Þungir dómar í fíkniefnamáli 13. júní 2005 00:01 Sex hlutu fangelsisdóma vegna fíkniefnasmygls frá Rotterdam í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Dómarnir voru frá hálfu og upp í tvö ár hver. Ung kona var hins vegar sýknuð af ákæru um að hafa móttekið ágóða af fíkniefnabroti. Dómana hlaut fólkið vegna aðildar sinnar að innflutningi á 130 grömmum af kókaíni og um þúsund stykkjum af e-töflum en viðkomandi fá öll nokkuð þunga dóma miðað við það sem gengur og gerist í málum sem þessum. Söluandvirði fíkniefnanna hér á landi hefði numið vel yfir þremur milljónum króna. Karl Filip Geirsson og Vilhjálmur Vilhjálmsson fengu þyngstu dómana, alls tvö ár hvor. Karl Filip var fundinn sekur um að hafa við annan mann staðið fyrir kaupum á efnunum og lagt á ráðin um innflutninginn en hann hefur margoft komist í kast við lögin áður vegna margvíslegra brota. Sama gildir um Vilhjálm en hans þáttur var að mestu bundinn við að fjármagna fíkniefnakaupin og hugðist hann hagnast á sölu efnanna hér á landi. Aðrir sem að málinu komu fengu aðeins vægari dóma. Pétur Steinþór Gunnarsson var dæmdur til tæplega tveggja ára fangelsis en hann lagði að hluta á ráðin um innflutninginn ásamt Karli ásamt því að hafa milligöngu um að útvega efnin gegnum erlendan félaga sinn frá Marokkó, L´Houcine Bouhlali, sem einnig hlaut 12 mánaða dóm fyrir sinn þátt. Fékk hann umrædd efni gegnum sambönd sín í Rotterdam þar sem kaupin voru upphaflega gerð. Friðrik Þór Bjarnason hlaut átján mánaða dóm fyrir sína aðild sem fyrst og fremst fólst í að fjármagna kaupin í samvinnu við Vilhjálm og Rebekka Jóhannsdóttir var dæmd til sex mánaða fangelsis, skilorðsbundið, fyrir að hafa haft milligöngu um að sækja efnin á pósthúsið og koma þeim til skila. Petra Ingvadóttir var sýknuð af að hafa þegið fé frá Bouhlali sem hún hafði vitneskju um að væri ágóði af fíkniefnasölu. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Sjá meira
Sex hlutu fangelsisdóma vegna fíkniefnasmygls frá Rotterdam í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Dómarnir voru frá hálfu og upp í tvö ár hver. Ung kona var hins vegar sýknuð af ákæru um að hafa móttekið ágóða af fíkniefnabroti. Dómana hlaut fólkið vegna aðildar sinnar að innflutningi á 130 grömmum af kókaíni og um þúsund stykkjum af e-töflum en viðkomandi fá öll nokkuð þunga dóma miðað við það sem gengur og gerist í málum sem þessum. Söluandvirði fíkniefnanna hér á landi hefði numið vel yfir þremur milljónum króna. Karl Filip Geirsson og Vilhjálmur Vilhjálmsson fengu þyngstu dómana, alls tvö ár hvor. Karl Filip var fundinn sekur um að hafa við annan mann staðið fyrir kaupum á efnunum og lagt á ráðin um innflutninginn en hann hefur margoft komist í kast við lögin áður vegna margvíslegra brota. Sama gildir um Vilhjálm en hans þáttur var að mestu bundinn við að fjármagna fíkniefnakaupin og hugðist hann hagnast á sölu efnanna hér á landi. Aðrir sem að málinu komu fengu aðeins vægari dóma. Pétur Steinþór Gunnarsson var dæmdur til tæplega tveggja ára fangelsis en hann lagði að hluta á ráðin um innflutninginn ásamt Karli ásamt því að hafa milligöngu um að útvega efnin gegnum erlendan félaga sinn frá Marokkó, L´Houcine Bouhlali, sem einnig hlaut 12 mánaða dóm fyrir sinn þátt. Fékk hann umrædd efni gegnum sambönd sín í Rotterdam þar sem kaupin voru upphaflega gerð. Friðrik Þór Bjarnason hlaut átján mánaða dóm fyrir sína aðild sem fyrst og fremst fólst í að fjármagna kaupin í samvinnu við Vilhjálm og Rebekka Jóhannsdóttir var dæmd til sex mánaða fangelsis, skilorðsbundið, fyrir að hafa haft milligöngu um að sækja efnin á pósthúsið og koma þeim til skila. Petra Ingvadóttir var sýknuð af að hafa þegið fé frá Bouhlali sem hún hafði vitneskju um að væri ágóði af fíkniefnasölu.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Sjá meira