Staða bankanna sé traust 15. júní 2005 00:01 Seðlabankastjóri gefur ekki mikið fyrir niðurstöður norsks prófessors um að íslenska bankakerfið geti hrunið eins og spilaborg. Prófessorinn kannaði stöðu íslenskra banka fyrir norska fjármálaeftirlitið. Skýrslan er unnin af Thore Johnsen, prófessor við norska viðskiptaháskólann, þar sem hann skoðaði íslenska banka í kjölfar yfirtöku Íslandsbanka á BN banka í Noregi. Í skýrslunni varar prófessorinn við miklum vexti bankanna. Hann segir þá geta hrunið eins og spilaborgir ef harðnar á dalnum. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri er ekki sammála skýrsluhöfundi. Hann segir þetta gamla skýrslu sem dúkki allt í einu upp í fjölmiðlum nú en ýmislegt hafi gerst síðan hún var samin. Í fyrsta lagi hafi norska fjármálaeftirlitið og fjármálaráðuneytið þar í landi samþykkt kaup Íslandsbanka á BN bank en það hafi einmitt verið tilefni skýrslunnar. Í apríl kom út skýrsla um fjármál og stöðugleika á vegum Seðlabankans þar sem fram kemur að fjármálakerfið hér á landi sé traust. Birgir Ísleifur bendir á í þriðja lagi að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi verið að skila í þessari viku greinargerð þar sem meðal annars hafi verið fjallað um íslenska banka og fjármálastofnanir. Niðurstaða hans sé að efnahagur þeirra sé traustur. Jafet Ólafsson, framkvæmdastjóri Verðbréfastofunnar, telur íslenska banka standa traustum fótum. Hann segir útrás þeirra nauðsynlega og gera viðskiptalífinu gott. Ef prófessorinn eigi við að íslenskir bankar eigi of mikið af hlutabréfum þá hafi það sýnt sig að í samanburði við erlenda banka eigi íslenku bankarnir lítið af hlutabréfum. Af eignum þeirra, sem séu upp á 340 milljarða, þá séu rétt um 15 prósent í hlutabréfum. Innlent Viðskipti Mest lesið Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Þjónustudagur Toyota Samstarf „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Seðlabankastjóri gefur ekki mikið fyrir niðurstöður norsks prófessors um að íslenska bankakerfið geti hrunið eins og spilaborg. Prófessorinn kannaði stöðu íslenskra banka fyrir norska fjármálaeftirlitið. Skýrslan er unnin af Thore Johnsen, prófessor við norska viðskiptaháskólann, þar sem hann skoðaði íslenska banka í kjölfar yfirtöku Íslandsbanka á BN banka í Noregi. Í skýrslunni varar prófessorinn við miklum vexti bankanna. Hann segir þá geta hrunið eins og spilaborgir ef harðnar á dalnum. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri er ekki sammála skýrsluhöfundi. Hann segir þetta gamla skýrslu sem dúkki allt í einu upp í fjölmiðlum nú en ýmislegt hafi gerst síðan hún var samin. Í fyrsta lagi hafi norska fjármálaeftirlitið og fjármálaráðuneytið þar í landi samþykkt kaup Íslandsbanka á BN bank en það hafi einmitt verið tilefni skýrslunnar. Í apríl kom út skýrsla um fjármál og stöðugleika á vegum Seðlabankans þar sem fram kemur að fjármálakerfið hér á landi sé traust. Birgir Ísleifur bendir á í þriðja lagi að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi verið að skila í þessari viku greinargerð þar sem meðal annars hafi verið fjallað um íslenska banka og fjármálastofnanir. Niðurstaða hans sé að efnahagur þeirra sé traustur. Jafet Ólafsson, framkvæmdastjóri Verðbréfastofunnar, telur íslenska banka standa traustum fótum. Hann segir útrás þeirra nauðsynlega og gera viðskiptalífinu gott. Ef prófessorinn eigi við að íslenskir bankar eigi of mikið af hlutabréfum þá hafi það sýnt sig að í samanburði við erlenda banka eigi íslenku bankarnir lítið af hlutabréfum. Af eignum þeirra, sem séu upp á 340 milljarða, þá séu rétt um 15 prósent í hlutabréfum.
Innlent Viðskipti Mest lesið Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Þjónustudagur Toyota Samstarf „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent