Er ofbeldið einkamál? 23. júní 2005 00:01 Þegar dómur fellur yfir barnaníðingi birtast af því fréttir í fjölmiðlum og allir eru á eitt sáttir um að birta eigi frétt af slíkum dómi. Hversu miklar upplýsingar um málið eiga að birtast er hins vegar eitthvað sem fólk deilir um. Deilt hefur verið um hvort birta eigi nafn glæpamannsins. Ef birt er nafn glæpamanns sem rænir banka af hverju á þá ekki að birta nafn manns sem framdi glæp gegn börnum? Mál sem kemur fyrir dóm er sjaldnast einkamál fólks, því hlutverk dómstóla er að vera almenningur í óeiginlegum skilningi. Samfélagið setur skilyrði, m.a. með lögunum um það hvað er rétt og rangt og maður sem brýtur gegn lögum samfélagsins brýtur gegn samfélaginu og þar af leiðandi er það ekki einkamál hans og ætti hann ekki að njóta nafnleyndar. Annað sem er umdeilanlegt er það hversu nákvæmar lýsingar eigi að birtast af glæpnum. Helstu rökin gegn því að nákvæm lýsing sé birt í fjölmiðlum er fyrst og fremst sú að taka þurfi tillit til barnanna sem beitt voru kynferðislegu ofbeldi og aðstandenda þeirra. Önnur rök eru að vernda þurfi lesendur gegn glæpnum. Ef maður dansar við djöfulinn, breytir það honum ekkert en það breytir manni sjálfum að eilífu. Vitneskja um hræðilegan glæp getur haft djúpstæð sálræn áhrif á fólk,en mun engu breyta um hegðun glæpamanna. Þegar börn eru beitt kynferðilslegu ofbeldi þurfa lýsingarnar ekki að vera mjög nákvæmar, ekki þarf að láta mörg orð falla til að fólk átti sig á hvað átti sér stað. Að flestu fólki sækir hrollur þegar það les lýsingar á hrottafengnum glæp og það er hlutverk fjölmiðla að taka ekki á slíku með silkihönskum, en það er vel hægt án þess að fara í mjög nákvæmar lýsingar. Hvað varðar tillitssemi við börnin og aðstandendur ber fjölmiðlum siðferðisleg skylda til að fara vel með efnið og meta hverju sinni hvað sé rétt að gera. Nákvæmar lýsingar eru alltaf viðkvæmar, bæði gagnvart aðstandendum og lesendum. Ætíð ber að gæta virðingar í málum sem þessum og setja efnið fram á smekklegan máta, ef það er mögulegt. Orðalag og framsetning skiptir miklu máli, og eins þarf að gæta hlutleysis. Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er alltaf alvarlegt og það eitt nægir að segja að maður hafi verið dæmdur fyrir að beita barn kynferðislegu ofbeldi. Hvað nákvæmlega gerðist er ekki þörf á að lýsa, vegna þess að það bætir í raun engu við fréttina. Ekki frekar en nákvæmar lýsingar af hvernig maður sem í alvarlegu bílslysi hlaut áverka sína, það nægir að segja að hann hafi slasast lífshættulega. Ofbeldi er ekki einkamál, þar sem samfélagið ber sameiginlega ábyrgð á því ofbeldi sem í því þrífst. Með fréttum af kynferðislegu ofbeldi gegn börnum er fólk vakið til vitundar um ofbeldið og í raun kallað til ábyrgðar. Spurning eins og , "hvað er það í okkar menningu sem veldur því að svona glæpir eiga sér stað?", ætti að vakna en ekki "hvað gerðist nákvæmlega?". Kristín Eva Þórhallsdóttir - kristineva@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Kristín Eva Þórhallsdóttir Mest lesið Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Sjá meira
Þegar dómur fellur yfir barnaníðingi birtast af því fréttir í fjölmiðlum og allir eru á eitt sáttir um að birta eigi frétt af slíkum dómi. Hversu miklar upplýsingar um málið eiga að birtast er hins vegar eitthvað sem fólk deilir um. Deilt hefur verið um hvort birta eigi nafn glæpamannsins. Ef birt er nafn glæpamanns sem rænir banka af hverju á þá ekki að birta nafn manns sem framdi glæp gegn börnum? Mál sem kemur fyrir dóm er sjaldnast einkamál fólks, því hlutverk dómstóla er að vera almenningur í óeiginlegum skilningi. Samfélagið setur skilyrði, m.a. með lögunum um það hvað er rétt og rangt og maður sem brýtur gegn lögum samfélagsins brýtur gegn samfélaginu og þar af leiðandi er það ekki einkamál hans og ætti hann ekki að njóta nafnleyndar. Annað sem er umdeilanlegt er það hversu nákvæmar lýsingar eigi að birtast af glæpnum. Helstu rökin gegn því að nákvæm lýsing sé birt í fjölmiðlum er fyrst og fremst sú að taka þurfi tillit til barnanna sem beitt voru kynferðislegu ofbeldi og aðstandenda þeirra. Önnur rök eru að vernda þurfi lesendur gegn glæpnum. Ef maður dansar við djöfulinn, breytir það honum ekkert en það breytir manni sjálfum að eilífu. Vitneskja um hræðilegan glæp getur haft djúpstæð sálræn áhrif á fólk,en mun engu breyta um hegðun glæpamanna. Þegar börn eru beitt kynferðilslegu ofbeldi þurfa lýsingarnar ekki að vera mjög nákvæmar, ekki þarf að láta mörg orð falla til að fólk átti sig á hvað átti sér stað. Að flestu fólki sækir hrollur þegar það les lýsingar á hrottafengnum glæp og það er hlutverk fjölmiðla að taka ekki á slíku með silkihönskum, en það er vel hægt án þess að fara í mjög nákvæmar lýsingar. Hvað varðar tillitssemi við börnin og aðstandendur ber fjölmiðlum siðferðisleg skylda til að fara vel með efnið og meta hverju sinni hvað sé rétt að gera. Nákvæmar lýsingar eru alltaf viðkvæmar, bæði gagnvart aðstandendum og lesendum. Ætíð ber að gæta virðingar í málum sem þessum og setja efnið fram á smekklegan máta, ef það er mögulegt. Orðalag og framsetning skiptir miklu máli, og eins þarf að gæta hlutleysis. Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er alltaf alvarlegt og það eitt nægir að segja að maður hafi verið dæmdur fyrir að beita barn kynferðislegu ofbeldi. Hvað nákvæmlega gerðist er ekki þörf á að lýsa, vegna þess að það bætir í raun engu við fréttina. Ekki frekar en nákvæmar lýsingar af hvernig maður sem í alvarlegu bílslysi hlaut áverka sína, það nægir að segja að hann hafi slasast lífshættulega. Ofbeldi er ekki einkamál, þar sem samfélagið ber sameiginlega ábyrgð á því ofbeldi sem í því þrífst. Með fréttum af kynferðislegu ofbeldi gegn börnum er fólk vakið til vitundar um ofbeldið og í raun kallað til ábyrgðar. Spurning eins og , "hvað er það í okkar menningu sem veldur því að svona glæpir eiga sér stað?", ætti að vakna en ekki "hvað gerðist nákvæmlega?". Kristín Eva Þórhallsdóttir - kristineva@frettabladid.is
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun