristinn ritaði framkvæmdanefndinni bréf öðru sinni 31. október 2002, þegar hópurinn sóttist eftir kaupum á Búnaðarbankanum, sem hann síðar eignaðist. Í því bréfi er Hesteyrar ekki getið sem dótturfélags Kaupfélags Skagfirðinga enda var fyrirtækið þá ekki lengur að helmingshluta í eigu Kaupfélags Skagfirðinga á móti Skinney-Þinganesi, heldur hafði Kaupfélag Skagfirðinga selt hlut sinn til Fiskiðju Skagfirðinga, sem er dótturfélag Kaupfélagsins. Ekki náðist í forsvarsmenn Deloitte&Touche í gær.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira