Á leið til ófarnaðar 22. júní 2005 00:01 Svar við ádrepu Örvars Marteinssonar - Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður Á sjómannadaginn setti ég fram hugmyndir um breytingar í sjávarútvegi. Þær eiga að leiða til þess að nýir menn geti haslað sér völl í atvinnugreininni og keppt við þá sem fyrir eru. Með því móti verður auðlindin í sjónum nýtt á hagkvæman hátt og byggðarlögin munu njóta nálægrar auðlindar. Til þess að ná þessu fram legg ég til að veiðiheimildir verði tímabundnar og miðist við ákveðið magn. Auk þess legg ég til að sveitarfélög ráðstafi verulegu magni gegn leigugjaldi sem renni í sveitarsjóð. Breytingarnar verði gerðar á löngum tíma en tiltekin sveitarfélög fái strax veiðiheimildir til mótvægis við uppgang sem er annars staðar á landinu, það verði þeirra álver. Fyrir nokkru andmælti Örvar Marteinsson, sjómaður í Ólafsvík þessum hugmyndum í Fréttablaðinu. Hann telur að stöðugleiki þurfi að vera í lagaumhverfi greinarinnar svo fyrirtæki geti horft til framtíðar í rekstri sínum og fjárfestingum. Tillögur mínar geri fyrirtækjunum erfitt fyrir, fjárfesting í veiðiheimildum geti ekki borgað sig þegar heimildirnar eru skertar. Veiðiheimildir einum færðar séu af öðrum teknar og það veiki byggðirnar. Um þetta er það að segja að þótt kvótakerfið hafi verið við lýði í 20 ár, þá hefur það aldrei verið lokað fyrr en núna. Með lögum hefur ítrekað verið gripið inn í upphaflega úthlutun aflaheimilda til þess að hleypa nýjum aðilum inn í greinina. Lætur nærri að um 25 prósent af heimildum í þorski hafi verið fluttar frá upphaflegum aðilum til nýrra aðila, auk heimilda í öðrum tegundum. Þeir eru líklega 1500 til 2000 samtals útgerðarmennirnir, sem þannig hafa komið inn í kerfið án þess að kaupa veiðiheimildirnar. Þessar tölur eru að vísu eftir minni, svo einhverju getur skeikað, en ekki miklu. Þessu til viðbótar er byggðakvóti í nokkrum mismunandi útgáfum, kannski 1 til 1,5 prósent af botnfisktegundum. Einn af þeim sem hefur barist fyrir því að komast inn í kerfið er Örvar Marteinsson. Hann hefur notið þess árum saman að geta gert út í sóknardagakerfi á smábát án þess að kaupa veiðiheimildir. Á síðasta ári fannst honum nóg komið af því og vildi leggja niður sóknardagakerfið og fá kvóta. Honum varð að ósk sinni. Kvótakerfinu var loksins lokað, um 300 sóknardagabátar fengu úthlutað um 10 þúsund tonna kvóta í þorski. Örvar sjálfur fékk um 40 tonna kvóta úthlutað, ókeypis. Þennan kvóta getur Örvar selt fyrir um 35 til 40 milljónir króna. Þessi kvóti var að mestu tekinn af öðrum. Þeir voru skertir, bótalaust. Það fannst Örvari í lagi. Nú vill hann ekki neina leið fyrir nýja menn inn í greinina og alls ekki þá leið sem hann fékk að fara. Nú verða þeir að kaupa allan kvóta fullu verði. Af honum. Eftir stendur óleyst, hvernig á endurnýjunin og samkeppnin að vera í sjávarútveginum. Hvernig á að stöðva samþjöppunina í greininni? Ég set fram mínar tillögur vegna þess vanda sem lokað kvótakerfi leiðir af sér. Vandi sem verður ekki leystur nema með því að opna kerfið og það verður aðeins gert með aðgangi að veiðiheimildum. Óbreytt kerfi leiðir til ófarnaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Svar við ádrepu Örvars Marteinssonar - Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður Á sjómannadaginn setti ég fram hugmyndir um breytingar í sjávarútvegi. Þær eiga að leiða til þess að nýir menn geti haslað sér völl í atvinnugreininni og keppt við þá sem fyrir eru. Með því móti verður auðlindin í sjónum nýtt á hagkvæman hátt og byggðarlögin munu njóta nálægrar auðlindar. Til þess að ná þessu fram legg ég til að veiðiheimildir verði tímabundnar og miðist við ákveðið magn. Auk þess legg ég til að sveitarfélög ráðstafi verulegu magni gegn leigugjaldi sem renni í sveitarsjóð. Breytingarnar verði gerðar á löngum tíma en tiltekin sveitarfélög fái strax veiðiheimildir til mótvægis við uppgang sem er annars staðar á landinu, það verði þeirra álver. Fyrir nokkru andmælti Örvar Marteinsson, sjómaður í Ólafsvík þessum hugmyndum í Fréttablaðinu. Hann telur að stöðugleiki þurfi að vera í lagaumhverfi greinarinnar svo fyrirtæki geti horft til framtíðar í rekstri sínum og fjárfestingum. Tillögur mínar geri fyrirtækjunum erfitt fyrir, fjárfesting í veiðiheimildum geti ekki borgað sig þegar heimildirnar eru skertar. Veiðiheimildir einum færðar séu af öðrum teknar og það veiki byggðirnar. Um þetta er það að segja að þótt kvótakerfið hafi verið við lýði í 20 ár, þá hefur það aldrei verið lokað fyrr en núna. Með lögum hefur ítrekað verið gripið inn í upphaflega úthlutun aflaheimilda til þess að hleypa nýjum aðilum inn í greinina. Lætur nærri að um 25 prósent af heimildum í þorski hafi verið fluttar frá upphaflegum aðilum til nýrra aðila, auk heimilda í öðrum tegundum. Þeir eru líklega 1500 til 2000 samtals útgerðarmennirnir, sem þannig hafa komið inn í kerfið án þess að kaupa veiðiheimildirnar. Þessar tölur eru að vísu eftir minni, svo einhverju getur skeikað, en ekki miklu. Þessu til viðbótar er byggðakvóti í nokkrum mismunandi útgáfum, kannski 1 til 1,5 prósent af botnfisktegundum. Einn af þeim sem hefur barist fyrir því að komast inn í kerfið er Örvar Marteinsson. Hann hefur notið þess árum saman að geta gert út í sóknardagakerfi á smábát án þess að kaupa veiðiheimildir. Á síðasta ári fannst honum nóg komið af því og vildi leggja niður sóknardagakerfið og fá kvóta. Honum varð að ósk sinni. Kvótakerfinu var loksins lokað, um 300 sóknardagabátar fengu úthlutað um 10 þúsund tonna kvóta í þorski. Örvar sjálfur fékk um 40 tonna kvóta úthlutað, ókeypis. Þennan kvóta getur Örvar selt fyrir um 35 til 40 milljónir króna. Þessi kvóti var að mestu tekinn af öðrum. Þeir voru skertir, bótalaust. Það fannst Örvari í lagi. Nú vill hann ekki neina leið fyrir nýja menn inn í greinina og alls ekki þá leið sem hann fékk að fara. Nú verða þeir að kaupa allan kvóta fullu verði. Af honum. Eftir stendur óleyst, hvernig á endurnýjunin og samkeppnin að vera í sjávarútveginum. Hvernig á að stöðva samþjöppunina í greininni? Ég set fram mínar tillögur vegna þess vanda sem lokað kvótakerfi leiðir af sér. Vandi sem verður ekki leystur nema með því að opna kerfið og það verður aðeins gert með aðgangi að veiðiheimildum. Óbreytt kerfi leiðir til ófarnaðar.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun