Kvartbuxur það heitasta í sumar Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 15. júní 2005 00:01 Egill nýtur þess að vera í kvartbuxum í sólinni. Fréttablaðið/Stefán Egill Gilzenegger Einarsson, einkaþjálfari og meðlimur í kallarnir.is, er afskaplega hrifinn af kvartbuxum í sumar og er búinn að kaupa sér ökklasokka til að fullkomna heildarlúkkið. „Það er sumar, sjáðu til, og ég er rosalega hrifinn af kvartbuxunum sem eru það heitasta í sumartískunni núna. Ég keypti einar kvartbuxur um daginn og þær eru í algjöru uppáhaldi hjá mér. Það eru Levi´s gallakvartbuxur. Ég er rosalega hrifinn af þessari tísku og það er líka svo þægilegt að vera í svona buxum í sólinni. Þetta er líka alveg málið í sumar. Þægilegt og töff,“ segir Egill. Egill lætur ekki eitt par af kvartbuxum duga enda verður hann að eiga eitthvað til skiptanna. „Ég á Puma-sportkvartbuxur sem ég klæðist mikið í gymminu. En ég læt kvartbuxurnar eiga sig úti á lífinu.“ „Ég sé fleiri og fleiri stráka í kvartbuxum og held að þeir fíli þetta. Auðvitað finnst mörgum þetta stelpulegt en það verður að hafa það. Mér finnst þetta ljómandi," segir Egill en þeir hjá kallarnir.is tolla alltaf í tískunni því þar er tískulögga innanborðs. „Ég reyni að fylgjast með tískunni en síðan sér tískulöggan okkar, hann Snorri, til þess að við kallarnir.is séum flottir. Snorri er verslunarstjóri í Zöru og á að vita hvað hann syngur, strákurinn. Við erum misjafnlega gáfaðir í þessum málum en Snorri heldur okkur á mottunni og passar að við tökum ekki hræðilegar ákvarðanir þegar kemur að tísku.“ Egill fékk einmitt góð ráð frá tískulöggunni í sambandi við kvartbuxurnar. „Ég er alltaf í ökklasokkum við buxurnar sem er frekar hommalegt en það skapar flott heildar„lúkk“. Ég var í venjulegum sokkum um daginn og þá tók Snorri mig á teppið og húðskammaði mig. Hann bað mig að gjöra svo vel að kaupa ökklasokka. Ég vissi ekki einu sinni að svoleiðis sokkar væru til en núna er ég alltaf í þeim.“ Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Egill Gilzenegger Einarsson, einkaþjálfari og meðlimur í kallarnir.is, er afskaplega hrifinn af kvartbuxum í sumar og er búinn að kaupa sér ökklasokka til að fullkomna heildarlúkkið. „Það er sumar, sjáðu til, og ég er rosalega hrifinn af kvartbuxunum sem eru það heitasta í sumartískunni núna. Ég keypti einar kvartbuxur um daginn og þær eru í algjöru uppáhaldi hjá mér. Það eru Levi´s gallakvartbuxur. Ég er rosalega hrifinn af þessari tísku og það er líka svo þægilegt að vera í svona buxum í sólinni. Þetta er líka alveg málið í sumar. Þægilegt og töff,“ segir Egill. Egill lætur ekki eitt par af kvartbuxum duga enda verður hann að eiga eitthvað til skiptanna. „Ég á Puma-sportkvartbuxur sem ég klæðist mikið í gymminu. En ég læt kvartbuxurnar eiga sig úti á lífinu.“ „Ég sé fleiri og fleiri stráka í kvartbuxum og held að þeir fíli þetta. Auðvitað finnst mörgum þetta stelpulegt en það verður að hafa það. Mér finnst þetta ljómandi," segir Egill en þeir hjá kallarnir.is tolla alltaf í tískunni því þar er tískulögga innanborðs. „Ég reyni að fylgjast með tískunni en síðan sér tískulöggan okkar, hann Snorri, til þess að við kallarnir.is séum flottir. Snorri er verslunarstjóri í Zöru og á að vita hvað hann syngur, strákurinn. Við erum misjafnlega gáfaðir í þessum málum en Snorri heldur okkur á mottunni og passar að við tökum ekki hræðilegar ákvarðanir þegar kemur að tísku.“ Egill fékk einmitt góð ráð frá tískulöggunni í sambandi við kvartbuxurnar. „Ég er alltaf í ökklasokkum við buxurnar sem er frekar hommalegt en það skapar flott heildar„lúkk“. Ég var í venjulegum sokkum um daginn og þá tók Snorri mig á teppið og húðskammaði mig. Hann bað mig að gjöra svo vel að kaupa ökklasokka. Ég vissi ekki einu sinni að svoleiðis sokkar væru til en núna er ég alltaf í þeim.“
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira