Sport

Golf-Erfitt hjá íslensku sveitinni

Íslenska karlalandsliðið í golfi er í 16. sæti á 27 höggum yfir pari eftir fyrsta daginn á Evrópumóti landsliða áhugamanna á Hillside golfvellinum í Southport í Englandi. Sex kylfingar skipa hvert lið og er spilaður höggleikur í dag og á morgun. 20 þjóðir taka þátt í keppninni. Frakkar og Wales eru efst á einu höggi undir pari en 8 efstu þjóðirnar fara í A-flokk og leika holukeppni til úrslita um Evrópumeistaratitilinn. Liðin í 9.-16. sæti eftir höggleikinn leika í B-riðli og fjögur neðstu í C-riðli. Íslenska liðið er þannig skipað: Heiðar Davíð Bragason GKJ, Örn Ævar Hjartarson GS, Ottó Sigurðsson GKG, Sigmundur Einar Másson GKG, Stefán Már Stefánsson GR og Magnús Lárusson GKJ. Örn Ævar er á 9 höggum yfir pari eftir 12, Heiðar Davíð var á einu höggi yfir pari vallar eftir fyrstu sex holurnar og Ottó á 2 höggum yfir pari, Ottó á 12 yfir pari, Stefán Már á 8 yfir pari, Sigmundur á 2 yfir pari og Magnús 6 yfir. Fimm bestu skorin hjá hverju liði telja, eða samtals 10 hringir á lið. Auk Íslands keppa; Noregur, England, Spánn, Svíþjóð, Belgía, Danmörk, Finnland, Þýskaland, Írland, Ítalía, Holland, Portúgal, Skotland, Slóvenía, Sviss, Tékkland, Wales og Austurríki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×