Umræðan ekki skaðað Framsókn 14. júní 2005 00:01 Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra segir að gagnrýnin á ríkisstjórnina vegna sölu bankanna og ásakanir stjórnarandstöðunnar um vanhæfi Halldórs Ásgrímssonar vegna óbeinna eignatengsla hans og S-hópsins hafi hvorki skaðað Framsóknarflokkinn né ríkisstjórnina. Ennfremur sé samstarf ríkisstjórnarflokkanna jafngott sem fyrr. "Við gerum okkur hins vegar grein fyrir að þessi umræða mun halda áfram og jafnvel út sumarið. Samfylkingin mun hjakka í sama ómálefnalega farinu. Það er fyrst og fremst Halldór Ásgrímsson sem stendur í vegi fyrir nýja formanni Samfylkingarinnar og forsætisráðherraefninu, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Málefnaleg staða Framsóknarflokksins er mjög góð og stjórnarandstaðan getur því ekki gagnrýnt okkur á málefnalegum grundvelli. Þess vegna er gripið til persónulegra árása," segir Valgerður."Það er verst fyrir þessa þingmenn sjálfa. Fólk sér í gegn um umræðu þeirra og málflutning," segir Valgerður. Hún segist jafnframt sannfærð um að staða Halldórs innan flokksins hafi ekki veikst við umræðuna og að málið muni ekki skaða flokkinn inn á við. "Fyrst niðurstaða ríkisendurskoðanda var sú sem raun ber vitni er þetta búið mál innan Framsóknarflokksins. Það er algjörlega útilokað að það skaði Halldór á nokkurn hátt því staða hans er mjög sterk innan flokksins," segir Valgerður. Valgerður ber ábyrgðina Ríkisendurskoðandi segir í nýútkominni skýrslu um hæfi Halldórs Ásgrímssonar til þess að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum til S-hópsins árið 2002, að Valgerður Sverrisdóttir sem viðskiptaráðherra beri alla ábyrgð á sölu bankanna tveggja. Ábyrgðin hvíli ekki á ráðherranefndinni heldur fagráðherra, sem í þessu tilfelli er viðskiptaráðherra. Ríkisendurskoðandi heldur því fram að ráðherranefnd um einkavæðingu sé fyrst og fremst ætlað að einfalda aðkomu ríkisstjórnar að einkavæðingarverkefnum og greiða fyrir staðfestingu stefnumarkandi ákvarðana þeim tengdum, sem annars væru í höndum ríkisstjórnar. Ákvörðunin sé eftir sem áður tekin af viðkomandi ráðherra og á ábyrgð hans. Ráðherranefndin geti því varla talist stjórnsýslunefnd, sem ætlað er að taka stjórnvaldsákvarðanir í skilningi stjórnsýslulaga. Til þess sýnist hana skorta nægilega skýran lögformlegan grundvöll. Eignatengslin aldrei rædd Valgerður er spurð að því hvort óbein eignatengsl Halldórs Ásgrímssonar við S-hópinn í aðdragandanum að sölu Búnaðarbankans hafi komið til tals innan ráðherranefndarinna,r eða hvort þau Halldór hafi rætt þau sín á milli. "Nei, það kom ekki til umræðu, enda fórum við í ráðherranefndinni að tillögum Framkvæmdanefndar um einkavæðingu og ráðgjafafyrirtækis okkar, HSBC, varðandi sölu bankanna," segir Valgerður. "Halldór ber ekki ábyrgð á þessu máli, eins og ríkisendurskoðandi bendir á, heldur ég, enda er ríkisstjórnin ekki fjölskipað stjórnvald. Þó svo að Halldór færi með ábyrgðina hefði hann samt verið til þess hæfur, líkt og ríkisendurskoðandi sýnir fram á í skýrslu sinni," segir Valgerður. "Það hefði alltaf verið hægt að sýna fram á einhvers konar tengsl, sama hvaða kaupandi hefði verið valinn, því íslenskt samfélag er svo lítið. Ef Kaldbakur hefði til að mynda verið valinn til að kaupa Búnaðarbankann hefði ég líklega orðið fyrir gagnrýninni og sögð vanhæf vegna þess að ég er félagsmaður í KEA," segir hún. Ekki þörf á rannsókn Valgerður er spurð hvort ekki komi til greina að láta fara fram opinbera rannsókn á sölu ríkisbankanna tveggja, líkt og stjórnarandstaðan hafi stungið upp á, svo ríkisstjórnarflokkarnir geti gert hreint fyrir sínum dyrum í eitt skipti fyrir öll. "Það er búið að hreinsa okkur af öllum ásökunum stjórnarandstöðunnar. Þetta er útkljáð mál. Ríkisendurskoðandi hefur skrifað tvær skýrslur um bankasöluna auk nýju skýrslunnar um hæfi forsætisráðherra og ef þingmenn ætla ekki að gera neitt með þá niðurstöðu hljótum við að velta því fyrir okkur hvort sú stofnun eigi rétt á sér," segir Valgerður. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Fleiri fréttir Sigurður dæmdur í átta ára fangelsi í stóra kristal-amfetamínmálinu Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra segir að gagnrýnin á ríkisstjórnina vegna sölu bankanna og ásakanir stjórnarandstöðunnar um vanhæfi Halldórs Ásgrímssonar vegna óbeinna eignatengsla hans og S-hópsins hafi hvorki skaðað Framsóknarflokkinn né ríkisstjórnina. Ennfremur sé samstarf ríkisstjórnarflokkanna jafngott sem fyrr. "Við gerum okkur hins vegar grein fyrir að þessi umræða mun halda áfram og jafnvel út sumarið. Samfylkingin mun hjakka í sama ómálefnalega farinu. Það er fyrst og fremst Halldór Ásgrímsson sem stendur í vegi fyrir nýja formanni Samfylkingarinnar og forsætisráðherraefninu, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Málefnaleg staða Framsóknarflokksins er mjög góð og stjórnarandstaðan getur því ekki gagnrýnt okkur á málefnalegum grundvelli. Þess vegna er gripið til persónulegra árása," segir Valgerður."Það er verst fyrir þessa þingmenn sjálfa. Fólk sér í gegn um umræðu þeirra og málflutning," segir Valgerður. Hún segist jafnframt sannfærð um að staða Halldórs innan flokksins hafi ekki veikst við umræðuna og að málið muni ekki skaða flokkinn inn á við. "Fyrst niðurstaða ríkisendurskoðanda var sú sem raun ber vitni er þetta búið mál innan Framsóknarflokksins. Það er algjörlega útilokað að það skaði Halldór á nokkurn hátt því staða hans er mjög sterk innan flokksins," segir Valgerður. Valgerður ber ábyrgðina Ríkisendurskoðandi segir í nýútkominni skýrslu um hæfi Halldórs Ásgrímssonar til þess að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum til S-hópsins árið 2002, að Valgerður Sverrisdóttir sem viðskiptaráðherra beri alla ábyrgð á sölu bankanna tveggja. Ábyrgðin hvíli ekki á ráðherranefndinni heldur fagráðherra, sem í þessu tilfelli er viðskiptaráðherra. Ríkisendurskoðandi heldur því fram að ráðherranefnd um einkavæðingu sé fyrst og fremst ætlað að einfalda aðkomu ríkisstjórnar að einkavæðingarverkefnum og greiða fyrir staðfestingu stefnumarkandi ákvarðana þeim tengdum, sem annars væru í höndum ríkisstjórnar. Ákvörðunin sé eftir sem áður tekin af viðkomandi ráðherra og á ábyrgð hans. Ráðherranefndin geti því varla talist stjórnsýslunefnd, sem ætlað er að taka stjórnvaldsákvarðanir í skilningi stjórnsýslulaga. Til þess sýnist hana skorta nægilega skýran lögformlegan grundvöll. Eignatengslin aldrei rædd Valgerður er spurð að því hvort óbein eignatengsl Halldórs Ásgrímssonar við S-hópinn í aðdragandanum að sölu Búnaðarbankans hafi komið til tals innan ráðherranefndarinna,r eða hvort þau Halldór hafi rætt þau sín á milli. "Nei, það kom ekki til umræðu, enda fórum við í ráðherranefndinni að tillögum Framkvæmdanefndar um einkavæðingu og ráðgjafafyrirtækis okkar, HSBC, varðandi sölu bankanna," segir Valgerður. "Halldór ber ekki ábyrgð á þessu máli, eins og ríkisendurskoðandi bendir á, heldur ég, enda er ríkisstjórnin ekki fjölskipað stjórnvald. Þó svo að Halldór færi með ábyrgðina hefði hann samt verið til þess hæfur, líkt og ríkisendurskoðandi sýnir fram á í skýrslu sinni," segir Valgerður. "Það hefði alltaf verið hægt að sýna fram á einhvers konar tengsl, sama hvaða kaupandi hefði verið valinn, því íslenskt samfélag er svo lítið. Ef Kaldbakur hefði til að mynda verið valinn til að kaupa Búnaðarbankann hefði ég líklega orðið fyrir gagnrýninni og sögð vanhæf vegna þess að ég er félagsmaður í KEA," segir hún. Ekki þörf á rannsókn Valgerður er spurð hvort ekki komi til greina að láta fara fram opinbera rannsókn á sölu ríkisbankanna tveggja, líkt og stjórnarandstaðan hafi stungið upp á, svo ríkisstjórnarflokkarnir geti gert hreint fyrir sínum dyrum í eitt skipti fyrir öll. "Það er búið að hreinsa okkur af öllum ásökunum stjórnarandstöðunnar. Þetta er útkljáð mál. Ríkisendurskoðandi hefur skrifað tvær skýrslur um bankasöluna auk nýju skýrslunnar um hæfi forsætisráðherra og ef þingmenn ætla ekki að gera neitt með þá niðurstöðu hljótum við að velta því fyrir okkur hvort sú stofnun eigi rétt á sér," segir Valgerður.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Fleiri fréttir Sigurður dæmdur í átta ára fangelsi í stóra kristal-amfetamínmálinu Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Sjá meira