Vissu ekki um fréttatilkynningu 1. júlí 2005 00:01 Fulltrúi þýska bankans Hauck & Aufhäuser segist fyrst á miðvikudag hafa heyrt af því að opinber umræða um bankann ætti sér stað á Íslandi, þegar Fréttablaðið óskaði eftir símaviðtali við Peter Gatti, fyrrum stjórnarmann í Eglu og framkvæmdastjóra og meðeiganda Hauck & Aufhäuser. Þetta sagði fulltrúi Gatti þegar Fréttablaðið leitaði eftir viðtali við hann eða aðra forsvarsmenn bankans í höfuðstöðvum hans í Frankfurt í Þýskalandi. Þá sagði fulltrúi Gattis að honum væri ekki kunnugt um að nokkur fréttatilkynning hefði verið send út á vegum bankans til Íslands. Kristinn Hallgrímsson, lögmaður Eglu sagði í viðtali við Fréttablaðið á fimmtudag að þýski bankinn hafi ákveðið að senda frá sér yfirlýsingu í kjölfar samtala forsvarsmanna Eglu við forsvarsmenn þýska bankans þar sem þeir síðarnefndu voru upplýstir um þá umræðu sem hefur átt sér stað í fjölmiðlum hérlendis, þar sem eignarhald þeirra á hlutum í Eglu hefur verið dregið í efa. Í íslensku fréttatilkynningunni sem birtist fjölmiðlum á mánudag segir að hlutabréf þýska bankans Hauck & Aufhäuser í Búnaðarbankanum og síðar KB banka hafi verið bókuð í ársreikningi bankans meðan þau voru í eigu hans og er hún sögð yfirlýsing Peter Gatti. Í ensku tilkynningunni kemur hinsvegar fram að hlutur þýska bankans í Eglu hafi verið færður í reikningsskil bankans. Engar leiðréttingar hafa verið sendar vegna þessa misræmis í þýðingu framkvæmdarstjóra Eglu, Guðmundar Hjaltasonar. Fréttatilkynningin var send út á bréfsefni bankans, sem starfsmaður Athyglis segist hafa fengið í hendurnar frá forsvarsmönnum Eglu hf. Framkvæmdastjóri Eglu mun hafa þýtt enska þýðingu fréttatilkynningarinnar yfir á íslensku. Guðmundur Hjaltason vildi ekki tjá sig um málið og ekki náðist í Kristin Hallgrímsson. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Sjá meira
Fulltrúi þýska bankans Hauck & Aufhäuser segist fyrst á miðvikudag hafa heyrt af því að opinber umræða um bankann ætti sér stað á Íslandi, þegar Fréttablaðið óskaði eftir símaviðtali við Peter Gatti, fyrrum stjórnarmann í Eglu og framkvæmdastjóra og meðeiganda Hauck & Aufhäuser. Þetta sagði fulltrúi Gatti þegar Fréttablaðið leitaði eftir viðtali við hann eða aðra forsvarsmenn bankans í höfuðstöðvum hans í Frankfurt í Þýskalandi. Þá sagði fulltrúi Gattis að honum væri ekki kunnugt um að nokkur fréttatilkynning hefði verið send út á vegum bankans til Íslands. Kristinn Hallgrímsson, lögmaður Eglu sagði í viðtali við Fréttablaðið á fimmtudag að þýski bankinn hafi ákveðið að senda frá sér yfirlýsingu í kjölfar samtala forsvarsmanna Eglu við forsvarsmenn þýska bankans þar sem þeir síðarnefndu voru upplýstir um þá umræðu sem hefur átt sér stað í fjölmiðlum hérlendis, þar sem eignarhald þeirra á hlutum í Eglu hefur verið dregið í efa. Í íslensku fréttatilkynningunni sem birtist fjölmiðlum á mánudag segir að hlutabréf þýska bankans Hauck & Aufhäuser í Búnaðarbankanum og síðar KB banka hafi verið bókuð í ársreikningi bankans meðan þau voru í eigu hans og er hún sögð yfirlýsing Peter Gatti. Í ensku tilkynningunni kemur hinsvegar fram að hlutur þýska bankans í Eglu hafi verið færður í reikningsskil bankans. Engar leiðréttingar hafa verið sendar vegna þessa misræmis í þýðingu framkvæmdarstjóra Eglu, Guðmundar Hjaltasonar. Fréttatilkynningin var send út á bréfsefni bankans, sem starfsmaður Athyglis segist hafa fengið í hendurnar frá forsvarsmönnum Eglu hf. Framkvæmdastjóri Eglu mun hafa þýtt enska þýðingu fréttatilkynningarinnar yfir á íslensku. Guðmundur Hjaltason vildi ekki tjá sig um málið og ekki náðist í Kristin Hallgrímsson.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Sjá meira