Nýjar upplýsingar breyti engu 16. júní 2005 00:01 Ríkisendurskoðandi hefur lokið athugun sinni á hæfi forsætisráðherra varðandi sölu ríkisbankanna og segir að nýjar upplýsingar sem lagðar hafi verið fram á fundi fjárlaganefndar breyti engu, Halldór Ásgrímsson hafi ekki verið vanhæfur til að fjalla um bankasöluna. Lögfræðingi félagsins Skinney-Þinganes hafði sést yfir hlut venslafólks Halldórs í öðru fyrirtæki, sem átti um 18 prósent í Skinney-Þinganesi. Forsætisráðherra sjálfur átti þó ekkert í því. Orðsending Ríkisendurskoðnar til formanns fjárlaganefndar er svohljóðandi: „Í framhaldi af fundi fjárlaganefndar í dag, 16. júní 2005, þar sem fjallað var um minnisblað Ríkisendurskoðunar frá 13. júní sl., skal tekið fram að upplýsingar í minnisblaðinu um eignarhluti í Skinney – Þinganesi hf., byggðu á hluthafalista félagsins frá 15. október 2002. Lögmanni félagsins, sem veitti upplýsingarnar fyrir þess hönd, sást yfir að sumir hluthafar í einkahlutafélaginu Ketillaugu, sem var eigandi að 17,9% í Skinney – Þinganesi hf. skv. framangreindum lista, voru venslaðir Halldóri Ásgrímssyni. Samkvæmt upplýsingum, sem aflað hefur verið frá lögmanni félagsins í beinu framhaldi af fundi fjárlaganefndar í dag, átti Halldór Ásgrímsson engan hlut í félaginu og mun aldrei hafa átt. Eignarhaldi á Ketillaugu ehf. hinn 15. nóv. 2002 var háttað sem hér segir: Birgir Sigurðsson 16,667% Ingólfur Ásgrímsson 16,667% Gunnar Ásgeirsson 16,667% Guðrún Ingólfsdóttir 16,667% Ingvaldur Ásgeirsson 16.667% Aðalsteinn Ingólfsson 16,667% Ingólfur, Guðrún (nú látin) og Aðalsteinn eru öll vensluð Halldóri Ásgrímssyni. Samanlagður eignarhlutur þeirra í Ketilaugu ehf. var því 50%. Hlutur Ketillaugar ehf. í Skinney – Þinganesi hf. í nóv. 2002 var eins og áður segir 17,9% skv. upplýsingum úr hluthafaskrá Skinneyjar – Þinganess hf. Að teknu tilliti til framangreindra upplýsinga breytist óbeinn hlutur þeirra, sem venslaðir eru Halldóri, í Skinney – Þingnesi hf. úr því að vera u.þ.b. 25%, eins og frá er greint í nefndu minnisblaði, í u.þ.b. 34% á nefndu tímabili. Að mati Ríkisendurskoðunar breyta ofangreindar upplýsingar ekki þeirri niðurstöðu stofnunarinnar að Halldór Ásgrímsson hafi ekki verið vanhæfur til að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum á sínum tíma á vettvangi ráðherranefndarinnar. Ríkisendurskoðun lítur svo á að þetta hafi verið eina atriðið, sem hún hafi ekki veitt fullnægjandi svar við á fundi fjárlaganefndarinnar. Að gefnu þessu svari lítur stofnunin svo á að málinu sé lokið af hennar hálfu.“ Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Sjá meira
Ríkisendurskoðandi hefur lokið athugun sinni á hæfi forsætisráðherra varðandi sölu ríkisbankanna og segir að nýjar upplýsingar sem lagðar hafi verið fram á fundi fjárlaganefndar breyti engu, Halldór Ásgrímsson hafi ekki verið vanhæfur til að fjalla um bankasöluna. Lögfræðingi félagsins Skinney-Þinganes hafði sést yfir hlut venslafólks Halldórs í öðru fyrirtæki, sem átti um 18 prósent í Skinney-Þinganesi. Forsætisráðherra sjálfur átti þó ekkert í því. Orðsending Ríkisendurskoðnar til formanns fjárlaganefndar er svohljóðandi: „Í framhaldi af fundi fjárlaganefndar í dag, 16. júní 2005, þar sem fjallað var um minnisblað Ríkisendurskoðunar frá 13. júní sl., skal tekið fram að upplýsingar í minnisblaðinu um eignarhluti í Skinney – Þinganesi hf., byggðu á hluthafalista félagsins frá 15. október 2002. Lögmanni félagsins, sem veitti upplýsingarnar fyrir þess hönd, sást yfir að sumir hluthafar í einkahlutafélaginu Ketillaugu, sem var eigandi að 17,9% í Skinney – Þinganesi hf. skv. framangreindum lista, voru venslaðir Halldóri Ásgrímssyni. Samkvæmt upplýsingum, sem aflað hefur verið frá lögmanni félagsins í beinu framhaldi af fundi fjárlaganefndar í dag, átti Halldór Ásgrímsson engan hlut í félaginu og mun aldrei hafa átt. Eignarhaldi á Ketillaugu ehf. hinn 15. nóv. 2002 var háttað sem hér segir: Birgir Sigurðsson 16,667% Ingólfur Ásgrímsson 16,667% Gunnar Ásgeirsson 16,667% Guðrún Ingólfsdóttir 16,667% Ingvaldur Ásgeirsson 16.667% Aðalsteinn Ingólfsson 16,667% Ingólfur, Guðrún (nú látin) og Aðalsteinn eru öll vensluð Halldóri Ásgrímssyni. Samanlagður eignarhlutur þeirra í Ketilaugu ehf. var því 50%. Hlutur Ketillaugar ehf. í Skinney – Þinganesi hf. í nóv. 2002 var eins og áður segir 17,9% skv. upplýsingum úr hluthafaskrá Skinneyjar – Þinganess hf. Að teknu tilliti til framangreindra upplýsinga breytist óbeinn hlutur þeirra, sem venslaðir eru Halldóri, í Skinney – Þingnesi hf. úr því að vera u.þ.b. 25%, eins og frá er greint í nefndu minnisblaði, í u.þ.b. 34% á nefndu tímabili. Að mati Ríkisendurskoðunar breyta ofangreindar upplýsingar ekki þeirri niðurstöðu stofnunarinnar að Halldór Ásgrímsson hafi ekki verið vanhæfur til að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum á sínum tíma á vettvangi ráðherranefndarinnar. Ríkisendurskoðun lítur svo á að þetta hafi verið eina atriðið, sem hún hafi ekki veitt fullnægjandi svar við á fundi fjárlaganefndarinnar. Að gefnu þessu svari lítur stofnunin svo á að málinu sé lokið af hennar hálfu.“
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Sjá meira