Slæleg vinnubrögð þýskra tollvarða 27. júní 2005 00:01 Þrátt fyrir rannsóknarklúður leita þýsk yfirvöld enn leiða til að draga Íslendinga, sem gripnir voru með eiturlyf í Bremerhaven, fyrir rétt. Haukur ÍS 847 lagðist að bryggju í Bremerhaven snemma á þessu ári. Skipverjar fóru frá borði en vissu ekki að tollgæslan fylgdist með hverju skrefi þeirra. Viðvörun íslenskra yfirvalda varð þess valdandi, að þýsk yfirvöld vildu fylgjast með - þó að upplýsingarnar héðan væru svo óljósar, að nánast var ómögulegt að gera neitt á grundvelli þeirra: bent var á að stór hluti áhafnar Hauks hafði komist í kast við lögin vegna fíkniefnabrota, þar á meðal skipstjórinn. Tollverðir eltu áhöfnina um alla borg en sáu ekkert grunsamlegt. Skipverjarnir keyptu sér eitt og annað og drukku kaffi. Kai Bukowski starfsmaður hjá Tollgæslunni í Hamborg segir tollverði hafa velt fyrir sér hvort þeir ættu að leyfa skipinu að fara frá bryggju. Þeir þurftu einnig að ákveða hvernig ætti að bregðast við og létu loks til skarar skríða. Því stormuðu tollverðir um borð, söfnuðu áhöfninni saman í matsalnum og leituðu í kjölfarið í öllu skipinu. Árangurinn: þrjú og hálft kíló af kókaíni og annað eins af hassi. Tveir skipverjanna voru handteknir - en þá kom babb í bátinn. Horst Wessermann verjandi skipverjanna segir leitina hafa verið ólöglega og það hafði alvarlegar afleiðingar. Gögnin sem fundust við leitina var ekki hægt að nota sem sönnunargögn fyrir rétti. Fíkniefnin voru í káetunni og því var þetta ólögleg leit því um káetur gilda sömu reglur og um íbúðir. Til að leita í íbúðum þarf húsleitarheimild eða samþykki húsráðenda sem í þessu tilfelli var ekki til staðar. Það var ólöglegt að halda skipverjunum í þrjá mánuði í fangelsi og því eru þeir komnir til landsins á ný. Eiturleyfin fengust við ólöglega leit og eru því ekki gild sönnunargögn og játningar sem gerðar voru á grundvelli þeirra eru líka ógildar. Þýski tollurinn situr uppi með skömmina og getur lítið gert. En saksóknari mun engu að síður ekki hafa gefið upp vonina að hægt verði að draga skipverjana á Hauki fyrir dóm. Stór hluti eiturlyfja, sem smyglað er hingað til lands, kemur frá Hollandi, Danmörku og Þýskalandi, ekki síst Bremerhaven. Því verður áfram unnið náið með yfirvöldum á þessum stöðum við að góma eiturlyfjasmyglara. Íslensk lögregluyfirvöld vilja sem minnst um Hauksmálið segja og virðast ganga að því sem gefnu, að smyglararnir sleppi við refsingu í þetta sinn. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Sjá meira
Þrátt fyrir rannsóknarklúður leita þýsk yfirvöld enn leiða til að draga Íslendinga, sem gripnir voru með eiturlyf í Bremerhaven, fyrir rétt. Haukur ÍS 847 lagðist að bryggju í Bremerhaven snemma á þessu ári. Skipverjar fóru frá borði en vissu ekki að tollgæslan fylgdist með hverju skrefi þeirra. Viðvörun íslenskra yfirvalda varð þess valdandi, að þýsk yfirvöld vildu fylgjast með - þó að upplýsingarnar héðan væru svo óljósar, að nánast var ómögulegt að gera neitt á grundvelli þeirra: bent var á að stór hluti áhafnar Hauks hafði komist í kast við lögin vegna fíkniefnabrota, þar á meðal skipstjórinn. Tollverðir eltu áhöfnina um alla borg en sáu ekkert grunsamlegt. Skipverjarnir keyptu sér eitt og annað og drukku kaffi. Kai Bukowski starfsmaður hjá Tollgæslunni í Hamborg segir tollverði hafa velt fyrir sér hvort þeir ættu að leyfa skipinu að fara frá bryggju. Þeir þurftu einnig að ákveða hvernig ætti að bregðast við og létu loks til skarar skríða. Því stormuðu tollverðir um borð, söfnuðu áhöfninni saman í matsalnum og leituðu í kjölfarið í öllu skipinu. Árangurinn: þrjú og hálft kíló af kókaíni og annað eins af hassi. Tveir skipverjanna voru handteknir - en þá kom babb í bátinn. Horst Wessermann verjandi skipverjanna segir leitina hafa verið ólöglega og það hafði alvarlegar afleiðingar. Gögnin sem fundust við leitina var ekki hægt að nota sem sönnunargögn fyrir rétti. Fíkniefnin voru í káetunni og því var þetta ólögleg leit því um káetur gilda sömu reglur og um íbúðir. Til að leita í íbúðum þarf húsleitarheimild eða samþykki húsráðenda sem í þessu tilfelli var ekki til staðar. Það var ólöglegt að halda skipverjunum í þrjá mánuði í fangelsi og því eru þeir komnir til landsins á ný. Eiturleyfin fengust við ólöglega leit og eru því ekki gild sönnunargögn og játningar sem gerðar voru á grundvelli þeirra eru líka ógildar. Þýski tollurinn situr uppi með skömmina og getur lítið gert. En saksóknari mun engu að síður ekki hafa gefið upp vonina að hægt verði að draga skipverjana á Hauki fyrir dóm. Stór hluti eiturlyfja, sem smyglað er hingað til lands, kemur frá Hollandi, Danmörku og Þýskalandi, ekki síst Bremerhaven. Því verður áfram unnið náið með yfirvöldum á þessum stöðum við að góma eiturlyfjasmyglara. Íslensk lögregluyfirvöld vilja sem minnst um Hauksmálið segja og virðast ganga að því sem gefnu, að smyglararnir sleppi við refsingu í þetta sinn.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Sjá meira