Kvartbuxur það heitasta í sumar Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 15. júní 2005 00:01 Egill nýtur þess að vera í kvartbuxum í sólinni. Fréttablaðið/Stefán Egill Gilzenegger Einarsson, einkaþjálfari og meðlimur í kallarnir.is, er afskaplega hrifinn af kvartbuxum í sumar og er búinn að kaupa sér ökklasokka til að fullkomna heildarlúkkið. „Það er sumar, sjáðu til, og ég er rosalega hrifinn af kvartbuxunum sem eru það heitasta í sumartískunni núna. Ég keypti einar kvartbuxur um daginn og þær eru í algjöru uppáhaldi hjá mér. Það eru Levi´s gallakvartbuxur. Ég er rosalega hrifinn af þessari tísku og það er líka svo þægilegt að vera í svona buxum í sólinni. Þetta er líka alveg málið í sumar. Þægilegt og töff,“ segir Egill. Egill lætur ekki eitt par af kvartbuxum duga enda verður hann að eiga eitthvað til skiptanna. „Ég á Puma-sportkvartbuxur sem ég klæðist mikið í gymminu. En ég læt kvartbuxurnar eiga sig úti á lífinu.“ „Ég sé fleiri og fleiri stráka í kvartbuxum og held að þeir fíli þetta. Auðvitað finnst mörgum þetta stelpulegt en það verður að hafa það. Mér finnst þetta ljómandi," segir Egill en þeir hjá kallarnir.is tolla alltaf í tískunni því þar er tískulögga innanborðs. „Ég reyni að fylgjast með tískunni en síðan sér tískulöggan okkar, hann Snorri, til þess að við kallarnir.is séum flottir. Snorri er verslunarstjóri í Zöru og á að vita hvað hann syngur, strákurinn. Við erum misjafnlega gáfaðir í þessum málum en Snorri heldur okkur á mottunni og passar að við tökum ekki hræðilegar ákvarðanir þegar kemur að tísku.“ Egill fékk einmitt góð ráð frá tískulöggunni í sambandi við kvartbuxurnar. „Ég er alltaf í ökklasokkum við buxurnar sem er frekar hommalegt en það skapar flott heildar„lúkk“. Ég var í venjulegum sokkum um daginn og þá tók Snorri mig á teppið og húðskammaði mig. Hann bað mig að gjöra svo vel að kaupa ökklasokka. Ég vissi ekki einu sinni að svoleiðis sokkar væru til en núna er ég alltaf í þeim.“ Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira
Egill Gilzenegger Einarsson, einkaþjálfari og meðlimur í kallarnir.is, er afskaplega hrifinn af kvartbuxum í sumar og er búinn að kaupa sér ökklasokka til að fullkomna heildarlúkkið. „Það er sumar, sjáðu til, og ég er rosalega hrifinn af kvartbuxunum sem eru það heitasta í sumartískunni núna. Ég keypti einar kvartbuxur um daginn og þær eru í algjöru uppáhaldi hjá mér. Það eru Levi´s gallakvartbuxur. Ég er rosalega hrifinn af þessari tísku og það er líka svo þægilegt að vera í svona buxum í sólinni. Þetta er líka alveg málið í sumar. Þægilegt og töff,“ segir Egill. Egill lætur ekki eitt par af kvartbuxum duga enda verður hann að eiga eitthvað til skiptanna. „Ég á Puma-sportkvartbuxur sem ég klæðist mikið í gymminu. En ég læt kvartbuxurnar eiga sig úti á lífinu.“ „Ég sé fleiri og fleiri stráka í kvartbuxum og held að þeir fíli þetta. Auðvitað finnst mörgum þetta stelpulegt en það verður að hafa það. Mér finnst þetta ljómandi," segir Egill en þeir hjá kallarnir.is tolla alltaf í tískunni því þar er tískulögga innanborðs. „Ég reyni að fylgjast með tískunni en síðan sér tískulöggan okkar, hann Snorri, til þess að við kallarnir.is séum flottir. Snorri er verslunarstjóri í Zöru og á að vita hvað hann syngur, strákurinn. Við erum misjafnlega gáfaðir í þessum málum en Snorri heldur okkur á mottunni og passar að við tökum ekki hræðilegar ákvarðanir þegar kemur að tísku.“ Egill fékk einmitt góð ráð frá tískulöggunni í sambandi við kvartbuxurnar. „Ég er alltaf í ökklasokkum við buxurnar sem er frekar hommalegt en það skapar flott heildar„lúkk“. Ég var í venjulegum sokkum um daginn og þá tók Snorri mig á teppið og húðskammaði mig. Hann bað mig að gjöra svo vel að kaupa ökklasokka. Ég vissi ekki einu sinni að svoleiðis sokkar væru til en núna er ég alltaf í þeim.“
Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira